Wolff: Við erum ekki alltaf hálfvitar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. júní 2015 20:24 Það fór nokkuð vel á með Hamilton og Rosberg á verðlaunapallinum. Bottas var afar kátur að standa þar. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Bottas var jafnframt fyrsti ökumaðurinn sem kemst á verðlaunapall í ár sem ekur ekki fyrir Mercedes eða Ferrari. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Nico var snöggur en mér fannst ég alltaf hafa stjórnina, ég átti smá inni þegar á þurfti að halda. Ég þurfti á þessu að halda eftir Mónakó,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Ég reyndi allt sem ég gat en Lewis gerði engin mistök. Annað sæti er alveg í lagi. Ég klúðraði bara smá atriði í tímatökunni og þar með keppninni ég þarf að læra af því og passa mig betur næst,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum. „Liðið stóð sig vel og liðsandinn er búinn að vera frábær alla helgina. Liðið þurfti á þessu að halda við höfum það núna staðfest að við erum eitt af topp liðunum. Ég átti líka góða keppni en snúningurinn hjá Kimi gerði þetta auðveldara fyrir okkur,“ sagði Bottas á verðlaunapallinum. „Þetta er ekki niðurstaðan sem við vildum ná en ekki of slæmt. En snúningurinn var sama sagan og í fyrra. Ég hélt að við hefðum lagað þetta í fyrra en það virðist allt í einu koma upp aftur núna,“ sagði Kimi Raikkonen sem endaði fjórði í dag. „Keppnin gekk vel en við þurftum að fylgjast með bremsum og eldsneyti. Það er ýmislegt búið að ganga á innan liðsins en það er gott að snúa við blaðinu eftir erfiða helgi í Mónakó. Við höfðum stjórn á öllu undir lokin, við erum ekki alltaf hálfvitar,“ sagði Toto Wolff keppnisstjóri Mercedes nokkuð kátur í bragði og vísaði til klúðursins sem kostaði Hamilton nánast örugglega unna keppni í Mónakó. „Við gátum ekki betur. Við urðum bara fljótari eftir sem á leið. Ég þarf að skoða hvað ég hefði geta gert öðruvísi. Áhorfendur virtust hafa gaman af keppninni sem er frábært,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsti 18 en endaði fimmti.Kimi Raikkonen átti ekkert sérstakan dag og hérna er hann að snúast í næst síðustu beygju brautarinnar.Vísir/Getty„Þetta var mjög skemmtileg keppni. Á svona brautum getum við barist við Ferrari. Uppfærslurnar sem við komum með virkuðu vel. Við erum á útopnu að græja fleiri uppfærslur sem vonandi munu virka vel,“ sagði Felipe Massa sem ók Williams bílnum úr 15. sæti í það sjötta. „Við vorum í miklum vandræðum með elsneytisnotkun, þegar maður er hægar er eyðslan meiri því maður er lengur á beinu köflunum í botni. Það hafa verið stöðugar framfarir hingað til en dagurinn í dag var erfiður. Vonandi gengur okkur betur næst í Austurríki,“ sagði Jenson Button sem lauk ekki keppni. „Við þurfum bara að vinna meira en nokkru sinni til að laga stöðuna sem við erum í. Varðandi það að ég vildi ekki spara eldsneyti í keppninni þegar ég var beðinn um það átti það bara við á því augnabliki því ég var að berjast á brautinni,“ sagði Fernando Alonso sem tókst ekki að koma McLaren bíl sínum í endamark.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort ásamt öllum úrslitum helgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 6. júní 2015 18:18 Hamilton: Ég stefni á að vinna í Kanada Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó. 4. júní 2015 22:00 Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kanada Lewis Hamitlon á Mercedes vann í Kanada, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Það var sama hvað Rosberg reyndi, Hamilton átti alltaf svar. 7. júní 2015 19:36 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Rigning á seinni æfingunni sendi Hamilton útaf, hann endaði æfingunna á varnarvegg. 6. júní 2015 00:01 Rosberg: Á morgun eru möguleikar Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól í Kanada í dag. Hann ræsir fremstur í keppninni á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 6. júní 2015 18:41 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark, Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Bottas var jafnframt fyrsti ökumaðurinn sem kemst á verðlaunapall í ár sem ekur ekki fyrir Mercedes eða Ferrari. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Nico var snöggur en mér fannst ég alltaf hafa stjórnina, ég átti smá inni þegar á þurfti að halda. Ég þurfti á þessu að halda eftir Mónakó,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Ég reyndi allt sem ég gat en Lewis gerði engin mistök. Annað sæti er alveg í lagi. Ég klúðraði bara smá atriði í tímatökunni og þar með keppninni ég þarf að læra af því og passa mig betur næst,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum. „Liðið stóð sig vel og liðsandinn er búinn að vera frábær alla helgina. Liðið þurfti á þessu að halda við höfum það núna staðfest að við erum eitt af topp liðunum. Ég átti líka góða keppni en snúningurinn hjá Kimi gerði þetta auðveldara fyrir okkur,“ sagði Bottas á verðlaunapallinum. „Þetta er ekki niðurstaðan sem við vildum ná en ekki of slæmt. En snúningurinn var sama sagan og í fyrra. Ég hélt að við hefðum lagað þetta í fyrra en það virðist allt í einu koma upp aftur núna,“ sagði Kimi Raikkonen sem endaði fjórði í dag. „Keppnin gekk vel en við þurftum að fylgjast með bremsum og eldsneyti. Það er ýmislegt búið að ganga á innan liðsins en það er gott að snúa við blaðinu eftir erfiða helgi í Mónakó. Við höfðum stjórn á öllu undir lokin, við erum ekki alltaf hálfvitar,“ sagði Toto Wolff keppnisstjóri Mercedes nokkuð kátur í bragði og vísaði til klúðursins sem kostaði Hamilton nánast örugglega unna keppni í Mónakó. „Við gátum ekki betur. Við urðum bara fljótari eftir sem á leið. Ég þarf að skoða hvað ég hefði geta gert öðruvísi. Áhorfendur virtust hafa gaman af keppninni sem er frábært,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsti 18 en endaði fimmti.Kimi Raikkonen átti ekkert sérstakan dag og hérna er hann að snúast í næst síðustu beygju brautarinnar.Vísir/Getty„Þetta var mjög skemmtileg keppni. Á svona brautum getum við barist við Ferrari. Uppfærslurnar sem við komum með virkuðu vel. Við erum á útopnu að græja fleiri uppfærslur sem vonandi munu virka vel,“ sagði Felipe Massa sem ók Williams bílnum úr 15. sæti í það sjötta. „Við vorum í miklum vandræðum með elsneytisnotkun, þegar maður er hægar er eyðslan meiri því maður er lengur á beinu köflunum í botni. Það hafa verið stöðugar framfarir hingað til en dagurinn í dag var erfiður. Vonandi gengur okkur betur næst í Austurríki,“ sagði Jenson Button sem lauk ekki keppni. „Við þurfum bara að vinna meira en nokkru sinni til að laga stöðuna sem við erum í. Varðandi það að ég vildi ekki spara eldsneyti í keppninni þegar ég var beðinn um það átti það bara við á því augnabliki því ég var að berjast á brautinni,“ sagði Fernando Alonso sem tókst ekki að koma McLaren bíl sínum í endamark.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort ásamt öllum úrslitum helgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 6. júní 2015 18:18 Hamilton: Ég stefni á að vinna í Kanada Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó. 4. júní 2015 22:00 Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kanada Lewis Hamitlon á Mercedes vann í Kanada, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Það var sama hvað Rosberg reyndi, Hamilton átti alltaf svar. 7. júní 2015 19:36 Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Rigning á seinni æfingunni sendi Hamilton útaf, hann endaði æfingunna á varnarvegg. 6. júní 2015 00:01 Rosberg: Á morgun eru möguleikar Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól í Kanada í dag. Hann ræsir fremstur í keppninni á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 6. júní 2015 18:41 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton á ráspól í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í Kanada. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 6. júní 2015 18:18
Hamilton: Ég stefni á að vinna í Kanada Lewis Hamilton hefur átt afar góðu gengi að fagna í Kanada á undanförnum árum. Hann stefnir á að snúa aftur til vinnandi vegar eftir vonbrigðin í Mónakó. 4. júní 2015 22:00
Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kanada Lewis Hamitlon á Mercedes vann í Kanada, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. Það var sama hvað Rosberg reyndi, Hamilton átti alltaf svar. 7. júní 2015 19:36
Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Rigning á seinni æfingunni sendi Hamilton útaf, hann endaði æfingunna á varnarvegg. 6. júní 2015 00:01
Rosberg: Á morgun eru möguleikar Lewis Hamilton náði sínum fjórða ráspól í Kanada í dag. Hann ræsir fremstur í keppninni á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 6. júní 2015 18:41