Hlutu tæpa milljón í stuttmyndahugmyndakeppni í Cannes Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. maí 2015 15:25 Anna Sæunn, Eva Sigurðardóttir, Þóra Hilmarsdóttir, Snjólaug Lúðvíksdóttir og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir sem mun sjá um búninga og leikmynd. „Við erum náttúrulega í skýjunum,“ segir Anna Sæunn Ólafsdóttir. Hún, ásamt þremur öðrum, stendur að baki undirbúning á stuttmyndinni Frelsun (e. Salvation). Hugmyndin bar sigur úr bítum í keppni sem haldin er úti í Cannes og fær að launum fimmþúsund evrur. Auk Önnu kemur Eva Sigurðardóttir að framleiðslu en Eva á og rekur framleiðslufyrirtækið Askja films. Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifar handritið að myndinni ásamt leikstjóranum Þóru Hilmarsdóttur. Stuttmynd Þóru, Sub Rosa, var til að mynda tilnefnd til Edduverðlauna. „Þú hefur sumsé tvær mínútur til að selja hugmyndina þína. Í kjölfarið var haldin netkosning milli tuttugu hugmynda og efstu fimm hugmyndirnar fóru fyrir sérstaka dómnefnd sem skar úr um sigurvegara,“ segir Anna. Keppnin er haldin samhliða Cannes-hátíðinni af fyrirtæki sem heitir Shorts.TV og sérhæfir sig í stuttmyndum. Aðspurð segir Anna að stefnt sé að því að hefja gerð myndarinnar í vetur en enn sé ekki komin nákvæm tímasetning á það. Hægt er að sjá upptöku af söluræðu Önnu hér að neðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tilnefningar til Eddunnar 2015: París norðursins og Vonarstræti með tólf Edduverðlaunin verða afhend laugardaginn 21.febrúar 2015 3. febrúar 2015 14:15 Drungaleg stikla úr Sub Rosa Íslenska stuttmyndin er komin inn á nokkrar, alþjóðlega hátíðir. 4. júlí 2014 16:15 Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Við erum náttúrulega í skýjunum,“ segir Anna Sæunn Ólafsdóttir. Hún, ásamt þremur öðrum, stendur að baki undirbúning á stuttmyndinni Frelsun (e. Salvation). Hugmyndin bar sigur úr bítum í keppni sem haldin er úti í Cannes og fær að launum fimmþúsund evrur. Auk Önnu kemur Eva Sigurðardóttir að framleiðslu en Eva á og rekur framleiðslufyrirtækið Askja films. Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifar handritið að myndinni ásamt leikstjóranum Þóru Hilmarsdóttur. Stuttmynd Þóru, Sub Rosa, var til að mynda tilnefnd til Edduverðlauna. „Þú hefur sumsé tvær mínútur til að selja hugmyndina þína. Í kjölfarið var haldin netkosning milli tuttugu hugmynda og efstu fimm hugmyndirnar fóru fyrir sérstaka dómnefnd sem skar úr um sigurvegara,“ segir Anna. Keppnin er haldin samhliða Cannes-hátíðinni af fyrirtæki sem heitir Shorts.TV og sérhæfir sig í stuttmyndum. Aðspurð segir Anna að stefnt sé að því að hefja gerð myndarinnar í vetur en enn sé ekki komin nákvæm tímasetning á það. Hægt er að sjá upptöku af söluræðu Önnu hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tilnefningar til Eddunnar 2015: París norðursins og Vonarstræti með tólf Edduverðlaunin verða afhend laugardaginn 21.febrúar 2015 3. febrúar 2015 14:15 Drungaleg stikla úr Sub Rosa Íslenska stuttmyndin er komin inn á nokkrar, alþjóðlega hátíðir. 4. júlí 2014 16:15 Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tilnefningar til Eddunnar 2015: París norðursins og Vonarstræti með tólf Edduverðlaunin verða afhend laugardaginn 21.febrúar 2015 3. febrúar 2015 14:15
Drungaleg stikla úr Sub Rosa Íslenska stuttmyndin er komin inn á nokkrar, alþjóðlega hátíðir. 4. júlí 2014 16:15