Þetta eru bestu lög kvöldsins að mati sérfræðinga Eurovísis Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. maí 2015 16:34 Eurovísir fékk til liðs við sig þrjá sérfræðinga í Eurovision úr Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að fara yfir lögin sem keppa í Eurovision í kvöld. Þau Steinunn Björk Bragadóttir, Heiður Maríudóttir og Charles Gittins fóru yfir lögin og gáfu þeirra sérfræðiálit. Við tókum saman það sem hæst bar en hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að ofan. Noregur „Mér finnst þetta frábært lag,“ segir Steinunn og Heiður tekur undir. Charles er ekki alveg jafnhrifinn. „Þetta er ekki La det svinge, sem er það sem ég vil fá frá Noregi. Þetta er smá niðurdrepandi og dapurlegt,“ segir hann. „Ég vil ekki raunveruleikann í Eurovision.“ Hann er þó sammála um gæði lagsins. "Þetta kemst áfram pottþétt."Litháen„Það yrðu mjög leiðinleg úrslit án þessa lags,“ segir Charles. Steinunn segir að flytjendurnir virki vel saman á sviðinu; þau virki raunverulega ástfangin. „Ég held að þetta sé frábært opnunarlag,“ segir Heiður.Ísrael„Þetta er frábært lag,“ segir Charles. Heiður segir að lagið sé í miklu uppáhaldi hjá sér en öll þrjú eru sammála um að lagið sé mjög gott. „Ef þetta lag væri ekki númer níu í röðinni þá væri fólk í alvöru bara farið og búið að slökkva á þessu, þannig að hann bjargar öllu sjóvinu þarna,“ segir hún. Steinunn segir hann svo vera ísraelsku útgáfuna af Friðriki Dór. „Og það er ekkert slæmt við það,“ segir hún.Svíþjóð„Hann flýgur áfram og verður örugglega í topp fimm,“ segir Charles. Steinunn telur þó of stutt síðan Svíar unnu síðast keppnina til að þeir vinni aftur. Hún sé þó viss um að sænska lagið verði ofarlega í úrslitunum. Eurovision Eurovísir Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira
Eurovísir fékk til liðs við sig þrjá sérfræðinga í Eurovision úr Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að fara yfir lögin sem keppa í Eurovision í kvöld. Þau Steinunn Björk Bragadóttir, Heiður Maríudóttir og Charles Gittins fóru yfir lögin og gáfu þeirra sérfræðiálit. Við tókum saman það sem hæst bar en hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að ofan. Noregur „Mér finnst þetta frábært lag,“ segir Steinunn og Heiður tekur undir. Charles er ekki alveg jafnhrifinn. „Þetta er ekki La det svinge, sem er það sem ég vil fá frá Noregi. Þetta er smá niðurdrepandi og dapurlegt,“ segir hann. „Ég vil ekki raunveruleikann í Eurovision.“ Hann er þó sammála um gæði lagsins. "Þetta kemst áfram pottþétt."Litháen„Það yrðu mjög leiðinleg úrslit án þessa lags,“ segir Charles. Steinunn segir að flytjendurnir virki vel saman á sviðinu; þau virki raunverulega ástfangin. „Ég held að þetta sé frábært opnunarlag,“ segir Heiður.Ísrael„Þetta er frábært lag,“ segir Charles. Heiður segir að lagið sé í miklu uppáhaldi hjá sér en öll þrjú eru sammála um að lagið sé mjög gott. „Ef þetta lag væri ekki númer níu í röðinni þá væri fólk í alvöru bara farið og búið að slökkva á þessu, þannig að hann bjargar öllu sjóvinu þarna,“ segir hún. Steinunn segir hann svo vera ísraelsku útgáfuna af Friðriki Dór. „Og það er ekkert slæmt við það,“ segir hún.Svíþjóð„Hann flýgur áfram og verður örugglega í topp fimm,“ segir Charles. Steinunn telur þó of stutt síðan Svíar unnu síðast keppnina til að þeir vinni aftur. Hún sé þó viss um að sænska lagið verði ofarlega í úrslitunum.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira