Tveir titilbardagar á UFC 187 í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. maí 2015 12:00 Það var heitt í hamsi í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer risa UFC bardagakvöld þar sem barist er um tvo titla. Chris Weidman ver millivigtartitil sinn gegn Vitor Belfort og Anthony Johnson og Daniel Cormier berjast um léttþungavigtarbeltið. Gríðarleg spenna hefur verið fyrir UFC 187 sem fram fer í kvöld. Í vigtun gærdagsins lét Chris Weidman ókvæð orð falla í garð Vitor Belfort og kallaði hann svindlara. Hinn 38 ára gamli Belfort hefur lengi verið sakaður um notkun frammistöðubætandi lyfja. Á undanförnum árum hefur Belfort fengið svo kallaða Testosterone Replacement Therapy, eða TRT. Meðferðin leyfði mönnum eins og Vitor Belfort að fá löglega aukið testósterónmagn vegna hormónagalla (oftast vegna steramisnotkunar, sjá nánar hér). Nú hefur sú meðferð verið bönnuð og má sjá greinilegan mun á Belfort. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Vitor Belfort kemur til leiks í kvöld. Belfort er með gríðarlega reynslu að baki en hann kom fyrst í UFC árið 1997, þá 19 ára gamall.Sjá einnig: Fimm tímamót á ferli Vitor Belfort Á sama tíma og Belfort er grunaður um steranotkun er Chris Weidman hvers manns hugljúfi. Weidman er maðurinn sem sigraði Anderson Silva tvisvar, einn besta bardagamann í sögu MMA. Hann þykir einstaklega sterkur andlega og er með öflugan glímubakgrunn. Vegurinn að UFC beltinu hefur svo sannarlega ekki verið auðveldur fyrir Weidman. Hann hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika svo sem einelti í æsku, fellibylinn Sandy, var nánast látinn eftir niðurskurð og var nálægt því að gefa drauminn upp á bátinn vegna peningavandræða.Sjá einnig: Chris Weidman er með einstakt hugarfar Það má svo ekki gleyma aðalbardaga kvöldsins en þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson berjast um léttþungavigtartitil UFC. Jon Jones var ríkjandi léttþungavigtarmeistari þangað til UFC svipti hann titlinum. Jones er grunaður um að hafa keyrt á ólétta konu og flúið vettvang og er í tímabundnu banni frá keppni. Það verður því nýr meistari krýndur í nótt. Bæði Cormier og Johnson hafa gengið í gegnum súrt og sætt.Sjá einnig: Ótrúleg upprisa Anthony Johnson – Frá aðhlátursefni að áskorandaSjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Bardagakvöldið hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm bardagar verða á dagskrá: Titilbardagi í léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Daniel Cormier Titilbardagi í millivigt: Chris Weidman gegn Vitor Belfort Léttvigt: Donald Cerrone gegn John Madkessi Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Travis Browne Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn John Moraga MMA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Sjá meira
Í kvöld fer risa UFC bardagakvöld þar sem barist er um tvo titla. Chris Weidman ver millivigtartitil sinn gegn Vitor Belfort og Anthony Johnson og Daniel Cormier berjast um léttþungavigtarbeltið. Gríðarleg spenna hefur verið fyrir UFC 187 sem fram fer í kvöld. Í vigtun gærdagsins lét Chris Weidman ókvæð orð falla í garð Vitor Belfort og kallaði hann svindlara. Hinn 38 ára gamli Belfort hefur lengi verið sakaður um notkun frammistöðubætandi lyfja. Á undanförnum árum hefur Belfort fengið svo kallaða Testosterone Replacement Therapy, eða TRT. Meðferðin leyfði mönnum eins og Vitor Belfort að fá löglega aukið testósterónmagn vegna hormónagalla (oftast vegna steramisnotkunar, sjá nánar hér). Nú hefur sú meðferð verið bönnuð og má sjá greinilegan mun á Belfort. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Vitor Belfort kemur til leiks í kvöld. Belfort er með gríðarlega reynslu að baki en hann kom fyrst í UFC árið 1997, þá 19 ára gamall.Sjá einnig: Fimm tímamót á ferli Vitor Belfort Á sama tíma og Belfort er grunaður um steranotkun er Chris Weidman hvers manns hugljúfi. Weidman er maðurinn sem sigraði Anderson Silva tvisvar, einn besta bardagamann í sögu MMA. Hann þykir einstaklega sterkur andlega og er með öflugan glímubakgrunn. Vegurinn að UFC beltinu hefur svo sannarlega ekki verið auðveldur fyrir Weidman. Hann hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika svo sem einelti í æsku, fellibylinn Sandy, var nánast látinn eftir niðurskurð og var nálægt því að gefa drauminn upp á bátinn vegna peningavandræða.Sjá einnig: Chris Weidman er með einstakt hugarfar Það má svo ekki gleyma aðalbardaga kvöldsins en þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson berjast um léttþungavigtartitil UFC. Jon Jones var ríkjandi léttþungavigtarmeistari þangað til UFC svipti hann titlinum. Jones er grunaður um að hafa keyrt á ólétta konu og flúið vettvang og er í tímabundnu banni frá keppni. Það verður því nýr meistari krýndur í nótt. Bæði Cormier og Johnson hafa gengið í gegnum súrt og sætt.Sjá einnig: Ótrúleg upprisa Anthony Johnson – Frá aðhlátursefni að áskorandaSjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Bardagakvöldið hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm bardagar verða á dagskrá: Titilbardagi í léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Daniel Cormier Titilbardagi í millivigt: Chris Weidman gegn Vitor Belfort Léttvigt: Donald Cerrone gegn John Madkessi Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Travis Browne Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn John Moraga
MMA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Sjá meira