Íslands- og bikarmeistarara Stjörnunnar drógust á móti Breiðablik í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins en dregið var í hádeginu.
Stjarnan og Breiðablik var spáð tveimur efstu sætunum í Pepsi-deildinni í sumar og hafa bæði unnið leiki sína í tveimur fyrstu umferðunum.
Það var Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem tók Breiðablik upp úr hattinum en þá voru sjö kúlur enn eftir.
Stjarnan vann Breiðablik 1-0 í undanúrslitum keppninnar í fyrra og fór síðan alla leið og varð bikarmeistari.
Liðin hafa þegar mæst í tveimur úrslitaleikjum á þessu tímabili en Stjarnan hafði betur bæði í úrslitaleik Lengjubikarsins sem og í Meistarakeppni KSÍ.
Það eru tveir aðrir Pepsi-deildar slagir í sextán liða úrslitunum en þar mætast einnig Þróttur- Vlur og KR-Afturelding.
16 liða úrslit Borgunarbikars kvenna:
Þróttur R. - Valur
Þór/KA - ÍA
Fylkir - Haukar
Augnablik - Grindavík
Stjarnan - Breiðablik
KR - Afturelding
ÍBV - HK/Víkingur
Selfoss - Völsungur
Risaslagur hjá stelpunum í sextán liða úrslitunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn





Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn