Lagahöfundur Unbroken: „María stóð sig eins og hetja“ Bjarki Ármannsson skrifar 21. maí 2015 22:12 „Þetta er búið að vera ómetanleg reynsla,“ segir Ásgeir Orri úr StopWaitGo. Vísir/EPA „Þetta er bara svona, það þarf ekkert að samhryggjast mér,“ sagði Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn meðlima StopWaitGo, þegar Vísir náði tali af honum stuttu eftir að ljóst varð að Ísland færi ekki áfram í úrslitakeppni Eurovision þetta árið. „Þetta er náttúrulega bara lagið okkar allra.“ María Ólafsdóttir flutti lagið Unbroken á seinna undanúrslitakvöldi keppninnar í Vínarborg í kvöld en var ekki meðal þeirra tíu atriða sem komust áfram. Ásgeir, einn lagahöfunda Unbroken, segir Íslendingahópinn samt sem áður stolta af frammistöðu Maríu.Sjá einnig: Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ „Það var ekkert sem hefði getað farið betur og María stóð sig eins og hetja,“ segir Ásgeir. „Það er bara í svona keppni, sem er svona ólíkindatól, þá þurfa bara allar breyturnar að vera manni í hag. Það var bara ekki þannig í kvöld.“ Íslendingar biðu flestir með öndina í hálsinum þegar tilkynnt var um það hvaða atriði kæmust áfram að flutningi loknum. Nafn Íslands hefur fjórum sinnum á síðustu sjö árum komið upp úr síðasta umslaginu en að þessu sinni hrepptu Ísraelsmenn, sem þykja líklegir til að ná langt í ár, síðasta sætið sem í boði var.Sjá einnig: Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum „Maður byrjaði að hafa svona lúmska tilfinningu fyrir þessu, með fullri virðingu fyrir til dæmis Póllandi og Kýpur, þegar þau lönd voru lesin upp,“ segir Ásgeir. „Svo þegar maður sá að Ísrael var ekki komið áfram og síðasta umslagið var eftir, þá var maður svona eiginlega búinn að sjá þetta fyrir.“ Ásgeir segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort hópurinn í kringum Maríu verði áfram úti í Vín á meðan keppni stendur. Hann segir Eurovision-ferlið allt hafa verið ómetanlega reynslu en að allt of snemmt sé að segja til um það hvort StopWaitGo-teymið reyni aftur við keppnina að ári. „Þetta er bara búið að vera ógeðslega gaman og ómetanleg reynsla. Og það sem gerðist hérna í kvöld, það er bara vindur í seglin.“ Eurovision Tengdar fréttir Friðrik Dór: „Allir bjartsýnir á að við neglum þetta“ Nú styttist óðum í stóru stundina þegar íslenski hópurinn stígur á svið í Vínarborg. 21. maí 2015 15:57 Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ Reynir vonar að María taki Eurovision-vonbrigðunum ekki nærri sér því hún er frábær söngkona. 21. maí 2015 21:53 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum "Þessi söngur er hreinlega sársaukafullur.“ 21. maí 2015 19:31 María stóð sig með prýði Bíður nú dóms Evrópu. 21. maí 2015 20:04 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira
„Þetta er bara svona, það þarf ekkert að samhryggjast mér,“ sagði Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn meðlima StopWaitGo, þegar Vísir náði tali af honum stuttu eftir að ljóst varð að Ísland færi ekki áfram í úrslitakeppni Eurovision þetta árið. „Þetta er náttúrulega bara lagið okkar allra.“ María Ólafsdóttir flutti lagið Unbroken á seinna undanúrslitakvöldi keppninnar í Vínarborg í kvöld en var ekki meðal þeirra tíu atriða sem komust áfram. Ásgeir, einn lagahöfunda Unbroken, segir Íslendingahópinn samt sem áður stolta af frammistöðu Maríu.Sjá einnig: Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ „Það var ekkert sem hefði getað farið betur og María stóð sig eins og hetja,“ segir Ásgeir. „Það er bara í svona keppni, sem er svona ólíkindatól, þá þurfa bara allar breyturnar að vera manni í hag. Það var bara ekki þannig í kvöld.“ Íslendingar biðu flestir með öndina í hálsinum þegar tilkynnt var um það hvaða atriði kæmust áfram að flutningi loknum. Nafn Íslands hefur fjórum sinnum á síðustu sjö árum komið upp úr síðasta umslaginu en að þessu sinni hrepptu Ísraelsmenn, sem þykja líklegir til að ná langt í ár, síðasta sætið sem í boði var.Sjá einnig: Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum „Maður byrjaði að hafa svona lúmska tilfinningu fyrir þessu, með fullri virðingu fyrir til dæmis Póllandi og Kýpur, þegar þau lönd voru lesin upp,“ segir Ásgeir. „Svo þegar maður sá að Ísrael var ekki komið áfram og síðasta umslagið var eftir, þá var maður svona eiginlega búinn að sjá þetta fyrir.“ Ásgeir segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort hópurinn í kringum Maríu verði áfram úti í Vín á meðan keppni stendur. Hann segir Eurovision-ferlið allt hafa verið ómetanlega reynslu en að allt of snemmt sé að segja til um það hvort StopWaitGo-teymið reyni aftur við keppnina að ári. „Þetta er bara búið að vera ógeðslega gaman og ómetanleg reynsla. Og það sem gerðist hérna í kvöld, það er bara vindur í seglin.“
Eurovision Tengdar fréttir Friðrik Dór: „Allir bjartsýnir á að við neglum þetta“ Nú styttist óðum í stóru stundina þegar íslenski hópurinn stígur á svið í Vínarborg. 21. maí 2015 15:57 Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ Reynir vonar að María taki Eurovision-vonbrigðunum ekki nærri sér því hún er frábær söngkona. 21. maí 2015 21:53 María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45 Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum "Þessi söngur er hreinlega sársaukafullur.“ 21. maí 2015 19:31 María stóð sig með prýði Bíður nú dóms Evrópu. 21. maí 2015 20:04 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira
Friðrik Dór: „Allir bjartsýnir á að við neglum þetta“ Nú styttist óðum í stóru stundina þegar íslenski hópurinn stígur á svið í Vínarborg. 21. maí 2015 15:57
Euro-Reynir: „Ekkert gaman að verða vitni að þessu“ Reynir vonar að María taki Eurovision-vonbrigðunum ekki nærri sér því hún er frábær söngkona. 21. maí 2015 21:53
María ekki áfram í úrslit Eurovision Fyrsta skiptið í síðan 2007 sem Ísland er ekki með í úrslitum Eurovision. 21. maí 2015 20:45
Keppendum San Marínó slátrað af íslenskum Twitter-notendum "Þessi söngur er hreinlega sársaukafullur.“ 21. maí 2015 19:31