Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. júní 2015 10:18 „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. Nú þurfa tæplega 200 manns á túlki að halda til almennra samskipta. Þetta kom fram í máli Valgerðar Stefánsdóttur, forstöðukonu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, er hún bar vitni í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur gegn íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni í gær. Valgerður sagði brýna þörf á að auka fjárveitingu í túlkasjóðinn, því hann sé fólki nauðsynlegur. Spurn eftir túlki aukist með ári hverju og á von á enn frekari aukningu.Regluleysi valdi vandkvæðum Hún sagði að setja þyrfti reglugerð yfir úthlutun túlka. Undanfarin fjögur ár hafi Samskiptamiðstöðin unnið eftir ákveðnu vinnuskjali, en það sé það eina sem sé til viðmiðunar. Sjóðurinn sé til þess fallinn að tryggja að heyrnarlausir geti sótt fundi, farið í atvinnuviðtöl, keypt sér bíl eða fasteign eða annað því um líkt. Valgerður segir það þó ekki eiga að vera Samskiptamiðstöðvarinnar að ákveða hvað skipti máli í lífi fólks. „Þetta veldur okkur vandkvæðum því það eru ekki til lög og reglur um þessi mál,“ sagði hún. „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október 2014 til áramóta. Sjóðurinn tæmdist aftur í maí en mennta- og menningamálaráðuneytið tók þá ákvörðun fyrir árið 2015 að deila fjármagninu í túlkasjóðinn á fjögur tímabil, í þrjá mánuði í senn. Næsta úthlutun er því ekki fyrr en 1. júlí.Túlkur hefur úrslitaáhrif Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Hún hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlki úr eigin vasa og eftir að sjóðurinn tæmdist á síðasta ári stefndi hún íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni. Tengdar fréttir Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. Nú þurfa tæplega 200 manns á túlki að halda til almennra samskipta. Þetta kom fram í máli Valgerðar Stefánsdóttur, forstöðukonu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, er hún bar vitni í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur gegn íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni í gær. Valgerður sagði brýna þörf á að auka fjárveitingu í túlkasjóðinn, því hann sé fólki nauðsynlegur. Spurn eftir túlki aukist með ári hverju og á von á enn frekari aukningu.Regluleysi valdi vandkvæðum Hún sagði að setja þyrfti reglugerð yfir úthlutun túlka. Undanfarin fjögur ár hafi Samskiptamiðstöðin unnið eftir ákveðnu vinnuskjali, en það sé það eina sem sé til viðmiðunar. Sjóðurinn sé til þess fallinn að tryggja að heyrnarlausir geti sótt fundi, farið í atvinnuviðtöl, keypt sér bíl eða fasteign eða annað því um líkt. Valgerður segir það þó ekki eiga að vera Samskiptamiðstöðvarinnar að ákveða hvað skipti máli í lífi fólks. „Þetta veldur okkur vandkvæðum því það eru ekki til lög og reglur um þessi mál,“ sagði hún. „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október 2014 til áramóta. Sjóðurinn tæmdist aftur í maí en mennta- og menningamálaráðuneytið tók þá ákvörðun fyrir árið 2015 að deila fjármagninu í túlkasjóðinn á fjögur tímabil, í þrjá mánuði í senn. Næsta úthlutun er því ekki fyrr en 1. júlí.Túlkur hefur úrslitaáhrif Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Hún hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlki úr eigin vasa og eftir að sjóðurinn tæmdist á síðasta ári stefndi hún íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni.
Tengdar fréttir Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00