Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 11:50 Ari fagnar með Kolbeini Sigþórssyni eftir sigur Íslands á Tyrklandi. vísir/anton Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Ari fór meiddur af velli í leik OB og Randers í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrradag en var mættur út á völl í morgun og virtist vera í lagi. „Það er alltaf gaman að koma heim. Það var frábært veðrið sem tók á móti manni. Ég hélt ég myndi fljúga aftur inn í Leifsstöð, það var svo mikið rok,“ sagði Ari í léttum dúr. Hann kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Tékkum í undankeppni EM á föstudaginn.Gaman að spila þegar mikið er undir „Mér líst mjög vel á hann og er mjög spenntur. Það er gaman að spila svona leiki, þegar mikið er undir,“ sagði Ari og bætti því við að íslenska liðið hefði lært mikið af fyrri leiknum gegn Tékkum, sem tapaðist 2-1. „Svo sannarlega. Við mættum mjög góðu og vel skipulögðu liði og við vorum kannski alveg á tánum sjálfir. Við byrjuðum reyndar ágætlega og skoruðum fyrsta markið en restin af leiknum var ekkert sérstök.“ Eins og áður sagði kláraðist danska deildin um helgina. OB endaði í 9. sæti og Ari segir að liðið geti nokkuð vel við unað með þá niðurstöðu. „Þetta eru kannski vonbrigði en við byrjuðum illa og vorum með sex stig eftir níu umferðir. Þá fengum við nýjan þjálfara sem kom þessu í gang og við náðum því markmiði að halda okkur uppi. „En ef við hefðum unnið einn leik í viðbót hefðum við náð markmiðinu okkar sem var 7. sæti,“ sagði Ari sem gerir ráð fyrir því að vera áfram í herbúðum OB. „Já, ég geri það. Við erum með nýjan þjálfara og það eru spennandi tímar framundan. Þetta er þjálfari sem vill spila fótbolta þótt hann sé pínu gamaldags,“ sagði Ari en umræddur þjálfari heitir Kent Nielsen og lék með Aston Villa og danska landsliðinu á árunum áður og varð m.a. Evrópumeistari með Dönum 1992. „Mér líst vel á þetta. En það þurfa að koma margir nýir leikmenn inn og þjálfarateymið er alveg nýtt. Þetta verður spennandi.“Átti of marga lélega leiki Ari var fastamaður í liði OB á nýafstöðnu tímabili og lék 30 af 33 leikjum liðsins í deildinni. Hann er þó ekki ánægður með eigin frammistöðu á tímabilinu. „Ég er ekki nógu sáttur með þetta tímabil ef ég á að segja eins og er. Ég átti nokkra fína leiki en heilt yfir var ég ekki nógu sáttur við sjálfan mig. Ég átti of marga lélega leiki,“ sagði Ari að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Sjá meira
Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Ari fór meiddur af velli í leik OB og Randers í lokaumferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fyrradag en var mættur út á völl í morgun og virtist vera í lagi. „Það er alltaf gaman að koma heim. Það var frábært veðrið sem tók á móti manni. Ég hélt ég myndi fljúga aftur inn í Leifsstöð, það var svo mikið rok,“ sagði Ari í léttum dúr. Hann kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Tékkum í undankeppni EM á föstudaginn.Gaman að spila þegar mikið er undir „Mér líst mjög vel á hann og er mjög spenntur. Það er gaman að spila svona leiki, þegar mikið er undir,“ sagði Ari og bætti því við að íslenska liðið hefði lært mikið af fyrri leiknum gegn Tékkum, sem tapaðist 2-1. „Svo sannarlega. Við mættum mjög góðu og vel skipulögðu liði og við vorum kannski alveg á tánum sjálfir. Við byrjuðum reyndar ágætlega og skoruðum fyrsta markið en restin af leiknum var ekkert sérstök.“ Eins og áður sagði kláraðist danska deildin um helgina. OB endaði í 9. sæti og Ari segir að liðið geti nokkuð vel við unað með þá niðurstöðu. „Þetta eru kannski vonbrigði en við byrjuðum illa og vorum með sex stig eftir níu umferðir. Þá fengum við nýjan þjálfara sem kom þessu í gang og við náðum því markmiði að halda okkur uppi. „En ef við hefðum unnið einn leik í viðbót hefðum við náð markmiðinu okkar sem var 7. sæti,“ sagði Ari sem gerir ráð fyrir því að vera áfram í herbúðum OB. „Já, ég geri það. Við erum með nýjan þjálfara og það eru spennandi tímar framundan. Þetta er þjálfari sem vill spila fótbolta þótt hann sé pínu gamaldags,“ sagði Ari en umræddur þjálfari heitir Kent Nielsen og lék með Aston Villa og danska landsliðinu á árunum áður og varð m.a. Evrópumeistari með Dönum 1992. „Mér líst vel á þetta. En það þurfa að koma margir nýir leikmenn inn og þjálfarateymið er alveg nýtt. Þetta verður spennandi.“Átti of marga lélega leiki Ari var fastamaður í liði OB á nýafstöðnu tímabili og lék 30 af 33 leikjum liðsins í deildinni. Hann er þó ekki ánægður með eigin frammistöðu á tímabilinu. „Ég er ekki nógu sáttur með þetta tímabil ef ég á að segja eins og er. Ég átti nokkra fína leiki en heilt yfir var ég ekki nógu sáttur við sjálfan mig. Ég átti of marga lélega leiki,“ sagði Ari að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49