Nefndarmaður Pírata biður móður lögreglumanns afsökunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2015 09:00 Sævar Óli Helgason. Sævar Óli Helgason, 44 ára nefndarmaður Pírata í Reykjavík, sætir ákæru fyrir að hafa hótað að berja lögreglumann og móður hans í júlí í fyrra. Sævar Óli hefur áður hlotið fangelsisdóma fyrir ofbeldisbrot. Annars vegar fyrir að rassskella leikskólakennara og hins vegar bregða fæti fyrir Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi. Málið var þingfest þann 29. maí síðastliðinn en Sævar Óli viðurkennir hótanir sínar í garði þeirra í opnu bréfi sem hann ritaði móður lögreglumannsins í gær. Hann stendur fastur á því að lögreglumaðurinn sé einn þeirra sem „umturnast við það að fara í lögreglubúning“ og sonur hennar eigi ekki heima innan lögreglunnar. Hann stendur þó fastur á því að lögreglumaðurinn hafi farið langt yfir strikið, svo langt að Sævar sjálfur hafi þurft að efna til borgaralegrar handtöku lögreglumannsins. Í bréfinu til móðurinnar, þar sem Sævar lýsir atburðarásinni frá eigin bæjardyrum, segist hann hafa hringt í neyðarlínuna til að óska eftir aðstoð við handtökuna. Honum hafi verið misboðið.Sævar Óli hefur ítrekað lent upp á kand við yfirvöld sem hann hefur sagt ofsækja sig.Vísir/AntonHefur hlotið marga dóma „Þess vegna hótaði ég honum á móti með því að segjast myndi kaghýða þig, honum ásjáandi, fyrir að ala upp svona vitleysing einsog hann væri... Áður en ég myndi svo snúa mér að honum og traðka á andlitinu hans, innanfrá...Ég veit…!“ Lögreglumaðurinn hafi í kjölfarið snúið sig niður, þrátt fyrir mótmæli kollega síns á vakt. Fullyrðir Sævar að þessi samskipti hljóti öll að vera til á upptöku auk símtals hans við neyðarlínuna sem hann telur hjálpa hans málsstað. Sævar Óli hlaut sex mánaða dóm fyrir hvort fyrrnefndra ofbeldisbrota sem áttu sér stað árin 2005 og 2006. Þá hlaut hann 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir endurtekin húsbrot við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu árið 2012.Halldór Auðar Svansson er formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar..Enginn annar fékkst með svo litlum fyrirvara Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir við Stundina sem fjallaði um málið í gær að til greina komi að svipta Sævar Óla varanefndarsæti verði hann fundinn sekur af hótunum sínum í garð lögreglu. Halldór Auðar segir Sævar Óla hafa einu sinni setið fund fyrir hönd Pírata. Það hafi verið fundur hjá Faxaflóahafnarnefnd. Athygli vakti þegar Sævari Óla var teflt fram sem umboðsmanni Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar fyrir rúmu ári. Sagði Halldór Auðar við DV af því tilefni að hann væri meðvitaður um fortíð Sævars Óla. „Málið er bara að það var enginn annar sem fékkst í þetta með þessum fyrirvara,“ sagði Halldór Auðar við DV. Sendu Píratar í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við Sævar Óla. Hann væri breyttur maður og flokkurinn stoltur af að „hjálpa þessum tönix að rísa úr öskunni.“ Halldór Auðar nýtti tækifærið, líkt og fleiri félagar við opið bréf Sævars Óla frá í gær, og minnti á að Sævar Óli væri mikill öðlingur. „Ég þekki hann mjög vel og þetta er fínasti maður. Þetta er mjög vinnusamur maður. Okkur var fullkunnugt um fortíð hans, en hann hefur unnið mjög samviskusamlega og launalaust fyrir okkur. Hann hefur tekið út sína skuld og er í raun að taka hana út áfram með stjórnmálastörfum,“ sagði Halldór Auðar við DV.Konan sem Sævar Óil rassskellti starfaði sem leikskólakennari. Frásögn þeirra af atvikinu var mjög ólík.Vísir/VilhelmRassskellti kennarann eins og mamma hafði kennt Fyrsti dómurinn yfir Sævari Óla sem vakti athygli var sex mánaða fangelsisdómur fyrir að rassskella leikskólakennara uppi á bílhúddi árið 2005. Konan hafði lagt bíl við innkeyslu og taldi Sævar Óli hana hafa lagt ólöglega þannig að hann átti í vandræðum með að komast leiðar sinnar. Benti Sævar Óli konunni á þetta en deildu þau um samskipti þeirra í kjölfarið. Óumdeilt er þó að að endingu brást Sævar Óli þannig við að hann skellti konunni á vélarhlíf bílsins og sló nokkrum sinnum þéttingsfast í rassinn eins og hann sagði mömmu sína hafa kennt sér. Fjórir af mánuðum sex voru skilorðsbundnir í þessu sérstaka máli sem Vísir fjallaði um á sínum tíma.Enginn hefur gefið blóð oftar á Íslandi en Ólafur Helgi Kjartansson (fyrir miðju).Mynd/blóðgjafafélagiðHélt á fund sýslumanns Ári síðar hlaut Sævar Óli annan sex mánaða dóm fyrir að grípa í öxl Ólafs Helga Kjartanssonar, þáverandi sýslumanns á Selfossi, og bregða fyrir hann fæti. Sævar Óli bar því við að hann hefði gripið í öxl Ólafs Helga þar sem sá síðarnefndi vildi ekki veita skýrslu hans viðtöku. Atvikið átti sér stað í Héraðsdómi Suðurlands. Sævar Óli hafði farið á lögreglustöðina á Selfossi og ætlað að tilkynna mál. Vildi hann ná tali af sýslumanni en fékk þau svör að hann væri ekki á svæðinu heldur í dómssal. Hélt hann á fund Ólafs Helga þar sem bauð honum viðtalstíma daginn eftir. Þótti Sævari Óla frekari samskipti þeirra til marks um hroka. Viðurkenndi Sævar Óli að hafa gripið í öxl sýslumanns en neitaði að hafa brugðið fyrir hann fæti.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Hlaut Sævar Óli sem fyrr sex mánaða óskilorðsbundin dóm sem var hans þriðji dómur fyrir ofbeldisbrot á fjórum árum. Hann hafði fengið fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2003. Þá fékk Sævar Óli einnig skilorðsbundinn 30 daga fangelsisdóm árið 2013 fyrir endurtekin innbrot í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu.Dóminn í því máli má lesa hér,Segir misheppnað uppeldi ekki móðurinni að kenna Sævar Óli segist í fyrrnefndu bréfi sem hann ritar til móður lögreglumannsins í gær biðja hana afsökunar á að hafa blandað henni inn í deilur hennar og sonar hennar. „Það var virkilega ljótt og slæmt af mér að gera, því auðvitað á ekki að kenna þér um þó svona illa hafi ræst úr uppeldinu á honum syni þínum…,“ segir Sævar Óli sem sótti um hæli í Danmörku árið 2011 vegna þess sem hann kallar einelti íslenskra stjórnvalda gegn sér. Hann gefur henni loforð um að láta hana algjörlega í friði. „Mín er algjör skömmin fyrir að hafa blandað þér í þetta mál…!“ Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan.Opið bréf til móður lögregluþjónsins sem ég hótaði...! Ég ætla að biðja þig innilegrar afsökunar á því að hafa sagt...Posted by Saevar Oli Helgason on Saturday, June 6, 2015 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sævar Óli Helgason, 44 ára nefndarmaður Pírata í Reykjavík, sætir ákæru fyrir að hafa hótað að berja lögreglumann og móður hans í júlí í fyrra. Sævar Óli hefur áður hlotið fangelsisdóma fyrir ofbeldisbrot. Annars vegar fyrir að rassskella leikskólakennara og hins vegar bregða fæti fyrir Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Selfossi. Málið var þingfest þann 29. maí síðastliðinn en Sævar Óli viðurkennir hótanir sínar í garði þeirra í opnu bréfi sem hann ritaði móður lögreglumannsins í gær. Hann stendur fastur á því að lögreglumaðurinn sé einn þeirra sem „umturnast við það að fara í lögreglubúning“ og sonur hennar eigi ekki heima innan lögreglunnar. Hann stendur þó fastur á því að lögreglumaðurinn hafi farið langt yfir strikið, svo langt að Sævar sjálfur hafi þurft að efna til borgaralegrar handtöku lögreglumannsins. Í bréfinu til móðurinnar, þar sem Sævar lýsir atburðarásinni frá eigin bæjardyrum, segist hann hafa hringt í neyðarlínuna til að óska eftir aðstoð við handtökuna. Honum hafi verið misboðið.Sævar Óli hefur ítrekað lent upp á kand við yfirvöld sem hann hefur sagt ofsækja sig.Vísir/AntonHefur hlotið marga dóma „Þess vegna hótaði ég honum á móti með því að segjast myndi kaghýða þig, honum ásjáandi, fyrir að ala upp svona vitleysing einsog hann væri... Áður en ég myndi svo snúa mér að honum og traðka á andlitinu hans, innanfrá...Ég veit…!“ Lögreglumaðurinn hafi í kjölfarið snúið sig niður, þrátt fyrir mótmæli kollega síns á vakt. Fullyrðir Sævar að þessi samskipti hljóti öll að vera til á upptöku auk símtals hans við neyðarlínuna sem hann telur hjálpa hans málsstað. Sævar Óli hlaut sex mánaða dóm fyrir hvort fyrrnefndra ofbeldisbrota sem áttu sér stað árin 2005 og 2006. Þá hlaut hann 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir endurtekin húsbrot við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu árið 2012.Halldór Auðar Svansson er formaður stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar..Enginn annar fékkst með svo litlum fyrirvara Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir við Stundina sem fjallaði um málið í gær að til greina komi að svipta Sævar Óla varanefndarsæti verði hann fundinn sekur af hótunum sínum í garð lögreglu. Halldór Auðar segir Sævar Óla hafa einu sinni setið fund fyrir hönd Pírata. Það hafi verið fundur hjá Faxaflóahafnarnefnd. Athygli vakti þegar Sævari Óla var teflt fram sem umboðsmanni Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar fyrir rúmu ári. Sagði Halldór Auðar við DV af því tilefni að hann væri meðvitaður um fortíð Sævars Óla. „Málið er bara að það var enginn annar sem fékkst í þetta með þessum fyrirvara,“ sagði Halldór Auðar við DV. Sendu Píratar í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við Sævar Óla. Hann væri breyttur maður og flokkurinn stoltur af að „hjálpa þessum tönix að rísa úr öskunni.“ Halldór Auðar nýtti tækifærið, líkt og fleiri félagar við opið bréf Sævars Óla frá í gær, og minnti á að Sævar Óli væri mikill öðlingur. „Ég þekki hann mjög vel og þetta er fínasti maður. Þetta er mjög vinnusamur maður. Okkur var fullkunnugt um fortíð hans, en hann hefur unnið mjög samviskusamlega og launalaust fyrir okkur. Hann hefur tekið út sína skuld og er í raun að taka hana út áfram með stjórnmálastörfum,“ sagði Halldór Auðar við DV.Konan sem Sævar Óil rassskellti starfaði sem leikskólakennari. Frásögn þeirra af atvikinu var mjög ólík.Vísir/VilhelmRassskellti kennarann eins og mamma hafði kennt Fyrsti dómurinn yfir Sævari Óla sem vakti athygli var sex mánaða fangelsisdómur fyrir að rassskella leikskólakennara uppi á bílhúddi árið 2005. Konan hafði lagt bíl við innkeyslu og taldi Sævar Óli hana hafa lagt ólöglega þannig að hann átti í vandræðum með að komast leiðar sinnar. Benti Sævar Óli konunni á þetta en deildu þau um samskipti þeirra í kjölfarið. Óumdeilt er þó að að endingu brást Sævar Óli þannig við að hann skellti konunni á vélarhlíf bílsins og sló nokkrum sinnum þéttingsfast í rassinn eins og hann sagði mömmu sína hafa kennt sér. Fjórir af mánuðum sex voru skilorðsbundnir í þessu sérstaka máli sem Vísir fjallaði um á sínum tíma.Enginn hefur gefið blóð oftar á Íslandi en Ólafur Helgi Kjartansson (fyrir miðju).Mynd/blóðgjafafélagiðHélt á fund sýslumanns Ári síðar hlaut Sævar Óli annan sex mánaða dóm fyrir að grípa í öxl Ólafs Helga Kjartanssonar, þáverandi sýslumanns á Selfossi, og bregða fyrir hann fæti. Sævar Óli bar því við að hann hefði gripið í öxl Ólafs Helga þar sem sá síðarnefndi vildi ekki veita skýrslu hans viðtöku. Atvikið átti sér stað í Héraðsdómi Suðurlands. Sævar Óli hafði farið á lögreglustöðina á Selfossi og ætlað að tilkynna mál. Vildi hann ná tali af sýslumanni en fékk þau svör að hann væri ekki á svæðinu heldur í dómssal. Hélt hann á fund Ólafs Helga þar sem bauð honum viðtalstíma daginn eftir. Þótti Sævari Óla frekari samskipti þeirra til marks um hroka. Viðurkenndi Sævar Óli að hafa gripið í öxl sýslumanns en neitaði að hafa brugðið fyrir hann fæti.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Hlaut Sævar Óli sem fyrr sex mánaða óskilorðsbundin dóm sem var hans þriðji dómur fyrir ofbeldisbrot á fjórum árum. Hann hafði fengið fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm árið 2003. Þá fékk Sævar Óli einnig skilorðsbundinn 30 daga fangelsisdóm árið 2013 fyrir endurtekin innbrot í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu.Dóminn í því máli má lesa hér,Segir misheppnað uppeldi ekki móðurinni að kenna Sævar Óli segist í fyrrnefndu bréfi sem hann ritar til móður lögreglumannsins í gær biðja hana afsökunar á að hafa blandað henni inn í deilur hennar og sonar hennar. „Það var virkilega ljótt og slæmt af mér að gera, því auðvitað á ekki að kenna þér um þó svona illa hafi ræst úr uppeldinu á honum syni þínum…,“ segir Sævar Óli sem sótti um hæli í Danmörku árið 2011 vegna þess sem hann kallar einelti íslenskra stjórnvalda gegn sér. Hann gefur henni loforð um að láta hana algjörlega í friði. „Mín er algjör skömmin fyrir að hafa blandað þér í þetta mál…!“ Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan.Opið bréf til móður lögregluþjónsins sem ég hótaði...! Ég ætla að biðja þig innilegrar afsökunar á því að hafa sagt...Posted by Saevar Oli Helgason on Saturday, June 6, 2015
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira