Samþykkja undirskriftasöfnun vegna kísilvers Thorsil Linda Blöndal skrifar 31. maí 2015 13:03 Bæjarstjórinn segir engar samningaviðræður í gangi á milli bæjarins og Thorsil. Vísir/GVA Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að láta framkvæma undirskriftarsöfnun meðal bæjarbúa vegna byggingar kísilvers Thorsils í Helguvík. Íbúar hafa einnig krafist þess að haldin verði bindandi kosning um máliði. Bæjaryfirvöld segja að ekki verið fallið frá þeim samningum við Thorsil sem búið er að undirrita. Forsvarsmenn hópsins benda á verið verði í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá svæði hestamannafélagsins Mána og í um 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Íbúarnir óttast mengun vegna veranna. „Fundargerð bæjarráðs fer svo fyrir bæjarstjórn í næstu viku og verður væntanlega samþykkt þar og þar með er komin heimild frá bæjaryfirvöldum til þessara aðila til að hefja undirskriftasöfnun,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Það þarf að nást samkomulag um fyrirsögn hennar og um hvað hún á að snúast, hvað fólk er að skrifa undir og svo framvegis þannig að það eru nokkur handtök eftir þar til hún fer í gang,“ segir hann.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Reykjanesbær25 prósent kosningabærra íbúa, milli 2500 til 3000 manns þurfa að skrifa undir svo halda megi íbúakosningu. Bæjarráð hafnaði þó að íbúakosning yrði bindandi kæmi að henni. Kjartan segir að nú þegar sé búið að klára samninga við Thorsil en segir að bæjarstjórn hafi síðasta orðið. „Kjörnir fulltrúar og bæjarstjórn á eftir að fjalla um það. Fyrst er bara að undirbúa þessa undirskriftasöfnun með þeim og hleypa henni af stað. Þeir munu fá fjórar vikur til að safna undirskriftum,“ segir hann. „Takist það að safna nægilega mörgum þá verða næstu skref rædd og ákveðin í samráði við þá.“ Kjartan segir engar samningaviðræður í gangi á milli bæjarins og Thorsil. „Það er búið að ganga frá öllum samningum við þá og það var gert í fyrra. Þannig að við erum bara að uppfylla ákvæði þeirra samninga,“ segir hann. Þannig að það er í sjálfu sér of seint að hætta við þessa framkvæmd? „Já.“ Bæjarráð segir í fundargerð sinni að Reykjanesbær muni standa við gerða samninga vegna kísilvers Thorsils. Þá benda fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson, í bókun bæjarráðs að afturköllun samninga sem bæjarstjórn hefur þegar samþykkt myndi án vafa leiða til skaðabótaskyldu fyrir bæjarsjóð. Ekki náðist í talsmenn íbúanna sem gagnrýna uppbyggingu kísilversins við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að láta framkvæma undirskriftarsöfnun meðal bæjarbúa vegna byggingar kísilvers Thorsils í Helguvík. Íbúar hafa einnig krafist þess að haldin verði bindandi kosning um máliði. Bæjaryfirvöld segja að ekki verið fallið frá þeim samningum við Thorsil sem búið er að undirrita. Forsvarsmenn hópsins benda á verið verði í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá svæði hestamannafélagsins Mána og í um 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Íbúarnir óttast mengun vegna veranna. „Fundargerð bæjarráðs fer svo fyrir bæjarstjórn í næstu viku og verður væntanlega samþykkt þar og þar með er komin heimild frá bæjaryfirvöldum til þessara aðila til að hefja undirskriftasöfnun,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Það þarf að nást samkomulag um fyrirsögn hennar og um hvað hún á að snúast, hvað fólk er að skrifa undir og svo framvegis þannig að það eru nokkur handtök eftir þar til hún fer í gang,“ segir hann.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Reykjanesbær25 prósent kosningabærra íbúa, milli 2500 til 3000 manns þurfa að skrifa undir svo halda megi íbúakosningu. Bæjarráð hafnaði þó að íbúakosning yrði bindandi kæmi að henni. Kjartan segir að nú þegar sé búið að klára samninga við Thorsil en segir að bæjarstjórn hafi síðasta orðið. „Kjörnir fulltrúar og bæjarstjórn á eftir að fjalla um það. Fyrst er bara að undirbúa þessa undirskriftasöfnun með þeim og hleypa henni af stað. Þeir munu fá fjórar vikur til að safna undirskriftum,“ segir hann. „Takist það að safna nægilega mörgum þá verða næstu skref rædd og ákveðin í samráði við þá.“ Kjartan segir engar samningaviðræður í gangi á milli bæjarins og Thorsil. „Það er búið að ganga frá öllum samningum við þá og það var gert í fyrra. Þannig að við erum bara að uppfylla ákvæði þeirra samninga,“ segir hann. Þannig að það er í sjálfu sér of seint að hætta við þessa framkvæmd? „Já.“ Bæjarráð segir í fundargerð sinni að Reykjanesbær muni standa við gerða samninga vegna kísilvers Thorsils. Þá benda fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson, í bókun bæjarráðs að afturköllun samninga sem bæjarstjórn hefur þegar samþykkt myndi án vafa leiða til skaðabótaskyldu fyrir bæjarsjóð. Ekki náðist í talsmenn íbúanna sem gagnrýna uppbyggingu kísilversins við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“