Innlent

„Ást er einhver sem tekur ekki nei fyrir svar“

Bjarki Ármannsson skrifar
Mörgum þykir myndin í meira lagi óviðeigandi.
Mörgum þykir myndin í meira lagi óviðeigandi. Vísir
„Ást er ... einhver sem tekur ekki nei sem svar.“

Svo hljóðar texti við skopmynd sem birtist í laugardagsblaði Morgunblaðsins í dag. Skopmyndin er úr hinni vinsælu teiknimyndaröð „Ást er ...“ sem sýnir karl- og kvenfígúrur í hinum ýmsu hversdagslegu aðstæðum sem allar eiga að sýna dæmi um birtingarmynd ástarinnar.

Á myndinni eru fígúrurnar tvær að ganga í hjónaband og þannig gefið í skyn að annaðhvort þeirra hafi neitað bónorði hins í eitt eða fleiri skipti áður en jákvætt svar fékkst.

Myndin hefur strax vakið gagnrýni á samfélagsmiðlum, meðal annars á Facebook-hópnum fjölmenna Beauty Tips, fyrir ámælisvert viðhorf til ástarsambanda. Frasinn „að taka ekki nei fyrir svar“ kallast óneitanlega á við til dæmis slagorðið „Nei þýðir nei – Nauðgun er glæpur“ sem samtökin Stígamót komu í umferð á tíunda áratugnum til að efla forvarnir.

Skemmst er að minnast þess að í gær deildu fjölmargir meðlimir Beauty Tips, sem telja alls rúmlega tuttugu þúsund konur og stúlkur, frásögnum af nauðgunum og annars konar kynferðislegri misnotkun sem þær höfðu orðið fyrir á lífsleiðinni. Þykir mörgum þeirra í meira lagi óviðeigandi að það að kunna ekki að taka „nei-i“ eigi að þykja rómantískt eða eftirsóknarvert.

"eigum við að stunda samfarir?""nei!""jú kommon við erum ástfangin, og ég tek ekki nei fyrir svari því ég elska þig!!"vel gert morgunblaðið ... #neiþýðirnei #voðarómó #mbl #skíttíþig #þöggun

Posted by Védís Kara Reykdal Ólafsdóttir on 30. maí 2015

Tengdar fréttir

Hundruð kvenna segja frá ofbeldi

Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×