Innlent

Sólin lætur sjá sig fyrir sunnan

Bjarki Ármannsson skrifar
Það verður bjartviðri í höfuðborginni á morgun.
Það verður bjartviðri í höfuðborginni á morgun. Vísir/Valli
Hiti gæti náð allt að tólf til þrettán stigum á morgun á Suðurlandi, Suðausturlandi og á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í spá á heimasíðu Veðurstofunnar. Alskýjað verður á Höfn í Hornafirði en heiðskýrt nær alls staðar annars staðar. Á hádegi er spáð tíu stiga hita í Reykjavík og Vestmanneyjum og átta stiga hita í Reykjanesbæ.

Annars staðar á landinu verður talsvert kaldara. Á Austfjörðum er spáð rigningu og þriggja til átta stiga hita. Sömuleiðis verður svalt á Vestfjörðum, skýjað og smáskúrir norðan til.

Hvergi á Norðurlandi er spáð meira en sjö stiga hita. Víða verður skýjað og sumstaðar rigning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×