Tónlist

Lýsa eftir Nickelback fyrir glæpi gegn tónlist

Samúel Karl Ólason skrifar
Ástralska lögreglan gerir stólpagrín að Nickleback.
Ástralska lögreglan gerir stólpagrín að Nickleback. Vísir/Getty
Hljómsveitin Nickelback hefur lengi verið ein af þeim mest hötuðu. Lögregluþjónar í Ástralíu virðast vera meðal þeirra sem láta tónlistarmennina frá Kanada fara í taugarnar á sér.

Lögreglan í Queensland í Ástralíu bað fólk um að halda sig frá tónleikum hljómsveitarinnar, því það gæti verið hættulegt heyrn fólks og orðspori þess. Hljómsveitin hóf tónleikaferðalag sitt þar í gær.

„Lögreglan leitar þessara manna, sem talið er að þykist vera tónlistarmenn, við Boondall tónlistarhöllina í kvöld. Haldið þið ykkur fjarri svæðinu. Það gæti verið hættulegt fyrir heyrn ykkar og orðspor.“ Þetta skrifaði lögreglan á Facebooksíðu sína í gær (í nótt).

Police are on the lookout for these men who are believed to be impersonating musicians around Boondall this...

Posted by Queensland Police Service on Tuesday, May 19, 2015
Þessa færslu setti lögreglan svo á Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.