Handbolti

Sjö marka tap gegn Pólverjum

Ísland beið lægri hlut gegn Póllandi í æfingaleik A-landsliða kvenna í dag, 25-18. Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst með 5 mörk. Liðið mætir Svartfjallalandi eftir viku.

Ísland var alltaf skrefinu á eftir í leiknum í dag en staðan í hálfleik var 14-7 fyrir heimastúlkur. Pólland náði mest tólf marka forystu í leiknum. Ísland náði þó að klóra örlítið í bakkann undir lokinn og lokatölur eins og áður sagði, 25-18.

Ísland undirbýr sig nú að kappi fyrir leiki gegn Svartfjallalandi í umspili um sæti í HM í Danmörku. Fyrri leikurinn gegn Svartfellingum fer fram ytra þann 7. júní en síðari leikurinn í Laugardalshöll sunnudaginn 14. júní.

Mörk Íslands: Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Arna Sif Pálsdóttir 3, Steinunn Hansdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 1, Ragnheiður Júlíusdóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1, Kristín Guðmundsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1.

Varin skot: Florentina Stanciu 12/​1, Guðrún Ósk Maríasdóttir 6/​2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×