Witcher 3: Einstakt ævintýri Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2015 13:30 Geralt þarf að kljást við fjöldann allan af skrímslum í Witcher 3. Að spila Geralt of Rivia, sem er stökkbreyttur maður sem flakkar um heiminn og gengur frá skrímslum fyrir peninga, er einstök upplifun. Þriðji leikurinn um Geralt og ævintýri hans Witcher 3: Wild Hunt er án efa einn af leikjum ársins. Umfang leiksins er gífurlegt og stærð kortsins er ef til vill of mikil. Það mun líklega margt fara fram hjá spilurum leiksins og það getur verið erfitt að halda áttum. Það virðist varla vera hægt að kíkja á bakvið næsta tré án þess að sjá eitthvað sem vekur athygli. Þá er útlit leiksins einfaldlega magnað þó upp komi gallar í graffíkinni af og til. Tré, gras og aðrar plöntur sveigjast með vindinum og umhverfið allt lítur vel út. Þrátt fyrir nokkra galla eins og langa loading tíma þegar Geralt deyr og einstaka útlitsgalla, eru þeir ekki nóg til að draga leikinn niður. Hann á þessar fimm störnur fyllilega skilið.Bardagakerfi Witcher er skemmtilegt og er nauðsynlegt að skipta um taktík eftir því við hverja verið er að berjast. Geralt þarf að leysa ýmsar gátur og aflétta bölvunum víða. Hvort sem hann þarf að berjast við varúlfa, vampírur eða risastórar eðlur, er nauðsynlegt að undirbúa Geralt fyrir hvern bardaga. Það er gert með því að blanda töfradrykki úr mismunandi hráefnum eða jafnvel útbúa olíur til að bera á sverð hans. Þá er einnig hægt að lesa bækur um skrímslin sem um ræðir til að finna veikleika þeirra. Það sem leikurinn gerir þó best er að spila með tilfinningar fólks. Ákvarðanir spilara geta haft víðtæk áhrif og oft lengra en mann grunar í fyrstu. Herir berjast víða um heim Witcher og hver og einn einasti karakter leiksins virðist eiga sér sorgarsögu sem hann reynir að nýta sér til þess að fá þig til þess að hjálpa sér og síðan borga þér minna en þú átt skilið. Þegar verkefnum er lokið er alltaf einhver rödd í höfðinu á spilurum sem segir: „Hefði nú ekki verið betra að gera þetta öðruvísi?“ Fyrsta mikilvæga ákvörðunin sem undirritaður tók leiddi til dæmis til þess að heilu þorpi var slátrað. Þetta hefur leitt til þess að í seinni hluta leiksins tók maður sirka hálfa mínútu í hvert sinn þegar ákveða þurfti hvort að Geralt ætti að segja halló eða góðan daginn þegar hann hittir nýtt fólk. Af og til, þegar spilarar þurfa að taka stórar ákvarðanir (og leika í leikriti) gefur leikurinn takmarkaðan tíma til að taka ákvörðun. Leikurinn er byggður á bókum og smásögum Andrzej Sapkowski. Nýir spilarar gætu átt í erfiðum með að átta sig á því sem er að gerast en það myndi hjálpa þeim mikið að lesa sig aðeins til á netinu. Þá gefst spilurum möguleiki á að setja upp forsögu leiksins; annaðhvort með því að tengja við Witcher 2 (í PC) eða með því að svara ákveðnum spurningum í leiknum (fyrir leikjatölvur).Saga Witcher 3: Wild Hunt, gengur út á að finna Ciri, sem er ung kona sem Geralt ól upp. Hún býr yfir miklum hæfileikum og eru margir sem vilja koma höndum yfir hana. CD Projekt Red, framleiðendur leiksins, segja að hægt sé að klára leikinn á 50 til 200 klukkustundum. Þar sést gaumgæfilega hve mikið aukaefni Witcher 3 inniheldur. Samtöl í leiknum eru sum hver mjög fyndin en yfir heildina er talsetning leiksins stórgóð. Skemmtilegustu stundir leiksins er ekki endilega að finna í sögunni. Heldur vill oft vera best að hætta að fylgja veginum og hlaupa út í skóg, mýri eða stinga sér til sunds. Þar að auki getur verið stórkostlega gaman að taka að sér að ganga frá skrímslum. Þá þarf að safna vísbendingum um hvers konar skrímsli sé að ræða og undirbúa sig fyrir bardaga. Oftar en ekki koma framleiðendur Witcher spilurum á óvart með þessum litlu verkefnum. Það er ekki hægt að segja annað en að Witcher takist vel til með söng í leiknum, annað en til dæmis Skyrim. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Að spila Geralt of Rivia, sem er stökkbreyttur maður sem flakkar um heiminn og gengur frá skrímslum fyrir peninga, er einstök upplifun. Þriðji leikurinn um Geralt og ævintýri hans Witcher 3: Wild Hunt er án efa einn af leikjum ársins. Umfang leiksins er gífurlegt og stærð kortsins er ef til vill of mikil. Það mun líklega margt fara fram hjá spilurum leiksins og það getur verið erfitt að halda áttum. Það virðist varla vera hægt að kíkja á bakvið næsta tré án þess að sjá eitthvað sem vekur athygli. Þá er útlit leiksins einfaldlega magnað þó upp komi gallar í graffíkinni af og til. Tré, gras og aðrar plöntur sveigjast með vindinum og umhverfið allt lítur vel út. Þrátt fyrir nokkra galla eins og langa loading tíma þegar Geralt deyr og einstaka útlitsgalla, eru þeir ekki nóg til að draga leikinn niður. Hann á þessar fimm störnur fyllilega skilið.Bardagakerfi Witcher er skemmtilegt og er nauðsynlegt að skipta um taktík eftir því við hverja verið er að berjast. Geralt þarf að leysa ýmsar gátur og aflétta bölvunum víða. Hvort sem hann þarf að berjast við varúlfa, vampírur eða risastórar eðlur, er nauðsynlegt að undirbúa Geralt fyrir hvern bardaga. Það er gert með því að blanda töfradrykki úr mismunandi hráefnum eða jafnvel útbúa olíur til að bera á sverð hans. Þá er einnig hægt að lesa bækur um skrímslin sem um ræðir til að finna veikleika þeirra. Það sem leikurinn gerir þó best er að spila með tilfinningar fólks. Ákvarðanir spilara geta haft víðtæk áhrif og oft lengra en mann grunar í fyrstu. Herir berjast víða um heim Witcher og hver og einn einasti karakter leiksins virðist eiga sér sorgarsögu sem hann reynir að nýta sér til þess að fá þig til þess að hjálpa sér og síðan borga þér minna en þú átt skilið. Þegar verkefnum er lokið er alltaf einhver rödd í höfðinu á spilurum sem segir: „Hefði nú ekki verið betra að gera þetta öðruvísi?“ Fyrsta mikilvæga ákvörðunin sem undirritaður tók leiddi til dæmis til þess að heilu þorpi var slátrað. Þetta hefur leitt til þess að í seinni hluta leiksins tók maður sirka hálfa mínútu í hvert sinn þegar ákveða þurfti hvort að Geralt ætti að segja halló eða góðan daginn þegar hann hittir nýtt fólk. Af og til, þegar spilarar þurfa að taka stórar ákvarðanir (og leika í leikriti) gefur leikurinn takmarkaðan tíma til að taka ákvörðun. Leikurinn er byggður á bókum og smásögum Andrzej Sapkowski. Nýir spilarar gætu átt í erfiðum með að átta sig á því sem er að gerast en það myndi hjálpa þeim mikið að lesa sig aðeins til á netinu. Þá gefst spilurum möguleiki á að setja upp forsögu leiksins; annaðhvort með því að tengja við Witcher 2 (í PC) eða með því að svara ákveðnum spurningum í leiknum (fyrir leikjatölvur).Saga Witcher 3: Wild Hunt, gengur út á að finna Ciri, sem er ung kona sem Geralt ól upp. Hún býr yfir miklum hæfileikum og eru margir sem vilja koma höndum yfir hana. CD Projekt Red, framleiðendur leiksins, segja að hægt sé að klára leikinn á 50 til 200 klukkustundum. Þar sést gaumgæfilega hve mikið aukaefni Witcher 3 inniheldur. Samtöl í leiknum eru sum hver mjög fyndin en yfir heildina er talsetning leiksins stórgóð. Skemmtilegustu stundir leiksins er ekki endilega að finna í sögunni. Heldur vill oft vera best að hætta að fylgja veginum og hlaupa út í skóg, mýri eða stinga sér til sunds. Þar að auki getur verið stórkostlega gaman að taka að sér að ganga frá skrímslum. Þá þarf að safna vísbendingum um hvers konar skrímsli sé að ræða og undirbúa sig fyrir bardaga. Oftar en ekki koma framleiðendur Witcher spilurum á óvart með þessum litlu verkefnum. Það er ekki hægt að segja annað en að Witcher takist vel til með söng í leiknum, annað en til dæmis Skyrim.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira