Lögreglumenn óánægðir með afsökunarbeiðni lögreglu til Halldórs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2015 21:00 Málinu er lokið að frátöldu því leyti að sumir lögreglumenn eru ekki sáttir við afsökunarbeiðnina sem gefin var út. Vísir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir talsverðan urg á meðal lögreglumanna. Ástæðan er afsökunarbeiðni til tónlistarmannsins Halldórs Bragasonar sem tók upp myndbönd af rútu í vandræðum í Þingholtunum og afskiptum sínum við ónafngreindan lögreglumann.Halldór birti fyrsta myndbandið aðfaranótt sunnudags þar sem sjá mátti rútubílstjóra að reyna að bakka rútu úr Þingholtsstræti niður Amtmannsstíg. Skemmst er frá að segja að það tókst ekki og þurfti að endingu að bakka rútunni allt Þingholtsstrætið suður að Laufásvegi. Framkvæmdastjóri Hópbílaleigu Akureyrar sagði að um óreyndan bílstjóra hefði verið að ræða. „Þetta gerist vonandi ekki aftur, alla vega ekki hjá þessum manni. Hann er óreyndur og fylgdi farastjóranum í blindni," sagði Ingi Rúnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar, í samtali við RÚV. Fram hefur komið að lögregla getur ekkert aðhafst vegna aksturs hópbifreiða í íbúðahverfum en borgin getur þó sett reglur með samþykki lögreglustjóra. Borgarstjóri telur enga spurning um að grípa þurfi til aðgerða. „Ég mun taka þetta mál upp á næsta reglulega fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um næstu mánaðamót og á von á góðu samstarfi,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í gær.Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar samþykkti í janúar í fyrra að mælast til þess að hópferðarbílar lengri en átta metrar keyrðu ekki um götur í Þingholtunum og miðborginni. Kortið að ofan sýnir umrætt svæði og þær götur sem mælst er til að bílarnir aki.Báðu Halldór afsökunar Halldór var mjög ósáttur við framkomu lögreglumanns sem bar að garði. Halldór var að mynda rútuna í vandræðum sínum, í þeim tilgangi að sína fram á það ónæði sem íbúar í Þingholtunum verði af rútum, þegar lögregla bað hann um að hætta upptöku. Benti Halldór á að hann væri á sinni eigin eign og skiptust þeir á skoðunum. Töluverð umræða skapaðist í kjölfarið um framkomu lögreglumannsins sem sagði Halldóri ekki heimilt að mynda sig. Á mánudeginum sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu þar sem Halldór var beðinn afsökunar. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill biðjast afsökunar vegna atviksins. Ekkert í lögum bannar almenningi að taka upp vinnu lögreglu á almannafæri. Rætt hefur verið við málsaðila og afsökunarbeiðni komið áleiðis og telst málinu því lokið.“ Halldór þakkaði lögreglu fyrir afsökunarbeiðnina í samtali við Vísi.Urgur innan lögreglu Málinu virðist hins vegar ekki lokið að því leytinu til að lögreglumenn eru allt annað en sáttir við þá ákvörðun yfirmanna sinna að biðja Halldór afsökunar. Í máli Snorra kemur fram að urgur sé meðal þeirra. Aðspurður hvort lögreglumenn skiptist í fylkingar vegna málsins viðurkennir hann að svo sé. Hvort fylkingarnar skiptist alveg jafnt skuli ósagt látið. „Mér skilst að lögreglumaður hafi verið búinn að gefa ákveðin fyrirmæli um að vera ekki að taka af honum myndir sem hann fer ekki eftir,“ sagði Snorri í Reykjavík Síðdegis. „Allavega er óánægja með það, virðist vera, að embættið virðist vera að biðjast afsökunar á vinnu þessa tiltekna lögreglumanns á vettvangi.“Sjá einnig:Lögreglumaður fær fangelsisdóm vegna harkalegrar handtöku Snorri telur að reglur þurfi að vera afar skýrar og afdráttarlausar í þessum efnum til að koma í veg fyrir leiðindi og óþarfa fréttaflutning. „Það er ljóst að lögregla getur illa við það búið, og lögreglumenn almennt, að verið sé að taka myndir af þeim þannig að þeir þekkist persónulega í verkefnum sínum sem verið er að vinna fyrir ríkisvaldið,“ segir Snorri. Erfitt sé við þetta að eiga en svona sé veruleikinn. „Það eru símar úti um allt, myndavélar úti um allt og erfitt að komast hjá því þegar byrjað er að mynda á annað borð,“ segir Snorri. Hann minnir á að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.Mörg dæmi þess að upptökur hjálpi lögreglu Aðspurður hvort myndatökur komi ekki oft til hjálpar í málum er varði lögreglu minnir Snorri á að sérstakur búnaður sé í lögreglubílum sem myndi samskipti bæði innan og utan. Þannig búnaður sé einnig kominn inn á flestar lögreglustöðvar. Því sé öryggissjónarmiðið að hluta hárrétt. Hann átti sig hins vegar illa á þessu tiltekna máli um liðna helgi. „Einhver rúta að keyra sem passar illa inn í götu. Hvað viðkomandi var að mynda? Ég átta mig ekki á því. Hvaða hlutverk persóna lögreglumannsins skipti í því? Ég átta mig enn síður á því.“ Snorri var spurður að því hvort upptökur almennings hjálpuðu lögreglunni við að leysa mál sem upp koma. „Já, það eru mörg þekkt dæmi þess. Það eru líka mörg þekkt dæmi þess að einstaklingar hafa farið út fyrir þessi strik sem að persónuverndalög og ákvæði kveða á um varðandi myndbirtingar og fréttir fluttar af slíku.“ „Jú, það er vissulega rétt að svona upptökur hafa aðstoðað lögreglu við uppljóstrun mála, mjög alvarlegra mála líka, þannig að þetta er nauðsynlegur þáttur að einhverju leyti en fólk verður að kunna með hann að fara,“ segri Snorri. Fólk verði þó að átta sig á tilgangnum. „Það fylgir þessu mikil ábyrgð og ekki allir sem kunna með slíka ábyrgð að fara.“Meta hvert tilvik fyrir sig Alma Tryggvadóttir, settur forstjóri Persónuverndar, segir engin sérstök ákvæði að finna í persónuverndarlögum og -reglum sem fjalli á beinan hátt um hvort og þá hvenær myndbandsupptaka eða birting myndefnis sé heimil. Almennar reglur persónuverndarlaga gildi í því tilfelli þegar fólk sé greinanlegt. „Það þarf að meta hvert tilvik sjálfstætt og í heild sinni út frá gildi umfjöllunar, eðli upplýsinga og stöðu þess sem í hlut á og samhengi umhverfis þar sem tekið er upp og birt.“ Alma segir svigrúmið almennt séð talsvert þegar komi að upptöku almennra þjóðlífsmynd, á almennum viðburðum og á almannafæri. Hlutirnir breytist hins vegar þegar upptakan er farin að sýna tiltekinn einstakling sérstaklega. „Ég tala ekki um ef þær sýna einstakling við viðkvæmar aðstæður,“ segir Alma. Þá geti verið að upptaka og birting sé aðeins heimil á grundvelli samþykkis viðkomandi.Alma Tryggvadóttir, settur forstjóri Persónuverndar.Starfsstétt skiptir ekki máli Alma tekur sem dæmi að sé maður á gangi niður Laugaveginn og rjúki framhjá myndaupptöku þá geti verið erfitt að banna birtingu þess efnis sé viðkomandi ekki aðalmyndefni. „Það er ekki fortakslaust ákvæði að einstaklingur geti bannað hvers kyns upptökur af sér.“ Aðspurð hvort máli skipti í hvaða starfstétt viðkomandi er, eins og lögreglumaður í þessu tilfelli, segir hún svo ekki vera. Bendir hún á að lögreglan hafi sjálf útskýrt málið á Facebook-síðu sinni. Hvað hlutverk fjölmiðla varðar tekur Alma dæmi. Ljósmyndarar og tökumenn taki reglulega myndir á almennum vettvangi, t.d. af gatnagerðastarfsmönnum við störf og þyki eðlilegt. Standi einhver yfir viðkomandi starfsmönnum í lengri tíma í allt öðrum tilgangi þá má spyrja þeirrar spurningar hvort upptakan sé sanngjörn og málefnaleg eins og persónuverndarlög geri kröfu um. Þá bætir Alma við að um tvær vinnsluaðgerðir sé að ræða. Annars vegar upptökuna og hins vegar birtingu myndefnis. „Ef þú ætlar að vinna með persónuupplýsingar þarftu að hafa heimild fyrir hvoru tveggja,“ segir Alma. Ólíkt sé ef myndefnið er til einkanota og til birtingar opinberlega. „Þá koma persónuverndarlögin inn og þú gætir þurft heimild fyrir slíkri birtingu.“ Tengdar fréttir Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Borgarstjóri ætlar að grípa til aðgerða vegna rútuvandamáls í miðbænum Borgarstjóri og formaður umhverfis- og skipulagsnefndar segja að setja verði skýrari og aðgengilegri reglur um akstur hópbifreiða um götur miðbæjarins. 19. maí 2015 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir talsverðan urg á meðal lögreglumanna. Ástæðan er afsökunarbeiðni til tónlistarmannsins Halldórs Bragasonar sem tók upp myndbönd af rútu í vandræðum í Þingholtunum og afskiptum sínum við ónafngreindan lögreglumann.Halldór birti fyrsta myndbandið aðfaranótt sunnudags þar sem sjá mátti rútubílstjóra að reyna að bakka rútu úr Þingholtsstræti niður Amtmannsstíg. Skemmst er frá að segja að það tókst ekki og þurfti að endingu að bakka rútunni allt Þingholtsstrætið suður að Laufásvegi. Framkvæmdastjóri Hópbílaleigu Akureyrar sagði að um óreyndan bílstjóra hefði verið að ræða. „Þetta gerist vonandi ekki aftur, alla vega ekki hjá þessum manni. Hann er óreyndur og fylgdi farastjóranum í blindni," sagði Ingi Rúnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar, í samtali við RÚV. Fram hefur komið að lögregla getur ekkert aðhafst vegna aksturs hópbifreiða í íbúðahverfum en borgin getur þó sett reglur með samþykki lögreglustjóra. Borgarstjóri telur enga spurning um að grípa þurfi til aðgerða. „Ég mun taka þetta mál upp á næsta reglulega fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um næstu mánaðamót og á von á góðu samstarfi,“ sagði Dagur við Fréttablaðið í gær.Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar samþykkti í janúar í fyrra að mælast til þess að hópferðarbílar lengri en átta metrar keyrðu ekki um götur í Þingholtunum og miðborginni. Kortið að ofan sýnir umrætt svæði og þær götur sem mælst er til að bílarnir aki.Báðu Halldór afsökunar Halldór var mjög ósáttur við framkomu lögreglumanns sem bar að garði. Halldór var að mynda rútuna í vandræðum sínum, í þeim tilgangi að sína fram á það ónæði sem íbúar í Þingholtunum verði af rútum, þegar lögregla bað hann um að hætta upptöku. Benti Halldór á að hann væri á sinni eigin eign og skiptust þeir á skoðunum. Töluverð umræða skapaðist í kjölfarið um framkomu lögreglumannsins sem sagði Halldóri ekki heimilt að mynda sig. Á mánudeginum sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu þar sem Halldór var beðinn afsökunar. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill biðjast afsökunar vegna atviksins. Ekkert í lögum bannar almenningi að taka upp vinnu lögreglu á almannafæri. Rætt hefur verið við málsaðila og afsökunarbeiðni komið áleiðis og telst málinu því lokið.“ Halldór þakkaði lögreglu fyrir afsökunarbeiðnina í samtali við Vísi.Urgur innan lögreglu Málinu virðist hins vegar ekki lokið að því leytinu til að lögreglumenn eru allt annað en sáttir við þá ákvörðun yfirmanna sinna að biðja Halldór afsökunar. Í máli Snorra kemur fram að urgur sé meðal þeirra. Aðspurður hvort lögreglumenn skiptist í fylkingar vegna málsins viðurkennir hann að svo sé. Hvort fylkingarnar skiptist alveg jafnt skuli ósagt látið. „Mér skilst að lögreglumaður hafi verið búinn að gefa ákveðin fyrirmæli um að vera ekki að taka af honum myndir sem hann fer ekki eftir,“ sagði Snorri í Reykjavík Síðdegis. „Allavega er óánægja með það, virðist vera, að embættið virðist vera að biðjast afsökunar á vinnu þessa tiltekna lögreglumanns á vettvangi.“Sjá einnig:Lögreglumaður fær fangelsisdóm vegna harkalegrar handtöku Snorri telur að reglur þurfi að vera afar skýrar og afdráttarlausar í þessum efnum til að koma í veg fyrir leiðindi og óþarfa fréttaflutning. „Það er ljóst að lögregla getur illa við það búið, og lögreglumenn almennt, að verið sé að taka myndir af þeim þannig að þeir þekkist persónulega í verkefnum sínum sem verið er að vinna fyrir ríkisvaldið,“ segir Snorri. Erfitt sé við þetta að eiga en svona sé veruleikinn. „Það eru símar úti um allt, myndavélar úti um allt og erfitt að komast hjá því þegar byrjað er að mynda á annað borð,“ segir Snorri. Hann minnir á að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.Mörg dæmi þess að upptökur hjálpi lögreglu Aðspurður hvort myndatökur komi ekki oft til hjálpar í málum er varði lögreglu minnir Snorri á að sérstakur búnaður sé í lögreglubílum sem myndi samskipti bæði innan og utan. Þannig búnaður sé einnig kominn inn á flestar lögreglustöðvar. Því sé öryggissjónarmiðið að hluta hárrétt. Hann átti sig hins vegar illa á þessu tiltekna máli um liðna helgi. „Einhver rúta að keyra sem passar illa inn í götu. Hvað viðkomandi var að mynda? Ég átta mig ekki á því. Hvaða hlutverk persóna lögreglumannsins skipti í því? Ég átta mig enn síður á því.“ Snorri var spurður að því hvort upptökur almennings hjálpuðu lögreglunni við að leysa mál sem upp koma. „Já, það eru mörg þekkt dæmi þess. Það eru líka mörg þekkt dæmi þess að einstaklingar hafa farið út fyrir þessi strik sem að persónuverndalög og ákvæði kveða á um varðandi myndbirtingar og fréttir fluttar af slíku.“ „Jú, það er vissulega rétt að svona upptökur hafa aðstoðað lögreglu við uppljóstrun mála, mjög alvarlegra mála líka, þannig að þetta er nauðsynlegur þáttur að einhverju leyti en fólk verður að kunna með hann að fara,“ segri Snorri. Fólk verði þó að átta sig á tilgangnum. „Það fylgir þessu mikil ábyrgð og ekki allir sem kunna með slíka ábyrgð að fara.“Meta hvert tilvik fyrir sig Alma Tryggvadóttir, settur forstjóri Persónuverndar, segir engin sérstök ákvæði að finna í persónuverndarlögum og -reglum sem fjalli á beinan hátt um hvort og þá hvenær myndbandsupptaka eða birting myndefnis sé heimil. Almennar reglur persónuverndarlaga gildi í því tilfelli þegar fólk sé greinanlegt. „Það þarf að meta hvert tilvik sjálfstætt og í heild sinni út frá gildi umfjöllunar, eðli upplýsinga og stöðu þess sem í hlut á og samhengi umhverfis þar sem tekið er upp og birt.“ Alma segir svigrúmið almennt séð talsvert þegar komi að upptöku almennra þjóðlífsmynd, á almennum viðburðum og á almannafæri. Hlutirnir breytist hins vegar þegar upptakan er farin að sýna tiltekinn einstakling sérstaklega. „Ég tala ekki um ef þær sýna einstakling við viðkvæmar aðstæður,“ segir Alma. Þá geti verið að upptaka og birting sé aðeins heimil á grundvelli samþykkis viðkomandi.Alma Tryggvadóttir, settur forstjóri Persónuverndar.Starfsstétt skiptir ekki máli Alma tekur sem dæmi að sé maður á gangi niður Laugaveginn og rjúki framhjá myndaupptöku þá geti verið erfitt að banna birtingu þess efnis sé viðkomandi ekki aðalmyndefni. „Það er ekki fortakslaust ákvæði að einstaklingur geti bannað hvers kyns upptökur af sér.“ Aðspurð hvort máli skipti í hvaða starfstétt viðkomandi er, eins og lögreglumaður í þessu tilfelli, segir hún svo ekki vera. Bendir hún á að lögreglan hafi sjálf útskýrt málið á Facebook-síðu sinni. Hvað hlutverk fjölmiðla varðar tekur Alma dæmi. Ljósmyndarar og tökumenn taki reglulega myndir á almennum vettvangi, t.d. af gatnagerðastarfsmönnum við störf og þyki eðlilegt. Standi einhver yfir viðkomandi starfsmönnum í lengri tíma í allt öðrum tilgangi þá má spyrja þeirrar spurningar hvort upptakan sé sanngjörn og málefnaleg eins og persónuverndarlög geri kröfu um. Þá bætir Alma við að um tvær vinnsluaðgerðir sé að ræða. Annars vegar upptökuna og hins vegar birtingu myndefnis. „Ef þú ætlar að vinna með persónuupplýsingar þarftu að hafa heimild fyrir hvoru tveggja,“ segir Alma. Ólíkt sé ef myndefnið er til einkanota og til birtingar opinberlega. „Þá koma persónuverndarlögin inn og þú gætir þurft heimild fyrir slíkri birtingu.“
Tengdar fréttir Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Borgarstjóri ætlar að grípa til aðgerða vegna rútuvandamáls í miðbænum Borgarstjóri og formaður umhverfis- og skipulagsnefndar segja að setja verði skýrari og aðgengilegri reglur um akstur hópbifreiða um götur miðbæjarins. 19. maí 2015 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01
Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57
Borgarstjóri ætlar að grípa til aðgerða vegna rútuvandamáls í miðbænum Borgarstjóri og formaður umhverfis- og skipulagsnefndar segja að setja verði skýrari og aðgengilegri reglur um akstur hópbifreiða um götur miðbæjarins. 19. maí 2015 07:00