Lífið

„Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“

Samúel Karl Ólason skrifar
María Ólafsdóttir á sviði í Vín.
María Ólafsdóttir á sviði í Vín. Vísir/EPA
María Ólafsdóttir segist ganga sátt frá keppni í Eurovision eftir seinna undanúrslitakeppni söngvakeppninnar í gærkvöldi. Ísland komst ekki í úrslitakvöldið á laugardaginn.

„Fyrir örfáum mánuðum var ég óþekkt stelpa úr Mosfellsbænum sem átti mér drauma en var of feimin til að framkvæma þá. Í kvöld stóð ég upp á stærsta sviði fyrir framan milljónir manna og söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga,“ skrifar María á Facebooksíðu sína.

Hún segir þetta vera eitthvað sem flestir geri á nokkrum árum, en hún hafi tekið þetta á spretti.

„Hefði ég getað sungið betur? Eflaust maður getur alltaf gert betur! EN ég labba sátt í burtu frá keppni ég gerði mitt besta þessar 3 mínútur og meira get ég ekki gert.“

Hún þakkar vinum sínum fyrir stuðninginn og sendir þeim sem „drulla yfir“ hana tóninn.

„Þeir sem drulla, flott drullið bara yfir mig eða atriðið, mér er sama því ég veit að margir hefðu aldrei geta gert þetta sem ég gerði án alls hroka.“

María segir feril sinn hafa verið að hefjast og þetta sé bara byrjunin. „og engin smá byrjun. Nú er allt uppávið. Er komin í þennan bransa til að vera. Maria over and out.“

Fyrir örfáum mánuðum var ég óþekkt stelpa úr Mosfellsbænum sem átti mér drauma en var of feimin til að framkvæma þá. Í...

Posted by María Ólafsdóttir on Thursday, May 21, 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.