Nýr Toyota Hilux Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2015 15:50 Toyota Hilux árgerð 2016 og af 8. kynslóð. Toyota hefur birt fyrstu myndir af áttundu kynslóð Toyota Hilux pallbílsins. Þessi bíll er ekki bara vinsæll hér á landi, heldur hefur hann selst í 16 milljón eintökum frá upphafi árið 1968 og það í 180 löndum. Hilux hefur ávallt þótt mikill og ódrepandi vinnuþjarkur og varð einna frægastur fyrir það þegar Top Gear menn gerðu heiðarlega tilraun til að eyðileggja einn gamlan slíkan en gátu það hreinlega ekki. Nýr Hilux er nú ennþá sterkari, stífari, auðveldari í akstri, eyðslugrennri og með íburðarmeiri innréttingu en áður. Hann fær nú nýja 177 hestafla dísilvél með 450 Nm tog. Einnig verður hægt að fá hann með 160 hestafla dísilvél og 164 og 278 hestafla bensínvélum, en ekki er víst að það verði í boði hérlendis. Átta kynslóðir Hilux frá 1968. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Toyota hefur birt fyrstu myndir af áttundu kynslóð Toyota Hilux pallbílsins. Þessi bíll er ekki bara vinsæll hér á landi, heldur hefur hann selst í 16 milljón eintökum frá upphafi árið 1968 og það í 180 löndum. Hilux hefur ávallt þótt mikill og ódrepandi vinnuþjarkur og varð einna frægastur fyrir það þegar Top Gear menn gerðu heiðarlega tilraun til að eyðileggja einn gamlan slíkan en gátu það hreinlega ekki. Nýr Hilux er nú ennþá sterkari, stífari, auðveldari í akstri, eyðslugrennri og með íburðarmeiri innréttingu en áður. Hann fær nú nýja 177 hestafla dísilvél með 450 Nm tog. Einnig verður hægt að fá hann með 160 hestafla dísilvél og 164 og 278 hestafla bensínvélum, en ekki er víst að það verði í boði hérlendis. Átta kynslóðir Hilux frá 1968.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent