Handbolti

Eva Margrét og Sunna María framlengja við Gróttu

Sunna María Einarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu.
Sunna María Einarsdóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu. vísir/vilhelm
Eva Margrét Kristinsdóttir og Sunna María Einarsdóttir hafa báðar gengið frá nýjum samningum við Gróttu. En báðar léku þær lykilhlutverk í liði Gróttu sem vann þrjá stærstu titlana sem í boði voru á síðustu leiktíð.

Sunna María gekk til liðs við Gróttu fyrir fjórum árum. Hún hefur verið einn af sterkari leikmönnum liðsins undanfarin ár og reyndist afar mikilvæg á síðari hluta tímabilsins.  

Eva Margrét, sem tók fram skóna síðasta haust, átti sömuleiðis frábært tímabil og var lykilmanneskja í þeirri gríðarsterku vörn sem Grótta spilaði í vetur.

Nýverið skrifaði Laufey Ásta Guðmundsdóttir sömuleiðis undir nýjan samning og því ljóst á Íslands-, deildar- og bikarmeistarar Gróttu mæta með feykilega sterkt lið til leiks næsta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×