„Þetta er fullkomin valdníðsla“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2015 15:00 Hluti níumenninganna svokölluðu. Vísir/GVA Níumenningarnir úr Gálgahrauni segja forsögu mótmælanna 21. október 2013 fara fram á sýknu í Hæstarétti. Ákæruvaldið segir aðgerðir lögreglunnar þann dag hafa verið nauðsynlegar og að lögreglan hefði ekki farið fram að offorsi. Verjendi níumenninganna segir aðgerðir lögreglu hins vegar hafa verið ólöglegar. Málflutningur dómsmálsins vegna mótmælanna í Gálgahrauni fór fram í Hæstarétti í morgun. Áður höfðu þau Gunnsteinn Ólafsson, Kristinn Guðmundsson, Viktoría Áskelsdóttir, Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Anna María Lind Geirsdóttir og Tinna Þorvaldsdóttir verið dæmd til að greiða 100 þúsund krónur í sekt og 150 þúsund krónur í sakarkostnað. Sjá einnig: Níumenningarnir í Gálgahrauni dæmdir til sektargreiðslu.Daði Kristjánsson, saksóknari.Vísir/GVANímenningarnir voru sakfelldir fyrir að brjóta gegn 19. grein lögreglulaga, en samkvæmt ákvæðinu er fólki skylt að hlýða fyrirmælum lögreglu.Aðgerðir lögreglunnar sagðar nauðsynlegar Daði Kristjánsson, saksóknari, rifjaði í fyrstu upp feril málsins í héraðsdómi. Þá sagði hann að þörf hefði verið á lögreglunni þennan dag. Hann sagði að mótmælendur hefðu ekki virt lokanir og vera þeirra hefði myndað slysahættu og truflað þá vinnu sem fór fram í Gálgahrauni þann dag. Hann sagði að lögreglan hefði ekki farið fram af offorsi og það hefði ekki verið markmiðið að brjóta á fólki til að koma fram einhverjum skoðunum. Þau níu sem voru ákærð voru handtekin tvisvar sinnum þennan dag og Daði sagði málið snúa að seinni handtökunni. Sjá einnig: Segja valdbeitingu lögreglu tilefni til vægari refsingaFara fram á sýknun Níumenningarnir fara fram á sýknun eða mildustu mögulegu refsingu. Skúli Bjarnason, hæstaréttarlögmaður, sagði málsvörn þeirra byggja á að aðgerðir lögreglunnar hefðu verið ólöglegar. Hann sagði að þarna hefði ekki verið að tryggja eðlilega vegagerð, heldur hefði þriggja kílómetra langt hraun verið eyðilagt á einum degi.Skúli Bjarnason, verjandi níumenninganna.Vísir/GVASkúli sagði að þarna hefði verið framkvæmd handtaka á prúðum borgurum sem jafnvel væru komin á áttræðisaldur. Þau hefðu svo verið nauðflutt í gegnum tvö sveitarfélög og lokuð inni í fangaklefum. Hann sagði myndir af vettvangi sýna svartan vegg lögreglumanna og sagði að þar hefðu verið 60 lögreglumenn á móti 15 mótmælendum. „Er þetta eðlilegt í réttarríki?“ sagði Skúli. „Þetta er fullkomin valdníðsla.“ Sjá einnig: „Þetta var einfaldlega líkamleg árás“„Stormsveit lögreglunnar“ Skúli sýndi einnig mynd af veginum eins og hann á að vera þegar framkvæmdum er lokið. Með kaldhæðnistón sagði hann að þetta væri það sem bráðnauðsynlegt hefði verið að reisa fyrir þá tvö þúsund íbúa sem ættu heima á Álftarnesi. Þá sagði hann að tvö dómsmál hefðu verið í gangi til að skera úr um lögmæti framkvæmdanna í Gálgahrauni þegar mótmælin áttu sér stað 21. október 2013. „Það voru tvö alvöru dómsmál í gangi þegar 60 manna stormsveit lögreglunnar var sigað á þetta fólk.“ Sjá einnig: Fannst mjög ógnandi að líf sitt og fjör væri í höndum krakka Skúli sagði að lögreglan hefði átt að tala við báða aðila og leita sátta. Að lögreglan hefði ekki átt að gera „stórkallalega leiftursókn“ sem hefði komið öllum að óvörum. Hann sagði að í fyrstu, þegar borðum og keilum til merkis um bannsvæði, hefði verið verið komið fyrir í kringum mótmælendur. Svo hafi borðar verið strengdir í kringum þau og lögreglan hefði gert ógnandi atlögu að þeim og handtekið. Skúli sagði að þau hefðu ekki tök á því að bregðast við. Sjá einnig: Segir borðann hafa verið strengdan í kringum sigFrá Hæstarétti í morgun.Vísir/GVAFordæmalaust mál Þar að auki sagði Skúli að nú stæðu yfir fimm bótamál, þar sem mótmælendur frá Gálgahrauni hafi höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og meðferð. Hann sagði að hugsanlega væri tilefni til að Hæstiréttur myndi fresta ákvörðun refsinga þar til búið væri að útkljá þau dómsmál. Að lokum sagði Skúli að mál þetta væri fordæmalaust hér á Íslandi og það hefði fordæmi varðandi valdbeitingu lögreglunnar til framtíðar. „Einhverjir myndu nú segja að það væri gott að setja þeim mörk,“ sagði Skúli og rifjaði þar að auki upp atvik frá síðustu helgi þar sem lögreglumaður skipaði Halldóri Bragasyni að taka ekki myndband af sér. Sjá einnig: Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Hann sagði 19. grein lögreglulaga ekki vera algilda. Hún hljóðar svo: Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri. „Ef að lögregluþjónn segir okkur að stökkva fyrir björg? Eigum við þá að gera það?“Níu mál tekin fyrir í einu Ræður þeirra Daða og Skúla fjölluðu um mál Önnu Maríu Lind Geirsdóttur, nr. 812-2014. Þegar því var lokið þurfti að ganga frá átta málum til viðbótar. Ritari dómsins las upp upplýsingar um næsta mál og saksóknari fékk orðið. Daði stóð upp og sagði: „Ég vísa til málflutnings í máli 812-2014. Geri sömu kröfur og legg málið fyrir dóm.“ Þá stóð Skúli upp og sagði í megin dráttum það sama. Þetta þurfti að gera alls átta sinnum og tók það líklega um tíu mínútur til korter. Tengdar fréttir Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49 Tónleikar til styrktar níumenningunum Haldnir verða tónleikar í Háskólabíói á miðvikudag til styrktar níumenningunum sem á dögunum fengu dóm í Gálgahraunsmálinu. 27. október 2014 17:31 Hagsmunir Hraunavina horfnir Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá. 3. mars 2014 15:07 Samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi Þriðjudaginn 21. október kl 17.00 verður samstöðufundur náttúruverndarsinna og mótmælenda á Íslandi haldinn við Garðastekk við Álftanesveg undir nafninu Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi. 16. október 2014 16:20 Kefjast þess að lögreglan afhendi öll gögn í Gálgahraunsmálinu Kefjast upplýsinga um hvort tekin hafi verið saman skýrsla vegna lögregluaðgerðanna sem fram fóru í Gálgahrauni hinn 21. október 2013. 31. október 2014 13:41 Níumenningarnir í Gálgahrauni dæmdir til sektargreiðslu Hverjum og einum var gert að greiða hundrað þúsund krónu sekt innan fjögurra vikna, eða fara í fangelsi í átta daga. 9. október 2014 13:44 Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins Telja kærendur að brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. 13. október 2014 08:54 Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32 "Augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka" Níu manns hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn. 25. janúar 2014 13:30 „Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Níumenningarnir úr Gálgahrauni segja forsögu mótmælanna 21. október 2013 fara fram á sýknu í Hæstarétti. Ákæruvaldið segir aðgerðir lögreglunnar þann dag hafa verið nauðsynlegar og að lögreglan hefði ekki farið fram að offorsi. Verjendi níumenninganna segir aðgerðir lögreglu hins vegar hafa verið ólöglegar. Málflutningur dómsmálsins vegna mótmælanna í Gálgahrauni fór fram í Hæstarétti í morgun. Áður höfðu þau Gunnsteinn Ólafsson, Kristinn Guðmundsson, Viktoría Áskelsdóttir, Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Anna María Lind Geirsdóttir og Tinna Þorvaldsdóttir verið dæmd til að greiða 100 þúsund krónur í sekt og 150 þúsund krónur í sakarkostnað. Sjá einnig: Níumenningarnir í Gálgahrauni dæmdir til sektargreiðslu.Daði Kristjánsson, saksóknari.Vísir/GVANímenningarnir voru sakfelldir fyrir að brjóta gegn 19. grein lögreglulaga, en samkvæmt ákvæðinu er fólki skylt að hlýða fyrirmælum lögreglu.Aðgerðir lögreglunnar sagðar nauðsynlegar Daði Kristjánsson, saksóknari, rifjaði í fyrstu upp feril málsins í héraðsdómi. Þá sagði hann að þörf hefði verið á lögreglunni þennan dag. Hann sagði að mótmælendur hefðu ekki virt lokanir og vera þeirra hefði myndað slysahættu og truflað þá vinnu sem fór fram í Gálgahrauni þann dag. Hann sagði að lögreglan hefði ekki farið fram af offorsi og það hefði ekki verið markmiðið að brjóta á fólki til að koma fram einhverjum skoðunum. Þau níu sem voru ákærð voru handtekin tvisvar sinnum þennan dag og Daði sagði málið snúa að seinni handtökunni. Sjá einnig: Segja valdbeitingu lögreglu tilefni til vægari refsingaFara fram á sýknun Níumenningarnir fara fram á sýknun eða mildustu mögulegu refsingu. Skúli Bjarnason, hæstaréttarlögmaður, sagði málsvörn þeirra byggja á að aðgerðir lögreglunnar hefðu verið ólöglegar. Hann sagði að þarna hefði ekki verið að tryggja eðlilega vegagerð, heldur hefði þriggja kílómetra langt hraun verið eyðilagt á einum degi.Skúli Bjarnason, verjandi níumenninganna.Vísir/GVASkúli sagði að þarna hefði verið framkvæmd handtaka á prúðum borgurum sem jafnvel væru komin á áttræðisaldur. Þau hefðu svo verið nauðflutt í gegnum tvö sveitarfélög og lokuð inni í fangaklefum. Hann sagði myndir af vettvangi sýna svartan vegg lögreglumanna og sagði að þar hefðu verið 60 lögreglumenn á móti 15 mótmælendum. „Er þetta eðlilegt í réttarríki?“ sagði Skúli. „Þetta er fullkomin valdníðsla.“ Sjá einnig: „Þetta var einfaldlega líkamleg árás“„Stormsveit lögreglunnar“ Skúli sýndi einnig mynd af veginum eins og hann á að vera þegar framkvæmdum er lokið. Með kaldhæðnistón sagði hann að þetta væri það sem bráðnauðsynlegt hefði verið að reisa fyrir þá tvö þúsund íbúa sem ættu heima á Álftarnesi. Þá sagði hann að tvö dómsmál hefðu verið í gangi til að skera úr um lögmæti framkvæmdanna í Gálgahrauni þegar mótmælin áttu sér stað 21. október 2013. „Það voru tvö alvöru dómsmál í gangi þegar 60 manna stormsveit lögreglunnar var sigað á þetta fólk.“ Sjá einnig: Fannst mjög ógnandi að líf sitt og fjör væri í höndum krakka Skúli sagði að lögreglan hefði átt að tala við báða aðila og leita sátta. Að lögreglan hefði ekki átt að gera „stórkallalega leiftursókn“ sem hefði komið öllum að óvörum. Hann sagði að í fyrstu, þegar borðum og keilum til merkis um bannsvæði, hefði verið verið komið fyrir í kringum mótmælendur. Svo hafi borðar verið strengdir í kringum þau og lögreglan hefði gert ógnandi atlögu að þeim og handtekið. Skúli sagði að þau hefðu ekki tök á því að bregðast við. Sjá einnig: Segir borðann hafa verið strengdan í kringum sigFrá Hæstarétti í morgun.Vísir/GVAFordæmalaust mál Þar að auki sagði Skúli að nú stæðu yfir fimm bótamál, þar sem mótmælendur frá Gálgahrauni hafi höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og meðferð. Hann sagði að hugsanlega væri tilefni til að Hæstiréttur myndi fresta ákvörðun refsinga þar til búið væri að útkljá þau dómsmál. Að lokum sagði Skúli að mál þetta væri fordæmalaust hér á Íslandi og það hefði fordæmi varðandi valdbeitingu lögreglunnar til framtíðar. „Einhverjir myndu nú segja að það væri gott að setja þeim mörk,“ sagði Skúli og rifjaði þar að auki upp atvik frá síðustu helgi þar sem lögreglumaður skipaði Halldóri Bragasyni að taka ekki myndband af sér. Sjá einnig: Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Hann sagði 19. grein lögreglulaga ekki vera algilda. Hún hljóðar svo: Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri. „Ef að lögregluþjónn segir okkur að stökkva fyrir björg? Eigum við þá að gera það?“Níu mál tekin fyrir í einu Ræður þeirra Daða og Skúla fjölluðu um mál Önnu Maríu Lind Geirsdóttur, nr. 812-2014. Þegar því var lokið þurfti að ganga frá átta málum til viðbótar. Ritari dómsins las upp upplýsingar um næsta mál og saksóknari fékk orðið. Daði stóð upp og sagði: „Ég vísa til málflutnings í máli 812-2014. Geri sömu kröfur og legg málið fyrir dóm.“ Þá stóð Skúli upp og sagði í megin dráttum það sama. Þetta þurfti að gera alls átta sinnum og tók það líklega um tíu mínútur til korter.
Tengdar fréttir Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49 Tónleikar til styrktar níumenningunum Haldnir verða tónleikar í Háskólabíói á miðvikudag til styrktar níumenningunum sem á dögunum fengu dóm í Gálgahraunsmálinu. 27. október 2014 17:31 Hagsmunir Hraunavina horfnir Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá. 3. mars 2014 15:07 Samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi Þriðjudaginn 21. október kl 17.00 verður samstöðufundur náttúruverndarsinna og mótmælenda á Íslandi haldinn við Garðastekk við Álftanesveg undir nafninu Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi. 16. október 2014 16:20 Kefjast þess að lögreglan afhendi öll gögn í Gálgahraunsmálinu Kefjast upplýsinga um hvort tekin hafi verið saman skýrsla vegna lögregluaðgerðanna sem fram fóru í Gálgahrauni hinn 21. október 2013. 31. október 2014 13:41 Níumenningarnir í Gálgahrauni dæmdir til sektargreiðslu Hverjum og einum var gert að greiða hundrað þúsund krónu sekt innan fjögurra vikna, eða fara í fangelsi í átta daga. 9. október 2014 13:44 Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins Telja kærendur að brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. 13. október 2014 08:54 Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32 "Augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka" Níu manns hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn. 25. janúar 2014 13:30 „Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Málsmeðferð í Gálgahraunsmáli í samræmi við lög "Lögin gera nú bara beinlínis ráð fyrir því að lögreglustjórar sem fara með rannsókn mála fari jafnframt með ákæruvald í þeim,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. janúar 2014 14:49
Tónleikar til styrktar níumenningunum Haldnir verða tónleikar í Háskólabíói á miðvikudag til styrktar níumenningunum sem á dögunum fengu dóm í Gálgahraunsmálinu. 27. október 2014 17:31
Hagsmunir Hraunavina horfnir Mál Hraunavina og ferna annarra náttúruverndarsamtaka gegn Vegagerðinni vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg í Gálgahrauni, hefur verið vísað frá. 3. mars 2014 15:07
Samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi Þriðjudaginn 21. október kl 17.00 verður samstöðufundur náttúruverndarsinna og mótmælenda á Íslandi haldinn við Garðastekk við Álftanesveg undir nafninu Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi. 16. október 2014 16:20
Kefjast þess að lögreglan afhendi öll gögn í Gálgahraunsmálinu Kefjast upplýsinga um hvort tekin hafi verið saman skýrsla vegna lögregluaðgerðanna sem fram fóru í Gálgahrauni hinn 21. október 2013. 31. október 2014 13:41
Níumenningarnir í Gálgahrauni dæmdir til sektargreiðslu Hverjum og einum var gert að greiða hundrað þúsund krónu sekt innan fjögurra vikna, eða fara í fangelsi í átta daga. 9. október 2014 13:44
Gálgahraun til Mannréttindadómstólsins Telja kærendur að brotið á rétti Hraunavina til raunhæfra úrræða fyrir dómstólum og réttlátrar málsmeðferðar fyrir hönd félagsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. 13. október 2014 08:54
Hraunavinir fá ekki álit EFTA dómstólsins Hæstiréttur hefur hafnað beiðni ýmissa samtaka sem hafa mótmælt vegaframkvæmdum í Gálgahrauni um álit EFTA dómstólsins. 26. febrúar 2014 17:32
"Augljóst dæmi um óhóflegar aðgerðir og valdahroka" Níu manns hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Gálgahrauni þann 21. október síðastliðinn. 25. janúar 2014 13:30
„Ég slapp því ég er stór og þungur en konan var ákærð því hún er léttari" Hjón úr Hafnarfirði voru handtekin við mótmæli í Gálgahrauni í október. Konan var ákærð í málinu en maðurinn slapp, því lögreglumenn gáfust upp að bera hann inn í lögreglubíl. 28. apríl 2014 13:17