Lífið

Fylgstu með dómararennslinu: „Krakkarnir eru ekkert stressaðir“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mynd af hópnum frá því í dag.
Mynd af hópnum frá því í dag. Eurovision
Dómararennsli fyrir seinni undankeppni Eurovision í ár er hafið. María Ólafsdóttir stígur á svið innan skamms fyrir Íslands hönd en hún fór út með lagið Unbroken sem ætti að vera öllum Íslendingum vel kunnugt.

Vísir í samvinnu við Watchbox fylgist grannt með fulltrúum okkar í Vín en í Watchbox og Snapchat-færslum sem birtist hér að neðan má sjá nýjustu færslur frá krökkunum okkar þar sem þau eru stödd í græna herberginu.

Meðal annars má sjá Friðrik Dór með maskara, Ásgeir Orra vel farðaðan og Maríu Ólafs koma veifandi inn á sviðið þegar Ísland var kynnt til leiks. Þau eru dugleg að setja inn nýjar færslur á Snapchat sem sjá má hér að neðan.

„Krakkarnir eru ekkert stressaðir,“ segir Pálmi Ragnar Ásgeirsson, einn höfunda Unbroken í myndbandi hér að neðan. Hann bendir á að þau hafi neglt æfingu sem var fyrr í dag og hefur mikla trú á hópnum.

Smellið á skjáinn til að sjá næstu færslu Watchbox.





Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.

Tengdar fréttir

Sleppa sér í stuðinu í Eurovision hot-jóga

Sólir jógasetur heldur fyrsta pop-up jógatímann á laugardag. Þar verður þemað Eurovision og í tímanum eingöngu spiluð Eurovision-tónlist af öllu tagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.