Vinna Hrútar til verðlauna í Cannes í kvöld? Atli Ísleifsson skrifar 23. maí 2015 10:02 Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson og Theódór Júlíusson að stilla sér upp fyrir ljósmyndara áður en þeir héldu á rauða dregilinn. Mynd/Brynjar Snær Úrslitin á kvikmyndahátíðinni í Cannes verða kunngjörð í kvöld og kemur þá í ljós hvort íslenska kvikmyndin Hrútar muni vinna til verðlauna í Un Certain Regard hluta keppninnar. Grímur Hákonarsonar er leikstjóri myndarinnar. Hrútar fengu mjög góðar viðtökur þegar myndin var frumsýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni fyrir um viku og risu áhorfendur meðal annars úr sætum og klöppuðu fyrir aðstandendum hennar í einar tíu mínútur að sýningu lokinni.Etur kappi við átján aðrar myndirÍ tilkynningu segir að myndin hafi hlotið lofsamlega dóma í mörgum af stærstu og virtustu kvikmyndatímaritum heims – tímaritum á borð við Hollywood Reporter, Variety og Screen. Þá hafi hún fengið fimm stjörnur í tímaritinu The Upcoming. Hrútar etja kappi við átján aðrar kvikmyndir um Un Certain Regard verðlaunin.Ótrúlegar móttökurGrímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, aðstandendur myndarinnar hafa fengið ótrúlegar móttökur í Cannes og frábæra dóma. „Við gætum eiginlega ekki beðið um meira. Við bíðum vissulega spenntir eftir verðlaunaafhendingunni í kvöld en hlökkum eiginlega meira til að frumsýna myndina heima.“ Hrútar verða frumsýnd hér á landi á miðvikudaginn kemur en fer í almenna sýningu á fimmtudaginn.Önnur íslenska myndin sem keppir í flokknumHrútar er önnur íslenska kvikmyndin sem kemst í Un Certain Regard keppnina. Árið 1993 komst hin goðsagnakennda mynd Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson þangað. Það þykir mikill heiður fyrir unga og upprennandi leikstjóra að vera valinn í þennan flokk. Kvikmyndin Stormviðri eftir Sólveigu Anspach var valin í Un Certain Regard árið 2003 en hún var frönsk framleiðsla og Dagur Kári Pétursson var valinn með dönsku myndina Voksne Mennsker árið 2005. „Grímur Hákonarson leikstýrir og skrifar handritið að Hrútum. Aðalframleiðandi myndarinnar er Grímar Jónsson fyrir Netop Films og meðframleiðendur eru hin dönsku Ditte Milsted og Jacob Jarek fyrir Profile Pictures. Þá er Þórir Snær Sigurjónsson einn af framleiðendum myndarinnar. Framleiðslustjórn er í höndum Evu Sigurðardóttur. Með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Norðmannsins Sturla Brandth Grøvlen og Kristján Loðmfjörð sér um klippingu myndarinnar. Tónlist myndarinnar er samin af Atla Örvarssyni og hljóðhönnun er í höndum Huldars Freys Arnarssonar og Björns Viktorssonar. Myndin hefur einnig vakið athygli út fyrir kvikmyndaiðnaðinn því ritstjóri franska tímaritsins Pâtre et La chèvre, sem er tileinkað sauðfé, hefur sýnt myndinni mikinn áhuga,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Hrútar fengu frábærar viðtökur í Cannes í gær Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes við góðar undirtektir. Allir helstu aðstandendur myndarinnar viðstaddir. 16. maí 2015 08:00 Skarta skeggi á rauða dreglinum - Myndaveisla Aðalleikararnir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson voru stórglæsilegir við frumsýningu Hrúta. 15. maí 2015 12:17 Sögulegir Hrútar í Cannes Kvikmyndahatíðin í Cannes er haldin 13 – 24 maí þetta árið og er þetta 68 skiptið sem þessi virta hátíð er haldin. Íslendingar settu mark sitt á hátíðina í ár en í fyrsta sinn í 22 ár var íslensk mynd í aðalprógrammi hátíðarinnar, myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson. 22. maí 2015 09:31 Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15 „Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07 Kindurnar með hreinum ólíkindum Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika. 23. maí 2015 11:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Úrslitin á kvikmyndahátíðinni í Cannes verða kunngjörð í kvöld og kemur þá í ljós hvort íslenska kvikmyndin Hrútar muni vinna til verðlauna í Un Certain Regard hluta keppninnar. Grímur Hákonarsonar er leikstjóri myndarinnar. Hrútar fengu mjög góðar viðtökur þegar myndin var frumsýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni fyrir um viku og risu áhorfendur meðal annars úr sætum og klöppuðu fyrir aðstandendum hennar í einar tíu mínútur að sýningu lokinni.Etur kappi við átján aðrar myndirÍ tilkynningu segir að myndin hafi hlotið lofsamlega dóma í mörgum af stærstu og virtustu kvikmyndatímaritum heims – tímaritum á borð við Hollywood Reporter, Variety og Screen. Þá hafi hún fengið fimm stjörnur í tímaritinu The Upcoming. Hrútar etja kappi við átján aðrar kvikmyndir um Un Certain Regard verðlaunin.Ótrúlegar móttökurGrímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, aðstandendur myndarinnar hafa fengið ótrúlegar móttökur í Cannes og frábæra dóma. „Við gætum eiginlega ekki beðið um meira. Við bíðum vissulega spenntir eftir verðlaunaafhendingunni í kvöld en hlökkum eiginlega meira til að frumsýna myndina heima.“ Hrútar verða frumsýnd hér á landi á miðvikudaginn kemur en fer í almenna sýningu á fimmtudaginn.Önnur íslenska myndin sem keppir í flokknumHrútar er önnur íslenska kvikmyndin sem kemst í Un Certain Regard keppnina. Árið 1993 komst hin goðsagnakennda mynd Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson þangað. Það þykir mikill heiður fyrir unga og upprennandi leikstjóra að vera valinn í þennan flokk. Kvikmyndin Stormviðri eftir Sólveigu Anspach var valin í Un Certain Regard árið 2003 en hún var frönsk framleiðsla og Dagur Kári Pétursson var valinn með dönsku myndina Voksne Mennsker árið 2005. „Grímur Hákonarson leikstýrir og skrifar handritið að Hrútum. Aðalframleiðandi myndarinnar er Grímar Jónsson fyrir Netop Films og meðframleiðendur eru hin dönsku Ditte Milsted og Jacob Jarek fyrir Profile Pictures. Þá er Þórir Snær Sigurjónsson einn af framleiðendum myndarinnar. Framleiðslustjórn er í höndum Evu Sigurðardóttur. Með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson. Stjórn kvikmyndatöku er í höndum Norðmannsins Sturla Brandth Grøvlen og Kristján Loðmfjörð sér um klippingu myndarinnar. Tónlist myndarinnar er samin af Atla Örvarssyni og hljóðhönnun er í höndum Huldars Freys Arnarssonar og Björns Viktorssonar. Myndin hefur einnig vakið athygli út fyrir kvikmyndaiðnaðinn því ritstjóri franska tímaritsins Pâtre et La chèvre, sem er tileinkað sauðfé, hefur sýnt myndinni mikinn áhuga,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Hrútar fengu frábærar viðtökur í Cannes í gær Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes við góðar undirtektir. Allir helstu aðstandendur myndarinnar viðstaddir. 16. maí 2015 08:00 Skarta skeggi á rauða dreglinum - Myndaveisla Aðalleikararnir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson voru stórglæsilegir við frumsýningu Hrúta. 15. maí 2015 12:17 Sögulegir Hrútar í Cannes Kvikmyndahatíðin í Cannes er haldin 13 – 24 maí þetta árið og er þetta 68 skiptið sem þessi virta hátíð er haldin. Íslendingar settu mark sitt á hátíðina í ár en í fyrsta sinn í 22 ár var íslensk mynd í aðalprógrammi hátíðarinnar, myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson. 22. maí 2015 09:31 Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15 „Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07 Kindurnar með hreinum ólíkindum Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika. 23. maí 2015 11:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Hrútar fengu frábærar viðtökur í Cannes í gær Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes við góðar undirtektir. Allir helstu aðstandendur myndarinnar viðstaddir. 16. maí 2015 08:00
Skarta skeggi á rauða dreglinum - Myndaveisla Aðalleikararnir Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson voru stórglæsilegir við frumsýningu Hrúta. 15. maí 2015 12:17
Sögulegir Hrútar í Cannes Kvikmyndahatíðin í Cannes er haldin 13 – 24 maí þetta árið og er þetta 68 skiptið sem þessi virta hátíð er haldin. Íslendingar settu mark sitt á hátíðina í ár en í fyrsta sinn í 22 ár var íslensk mynd í aðalprógrammi hátíðarinnar, myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson. 22. maí 2015 09:31
Hrútar fá frábæra dóma í erlendum miðlum Dómar erlendu pressunnar um mynd Gríms Hákonarsonar eru afar jákvæðir. 18. maí 2015 11:15
„Grunar að þetta hafi verið Íslandsmet í standandi lófaklappi“ Grímur Hákonarson er ánægður með viðtökurnar sem Hrútar fékk á Cannes. 15. maí 2015 14:07
Kindurnar með hreinum ólíkindum Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika. 23. maí 2015 11:00