Neitar að endurgreiða útboðsgjald og veitir óskiljanleg svör Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2015 12:00 Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir vinnubrögð ráðuneytisins óskiljanleg og óboðlega framkomu við neytendur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í mars síðastliðnum upp dóma í þremur málum sem sem vörðuðu lögmæti svokallaðs útboðsgjalds fyrir tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra innheimti fyrir innflutningskvóta á búvörum væri ólögmætt og stangaðist á við stjórnarskrána. Dómurinn taldi að útboðsgjaldið væri skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum var sú að löggjafinn hefði í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við áðurnefnd stjórnarskrárákvæði. Ríkið hefur ekki áfrýjað þessum dómi. Fyrirtækin þrjú hafa reynt að fá fyrirframgreitt útboðsgjald endurgreitt nú þegar dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé ólögmætt en fjárhæðirnar vegna fyrirframgreidds útboðsgjalds hlaupa á hundruðum milljóna króna. Fyrirtækin hafa ekki sett þetta út í verðlag til neytenda en gætu þurft að neyðast til þess ef ríkisvaldið greiðir endurgreiðir þeim ekki þennan kostnað. Í svarbréfum atvinnuvegaráðuneytisins vegna krafna um endurgreiðslu er vísað í lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og að við úthlutun tollkvóta fyrir árin 2013-2015 hafi ráðherra farið eftir gildandi búvörulögum. Þar er hins vegar ekkert vikið að þeirri staðreynd að sjálft gjaldið er ólögmætt samkvæmt dómi héraðsdóms. Ráðuneytið skautar framhjá aðalatriði málsins, grundvelli kröfu fyrirtækjanna, sem er hið ólögmæta útboðsgjald.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Óboðleg framkoma við neytendur“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem hefur gætt hagsmuna fyrirtækjanna í málinu, segir vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins óboðleg. „Bréfin eru óskiljanleg og þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla. Fyrst rökstyður ráðuneytið ákvörðun sína um að hafna endurgreiðslu gjaldsins bara alls ekki. Það er farið fram á frekari rökstuðning og þá er sagt, jú við fórum eftir lögunum en málið snýst einmitt um að dómstóll hefur sagt að lögin gangi gegn stjórnarskrá landsins. Þetta er algjörlega óskiljanleg stjórnsýsla og algjörlega óboðleg framkoma við neytendur. Við vorum að skrifa undir kjarasamninga í gær sem halda ekki nema hér verði passað upp á kaupmáttinn og verðlag fari ekki úr böndunum. Á sama tíma heldur ríkið fram svona vitleysu sem hækkar verð á innfluttum mat um tugi prósenta,“ segir Ólafur Stephensen. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Atvinnuvegaráðuneytið neitar að endurgreiða innflutningsfyrirtækjum á matvörumarkaði fyrirframgreitt útboðsgjald á tollkvótum þrátt fyrir að dómstólar hafi dæmt útboðsgjaldið andstætt stjórnarskránni. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir vinnubrögð ráðuneytisins óskiljanleg og óboðlega framkomu við neytendur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í mars síðastliðnum upp dóma í þremur málum sem sem vörðuðu lögmæti svokallaðs útboðsgjalds fyrir tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur. Fyrirtækin Hagar, Sælkeradreifing og Innes létu þar reyna á fyrirkomulag útboðs á tollkvótum. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjaldið, sem landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra innheimti fyrir innflutningskvóta á búvörum væri ólögmætt og stangaðist á við stjórnarskrána. Dómurinn taldi að útboðsgjaldið væri skattur í skilningi 40. og 77. greina stjórnarskrárinnar. Niðurstaða dómsins í öllum málunum var sú að löggjafinn hefði í umræddu tilviki framselt ráðherra of víðtækt skattlagningarvald en slíkt er í andstöðu við áðurnefnd stjórnarskrárákvæði. Ríkið hefur ekki áfrýjað þessum dómi. Fyrirtækin þrjú hafa reynt að fá fyrirframgreitt útboðsgjald endurgreitt nú þegar dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé ólögmætt en fjárhæðirnar vegna fyrirframgreidds útboðsgjalds hlaupa á hundruðum milljóna króna. Fyrirtækin hafa ekki sett þetta út í verðlag til neytenda en gætu þurft að neyðast til þess ef ríkisvaldið greiðir endurgreiðir þeim ekki þennan kostnað. Í svarbréfum atvinnuvegaráðuneytisins vegna krafna um endurgreiðslu er vísað í lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og að við úthlutun tollkvóta fyrir árin 2013-2015 hafi ráðherra farið eftir gildandi búvörulögum. Þar er hins vegar ekkert vikið að þeirri staðreynd að sjálft gjaldið er ólögmætt samkvæmt dómi héraðsdóms. Ráðuneytið skautar framhjá aðalatriði málsins, grundvelli kröfu fyrirtækjanna, sem er hið ólögmæta útboðsgjald.Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Óboðleg framkoma við neytendur“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, sem hefur gætt hagsmuna fyrirtækjanna í málinu, segir vinnubrögð atvinnuvegaráðuneytisins óboðleg. „Bréfin eru óskiljanleg og þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla. Fyrst rökstyður ráðuneytið ákvörðun sína um að hafna endurgreiðslu gjaldsins bara alls ekki. Það er farið fram á frekari rökstuðning og þá er sagt, jú við fórum eftir lögunum en málið snýst einmitt um að dómstóll hefur sagt að lögin gangi gegn stjórnarskrá landsins. Þetta er algjörlega óskiljanleg stjórnsýsla og algjörlega óboðleg framkoma við neytendur. Við vorum að skrifa undir kjarasamninga í gær sem halda ekki nema hér verði passað upp á kaupmáttinn og verðlag fari ekki úr böndunum. Á sama tíma heldur ríkið fram svona vitleysu sem hækkar verð á innfluttum mat um tugi prósenta,“ segir Ólafur Stephensen.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira