Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Fjölnir 3-3 | Sjáðu markaveisluna Stefán Árni Pálsson á Hlíðarenda skrifar 25. maí 2015 00:01 Valsmenn og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli í kvöld á Vodafone-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Öll mörkin sex komu í fyrri hálfleiknum og var hann magnaður og fer sennilega í einhverjar sögubækur.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Vindurinn spilaði stórt hlutverk í leiknum og sóttu liðin bæði án afláts í fyrri hálfleiknum. Markverðir liðanna voru báðir í stökustu vandræðum með að halda boltanum í fyrirgjöfum og blés nokkuð á Vodafone-vellinum. Bjarni Ólafur Eiríksson kom Val yfir eftir tíu mínútur með fínu skoti með hægri fæti. Tíu mínútum síðar skoraði Aron Sigurðarson eitt af mörkum tímabilsins þegar hann fékk boltann um tíu metrum fyrir utan vítateig og gjörsamlega þrumaði honum í vinkilinn, alveg óverjandi fyrir Anton Ara í markinu. Nokkrum mínútum síðar voru gestirnir aftur mættir og komust þá yfir með öðru stórkostlegur marki. Þórir Guðjónsson, lék þá á fjóra til fimm varnamenn Vals, prjónaði sig bókstaflega í gegnum vörnina og lagði hann síðan í netið með hægri fæti. Liðin gátu hreinlega ekki hætt að sækja á markið og var varnarleikur liðanna beggja í molum. Aðeins fjórum mínútum síðar höfðu Valsmenn jafnað. Þá potaði Baldvin Sturluson boltanum í netið. Liðin áttu síðan eftir að skora sitt markið hvort í fyrri hálfleiknum og var staðan 3-3 í hálfleik. Með ólíkindum. Ekki varnarleikur til útflutnings. Síðari hálfleikurinn var mun rólegri og var greinilegt að báðir þjálfararnir höfðu lagt upp með að fá ekki fleiri mörk á sig. Varnarleikurinn skánaði til muna hjá báðum liðum og því átti leikmenn erfiðara með að skapa sér færi. Það er skemmst frá því að segja að fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og fór hann 3-3. Patrick Pedersen, leikmaður Vals, fékk gott færi undir lok leiksins en skalli hans fór framhjá. Í næstu sókn fékk Þórir Guðjónsson, leikmaður Fjölnis, sennilega besta færi leiksins en skallaði á einhvern ótrúlegan hátt framhjá. Bjarni Ólafur: Aldrei skorað áður með hægriBjarni Ólafur var góður í leiknum í kvöld.vísir/arnþór„Það komu fullt af mörkum hér í fyrri hálfleiknum og helvíti súrt að fá ekki nema eitt stig út úr þessu,“ segir Bjarni Ólafur Eiríksson, fyrirliði Vals, eftir leikinn. „Við í öftustu línu vorum skelfilegir í fyrri hálfleiknum og sleppum inn þremur mjög ódýrum mörkum. Þetta er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða.“ Bjarni segir að liðið hafi ætlað sér að vinna svokallaða seinni bolta í síðari hálfleiknum. „Fjölnismenn höfðu gengið á lagið með að taka þá bolta í fyrri hálfleiknum og voru bara mjög hættulegir. Þeir ógnuðu stíft að okkar marki og við reyndum að stoppa í það í seinnihálfleik sem mér fannst við gera ágætlega.“ Hann segir að liðið hafi ekki náð að skapa sér góð færi í síðari hálfleiknum. Bjarni skoraði mark í leiknum í kvöld og það með hægri fæti. „Ég held að ég hafi aldrei skorað með hægri áður. Það er fínt að skora en það telur bara svo djöfull lítið.“ Aron um markið fallega: Ljúft að sjá boltann í netinuAron Sigurðarson hefur farið vel af stað með Fjölni í sumar.vísir/valli„Þetta var magnaður fyrri hálfleikur en seinni var ekki upp á marga fiska,“ segir Aron Sigurðarson, leikmaður Fjölnis, eftir leikinn. „Við skoruðu þrjú góð mörk en fengum á móti þrjú mjög léleg mörk á okkur. Menn voru ekki að hreinsa boltann út úr teignum og þeir náðu að pota boltanum inn.“ Aron skoraði stórglæsilegt mark í kvöld. „Ég fékk boltann, keyrði á manninn, fór inn á miðjuna og lét vaða. Það var mjög ljúft að sjá þennan í netinu.“ Hann segir að úrslitin í kvöld hafi kannski verið ágæt fyrirfram en ekki þegar upp var staðið. „Við erum að týna stig í pokann og þetta lítur alveg ágætlega út.“ Ólafur: Vantaði grimmd inn í teig í síðari hálfleikÓlafur Jóhannesson.vísir/valli„Það var nokkuð opið hjá okkur í fyrri hálfleik,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir jafnteflið. „Að fá á sig þrjú mörk á þessum tíma er helvíti mikið. Að sama skapi gerðum við þrjú og svo fannst mér við verum betri aðilinn í seinni hálfleiknum.“ Ólafur segir að liðið hafi einfaldlega ekki náð að skapa sér nægilega góð færi til að fara með sigur af hólmi. „Þetta er bara stundum svona. Við fengum ágætt færi undir lokin en það vantaði bara meiri grimmd inn í teig.“ Valsmenn eru aðeins með fimm stig eftir fimm umferðir í Pepsi-deildinni. „Ég er nú ekki ánægður með það og hefði nú viljað hafa fleiri.“ Ágúst: Menn bíða í hrönnum eftir því að skora mörkÁgúst Gylfason.vísir/daníel„Við fengum mjög klaufaleg mörk á okkur í fyrri hálfleiknum en skoruðum þrjú glæsilega,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn. „Það var gríðarlega svekkjandi að hafa ekki klárað leikinn undir lokin. Við fengum algjört dauðafæri og því er ég mjög svekktur í raun.“ Ágúst segir að leikmenn liðsins hafi ekki verið nægilega grimmir að koma boltanum í burtu í fyrri hálfleiknum. „Það er mjög svekkjandi að skora þrjú glæsileg mörk en fara bara með eitt stig heim. Þetta var samt alveg hörku fyrri hálfleikur.“ Mikið hefur verið rætt um framlínu Fjölnismanna í sumar og hver ætti eiginlega að sjá um að skora mörkin. „Það hefur ekkert verið vandamál fyrir okkur að menn bíða bara í hrönnum eftir því að skora mörk. Það þarf bara að loka fyrir og halda búrinu hreinu.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira
Valsmenn og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli í kvöld á Vodafone-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Öll mörkin sex komu í fyrri hálfleiknum og var hann magnaður og fer sennilega í einhverjar sögubækur.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Vindurinn spilaði stórt hlutverk í leiknum og sóttu liðin bæði án afláts í fyrri hálfleiknum. Markverðir liðanna voru báðir í stökustu vandræðum með að halda boltanum í fyrirgjöfum og blés nokkuð á Vodafone-vellinum. Bjarni Ólafur Eiríksson kom Val yfir eftir tíu mínútur með fínu skoti með hægri fæti. Tíu mínútum síðar skoraði Aron Sigurðarson eitt af mörkum tímabilsins þegar hann fékk boltann um tíu metrum fyrir utan vítateig og gjörsamlega þrumaði honum í vinkilinn, alveg óverjandi fyrir Anton Ara í markinu. Nokkrum mínútum síðar voru gestirnir aftur mættir og komust þá yfir með öðru stórkostlegur marki. Þórir Guðjónsson, lék þá á fjóra til fimm varnamenn Vals, prjónaði sig bókstaflega í gegnum vörnina og lagði hann síðan í netið með hægri fæti. Liðin gátu hreinlega ekki hætt að sækja á markið og var varnarleikur liðanna beggja í molum. Aðeins fjórum mínútum síðar höfðu Valsmenn jafnað. Þá potaði Baldvin Sturluson boltanum í netið. Liðin áttu síðan eftir að skora sitt markið hvort í fyrri hálfleiknum og var staðan 3-3 í hálfleik. Með ólíkindum. Ekki varnarleikur til útflutnings. Síðari hálfleikurinn var mun rólegri og var greinilegt að báðir þjálfararnir höfðu lagt upp með að fá ekki fleiri mörk á sig. Varnarleikurinn skánaði til muna hjá báðum liðum og því átti leikmenn erfiðara með að skapa sér færi. Það er skemmst frá því að segja að fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og fór hann 3-3. Patrick Pedersen, leikmaður Vals, fékk gott færi undir lok leiksins en skalli hans fór framhjá. Í næstu sókn fékk Þórir Guðjónsson, leikmaður Fjölnis, sennilega besta færi leiksins en skallaði á einhvern ótrúlegan hátt framhjá. Bjarni Ólafur: Aldrei skorað áður með hægriBjarni Ólafur var góður í leiknum í kvöld.vísir/arnþór„Það komu fullt af mörkum hér í fyrri hálfleiknum og helvíti súrt að fá ekki nema eitt stig út úr þessu,“ segir Bjarni Ólafur Eiríksson, fyrirliði Vals, eftir leikinn. „Við í öftustu línu vorum skelfilegir í fyrri hálfleiknum og sleppum inn þremur mjög ódýrum mörkum. Þetta er eitthvað sem við þurfum virkilega að skoða.“ Bjarni segir að liðið hafi ætlað sér að vinna svokallaða seinni bolta í síðari hálfleiknum. „Fjölnismenn höfðu gengið á lagið með að taka þá bolta í fyrri hálfleiknum og voru bara mjög hættulegir. Þeir ógnuðu stíft að okkar marki og við reyndum að stoppa í það í seinnihálfleik sem mér fannst við gera ágætlega.“ Hann segir að liðið hafi ekki náð að skapa sér góð færi í síðari hálfleiknum. Bjarni skoraði mark í leiknum í kvöld og það með hægri fæti. „Ég held að ég hafi aldrei skorað með hægri áður. Það er fínt að skora en það telur bara svo djöfull lítið.“ Aron um markið fallega: Ljúft að sjá boltann í netinuAron Sigurðarson hefur farið vel af stað með Fjölni í sumar.vísir/valli„Þetta var magnaður fyrri hálfleikur en seinni var ekki upp á marga fiska,“ segir Aron Sigurðarson, leikmaður Fjölnis, eftir leikinn. „Við skoruðu þrjú góð mörk en fengum á móti þrjú mjög léleg mörk á okkur. Menn voru ekki að hreinsa boltann út úr teignum og þeir náðu að pota boltanum inn.“ Aron skoraði stórglæsilegt mark í kvöld. „Ég fékk boltann, keyrði á manninn, fór inn á miðjuna og lét vaða. Það var mjög ljúft að sjá þennan í netinu.“ Hann segir að úrslitin í kvöld hafi kannski verið ágæt fyrirfram en ekki þegar upp var staðið. „Við erum að týna stig í pokann og þetta lítur alveg ágætlega út.“ Ólafur: Vantaði grimmd inn í teig í síðari hálfleikÓlafur Jóhannesson.vísir/valli„Það var nokkuð opið hjá okkur í fyrri hálfleik,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir jafnteflið. „Að fá á sig þrjú mörk á þessum tíma er helvíti mikið. Að sama skapi gerðum við þrjú og svo fannst mér við verum betri aðilinn í seinni hálfleiknum.“ Ólafur segir að liðið hafi einfaldlega ekki náð að skapa sér nægilega góð færi til að fara með sigur af hólmi. „Þetta er bara stundum svona. Við fengum ágætt færi undir lokin en það vantaði bara meiri grimmd inn í teig.“ Valsmenn eru aðeins með fimm stig eftir fimm umferðir í Pepsi-deildinni. „Ég er nú ekki ánægður með það og hefði nú viljað hafa fleiri.“ Ágúst: Menn bíða í hrönnum eftir því að skora mörkÁgúst Gylfason.vísir/daníel„Við fengum mjög klaufaleg mörk á okkur í fyrri hálfleiknum en skoruðum þrjú glæsilega,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn. „Það var gríðarlega svekkjandi að hafa ekki klárað leikinn undir lokin. Við fengum algjört dauðafæri og því er ég mjög svekktur í raun.“ Ágúst segir að leikmenn liðsins hafi ekki verið nægilega grimmir að koma boltanum í burtu í fyrri hálfleiknum. „Það er mjög svekkjandi að skora þrjú glæsileg mörk en fara bara með eitt stig heim. Þetta var samt alveg hörku fyrri hálfleikur.“ Mikið hefur verið rætt um framlínu Fjölnismanna í sumar og hver ætti eiginlega að sjá um að skora mörkin. „Það hefur ekkert verið vandamál fyrir okkur að menn bíða bara í hrönnum eftir því að skora mörk. Það þarf bara að loka fyrir og halda búrinu hreinu.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira