Vill bara fá að vera manneskja sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. júní 2015 22:00 Snædís Rán ásamt móður sinni, túlkum og aðstoðarkonu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún segir skort á þjónustunni hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og andlega líðan. Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Túlkasjóðurinn var þó tómur frá október til áramóta og aftur í maí, en næsta úthlutun er í júlí. Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði.Félagslífið bíður hnekki „Ég vil minna á að ég er manneskja, eins og allir hér inni, og það er ekki ásættanlegt að neita manni um slíka þjónustu sem er mér nauðsynleg vilji ég búa í þessu samfélagi,“ sagði Snædís í héraðsdómi í dag. Hún sagði sífelldar synjanir á túlkum hafa valdið sér miklu hugarangri. Þær hafi orðið til þess fallnar að hún óski síður eftir aðstoð og því bíði félagslíf hennar hnekki. „Það kemur fyrir að ég sleppi því að fara [ýmist tómstundastarf ofl] ef ég fæ ekki túlka. Ég gæti tekið þátt í frekara tómstundastarfi ef ég fengi túlk.“ Snædís Rán útskrifaðist nýlega úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku en segist viss um það að námsárangur hennar hefði orðið betri, hefði hún fengið frekari túlkaþjónustu. Hún hafi fengið túlk í formlegum kennslustundum, en ekkert utan þeirra, hvorki í frímínútum né matartímum. Þá hafi samskipti milli hennar og samnemenda hennar verið lítil sem engin.Útlit fyrir að verða gestur í eigin veislu Hún sagði jafnframt frá því að allt hefði stefnt í það að hún gæti ekki tekið þátt í sinni eigin útskriftarveislu í byrjun mánaðar. Túlkasjóðurinn væri uppurinn og því engan túlk að fá. Hann hafi þó komið fyrirvaralaust. Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Snædísar, sagði skort á túlkum hafa valdið dóttur sinni mikilli vanlíðan. Hún verði verulega sorgmætt og jafnvel sæki ekki viðburði af ótta við að fá höfnun.Höfnunin þungbærust „Það hefur gríðarleg áhrif á hana þegar hún mætir þessum hindrunum. Hún tekst á við sjónskerðingu, heyrnarskerðingu og hreyfihömlun af miklu æðruleysi en þessar hindranir verða sífellt á vegi hennar. Það erfiðasta sem ég tekst á við í samskiptum við dóttur mína er að peppa hana upp í þessum aðstæðum. Það eru hennar þyngstu stundir sem fylgja því að geta ekki fengið túlkaþjónustu í félagslegum atburðum,“ sagði Bryndís í vitnastúku í dag. Íslenska ríkið og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fara fram á sýknu í málinu. Lögmaðurinn sagði það ekki hlutverk dómstóla að endurskoða fjárhæðir sem þessar, upphæðin sé ákvörðun Alþingis. Þá hafi Samskiptamiðstöðinni verið ómögulegt að veita frekari þjónustu þar sem hún sé bundin af fjárveitingum. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur, sem stefnt hefur íslenska ríkinu fyrir að veita henni ekki þá túlkaþjónustu sem hún þarf, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún segir skort á þjónustunni hafa haft mikil áhrif á daglegt líf og andlega líðan. Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Túlkasjóðurinn var þó tómur frá október til áramóta og aftur í maí, en næsta úthlutun er í júlí. Snædís hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlkum úr eigin vasa, en tekjur hennar nema um 170 þúsund krónum á mánuði.Félagslífið bíður hnekki „Ég vil minna á að ég er manneskja, eins og allir hér inni, og það er ekki ásættanlegt að neita manni um slíka þjónustu sem er mér nauðsynleg vilji ég búa í þessu samfélagi,“ sagði Snædís í héraðsdómi í dag. Hún sagði sífelldar synjanir á túlkum hafa valdið sér miklu hugarangri. Þær hafi orðið til þess fallnar að hún óski síður eftir aðstoð og því bíði félagslíf hennar hnekki. „Það kemur fyrir að ég sleppi því að fara [ýmist tómstundastarf ofl] ef ég fæ ekki túlka. Ég gæti tekið þátt í frekara tómstundastarfi ef ég fengi túlk.“ Snædís Rán útskrifaðist nýlega úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í íslensku en segist viss um það að námsárangur hennar hefði orðið betri, hefði hún fengið frekari túlkaþjónustu. Hún hafi fengið túlk í formlegum kennslustundum, en ekkert utan þeirra, hvorki í frímínútum né matartímum. Þá hafi samskipti milli hennar og samnemenda hennar verið lítil sem engin.Útlit fyrir að verða gestur í eigin veislu Hún sagði jafnframt frá því að allt hefði stefnt í það að hún gæti ekki tekið þátt í sinni eigin útskriftarveislu í byrjun mánaðar. Túlkasjóðurinn væri uppurinn og því engan túlk að fá. Hann hafi þó komið fyrirvaralaust. Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Snædísar, sagði skort á túlkum hafa valdið dóttur sinni mikilli vanlíðan. Hún verði verulega sorgmætt og jafnvel sæki ekki viðburði af ótta við að fá höfnun.Höfnunin þungbærust „Það hefur gríðarleg áhrif á hana þegar hún mætir þessum hindrunum. Hún tekst á við sjónskerðingu, heyrnarskerðingu og hreyfihömlun af miklu æðruleysi en þessar hindranir verða sífellt á vegi hennar. Það erfiðasta sem ég tekst á við í samskiptum við dóttur mína er að peppa hana upp í þessum aðstæðum. Það eru hennar þyngstu stundir sem fylgja því að geta ekki fengið túlkaþjónustu í félagslegum atburðum,“ sagði Bryndís í vitnastúku í dag. Íslenska ríkið og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fara fram á sýknu í málinu. Lögmaðurinn sagði það ekki hlutverk dómstóla að endurskoða fjárhæðir sem þessar, upphæðin sé ákvörðun Alþingis. Þá hafi Samskiptamiðstöðinni verið ómögulegt að veita frekari þjónustu þar sem hún sé bundin af fjárveitingum.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira