Innlent

Flugvél í sjóinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vélin fór í sjóinn rétt við flugvöllinn á Hornafirði.
Vélin fór í sjóinn rétt við flugvöllinn á Hornafirði. visir/Björgunarfélag Hornafjarðar
Fjarstýrð flugvél hafnaði í sjónum við flugbrautina á Hornafirði í kvöld. Björgunarfélag Hornarfjarðar var kallað á svæðið og komu meðlimir sveitarinnar vélinni á land.

Jens Olsen, björgunarsveitarmaður í Björgunarfélagi Hornafjarðar, segir í samtali við RÚV að vélin sé í eigu erlends fyrirtækis sem sé að prófa vélina hér á landi.

Vélin mun vera um átta metrar að lengd og líkist því mjög venjulegri flugvél. Golfarar við Silfurnesvöllinn urðu vitni að atvikinu og tilkynntu þeir það strax til Neyðarlínunnar. 

Útkall í gangi! Þau eru misjöfn eins og þau eru mörg verkefnin.

Posted by Björgunarfélag Hornafjarðar on 20. maí 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×