Segja brattar launahækkanir draga úr hagvexti og velferð Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2015 17:30 "Mikil verðbólga dregur úr velferð. Brattar launahækkanir leiða því ekki til aukins kaupmáttar heldur draga úr hagvexti og velferð til lengdar.“ Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. Meiri launahækkanir myndu að jafnaði leiða til hærri verðbólgu. Breytingar á tekjuskiptingu milli hópa þurfa þó ekki að hafa slík áhrif, samkvæmt samantekt ráðuneytisins. „Mikil verðbólga dregur úr velferð. Brattar launahækkanir leiða því ekki til aukins kaupmáttar heldur draga úr hagvexti og velferð til lengdar.“ Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir samantekt um möguleg áhrif kjarasamninga á efnahagsmál sem unnin er út frá greiningu Seðlabankans á nokkrum sviðsmyndum kjarasamninga. Grunnviðmið samantektarinnar er opinbert tilboð Samtaka atvinnulífsins sem felur í sér 6 prósenta launahækkun á 2. og 3. ársfjórðungi 2015, 4,5 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2016 og 3,0 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2017, til viðbótar 1,5 prósent launaskriði á ári. Í samantektinni kemur fram að þrátt fyrir að launavísitala hafi hækkað um rúm 6 prósent á ári frá 1990 hafi vísitala kaupmáttar launa ekki hækkað nema um 1,3 prósent að meðaltali á ári. Samkvæmt tilboði SA segir ráðuneytið að muni verðbólga hækka vel umfram markmið Seðlabankans. Við slíkar aðstæður yrðu vextir hækkaðir og fjárfesting myndi minnka. „Krónan styrkist í fyrstu en veikist í kjölfarið, atvinnuleysi eykst eða vinnutími styttist og hagvöxtur verður minni en ella. Svigrúm ríkissjóðs til sértækra aðgerða til að liðka fyrir samningum við slíkar aðstæður er lítið.“ Seðlabankinn segir að áhrif tilboðs SA myndu valda því að vextir verði þremur prósentum hærri en ella árið 2015 og nærri fjórum prósentum hærri árið 2016. Virkir stýrivextir gætu því þá verið að minnsta kosti tvöfalt hærri en þeir eru í dag. Það er yfir níu prósent. Ráðuneytið segir að launahækkanir sem samræmist efnahagslegum stöðugleika gæfu ríkissjóði fjárhagslegt svigrúm til þess að koma til móts við þá hópa sem þurfi mest á stuðningi að halda. Þar að auki myndi skapast svigrúm til þess að örva vaxtargetu hagkerfisins. Þá myndu slíkar launahækkanir gefa tilefni til lægri vaxta en ella. Verkfall 2016 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segir svigrúm til launahækkana án neikvæðra áhrifa á verðbólgu vera 3,5 prósent. Meiri launahækkanir myndu að jafnaði leiða til hærri verðbólgu. Breytingar á tekjuskiptingu milli hópa þurfa þó ekki að hafa slík áhrif, samkvæmt samantekt ráðuneytisins. „Mikil verðbólga dregur úr velferð. Brattar launahækkanir leiða því ekki til aukins kaupmáttar heldur draga úr hagvexti og velferð til lengdar.“ Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir samantekt um möguleg áhrif kjarasamninga á efnahagsmál sem unnin er út frá greiningu Seðlabankans á nokkrum sviðsmyndum kjarasamninga. Grunnviðmið samantektarinnar er opinbert tilboð Samtaka atvinnulífsins sem felur í sér 6 prósenta launahækkun á 2. og 3. ársfjórðungi 2015, 4,5 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2016 og 3,0 prósenta hækkun á 1. ársfjórðungi 2017, til viðbótar 1,5 prósent launaskriði á ári. Í samantektinni kemur fram að þrátt fyrir að launavísitala hafi hækkað um rúm 6 prósent á ári frá 1990 hafi vísitala kaupmáttar launa ekki hækkað nema um 1,3 prósent að meðaltali á ári. Samkvæmt tilboði SA segir ráðuneytið að muni verðbólga hækka vel umfram markmið Seðlabankans. Við slíkar aðstæður yrðu vextir hækkaðir og fjárfesting myndi minnka. „Krónan styrkist í fyrstu en veikist í kjölfarið, atvinnuleysi eykst eða vinnutími styttist og hagvöxtur verður minni en ella. Svigrúm ríkissjóðs til sértækra aðgerða til að liðka fyrir samningum við slíkar aðstæður er lítið.“ Seðlabankinn segir að áhrif tilboðs SA myndu valda því að vextir verði þremur prósentum hærri en ella árið 2015 og nærri fjórum prósentum hærri árið 2016. Virkir stýrivextir gætu því þá verið að minnsta kosti tvöfalt hærri en þeir eru í dag. Það er yfir níu prósent. Ráðuneytið segir að launahækkanir sem samræmist efnahagslegum stöðugleika gæfu ríkissjóði fjárhagslegt svigrúm til þess að koma til móts við þá hópa sem þurfi mest á stuðningi að halda. Þar að auki myndi skapast svigrúm til þess að örva vaxtargetu hagkerfisins. Þá myndu slíkar launahækkanir gefa tilefni til lægri vaxta en ella.
Verkfall 2016 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira