Ísgöngin í Langjökli: „Þetta á eftir að slá í gegn“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. júní 2015 22:03 Gangagerðarmaður sem tók þátt í að grafa ísgöngin í Langjökli er sannfærður um að þau eigi eftir að slá í geng og verða lyftistöng fyrir héraðið. Vont veður hrelldi oft vinnumenn á svæðinu í vetur og vonast þeir til að sumarið sé nú loksins komið. Hátt í eitt hundrað manns voru viðstaddir þegar ísgöngin voru vígð í gær. Það var Rangheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála sem sá um vígsluna en göngin eru stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu. Fyrir marga var þetta stór stund. Þeirra á meðal nokkra menn úr sveitinni sem grófu göngin en vinnan tók sinn tíma. „Við byrjuðum hérna 11. mars í fyrra þannig að þetta er hérna rétt rúmt ár sem að þetta hefur tekið,“ segir Andrés Eyjólfsson einn þeirra sem unnið hefur að gerð ganganna. Hann segir fjóra til átta menn að jafnaði hafa verið að störfum við að grafa gögnin. Verkið hafi að mestu gengið vel en veðrið hafi þó stundum gert mönnum erfitt fyrir. „Það er eina sem hefur tafið okkur og hrellt okkur,“ segir Andrés.Opnunarpartýið var veglegt enda mikið lagt í göngin.Mynd/VísirÁtta þúsund ferðir seldar Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. Búist er við því að flestir gestirnir komi til með að nýta sér snjóbíla eða jeppa til að komast að göngunum. Fyrir þá sem vilja fara hraðar yfir er boðið upp á þyrluferðir úr Reykjavík upp á jökulinn sjálfan. „Þetta á eftir að slá í gegn ég er alveg klár á því,“ segir Andrés. Hann segir þá sem þegar hafa komið í göngin hafa heillast. „Það er bara á einn veg. Það eru bara allir stórhrifnir,“ segir Andrés. Hann er sannfærður um að göngin komi til með að fjölga ferðamönnum á svæðinu verulega. „Þá náttúrulega er þetta ákaflega mikil lyftistöng fyrir héraðið,“ segir Andrés.Tenór prófaði hljómburð ganganna Hann er ánægður með árangurinn og sáttur við að þessi fimm hundrað metra löngu ísgöng séu nú orðin að veruleika. Þó hann sé á sama tíma feginn að verkefninu sé lokið. „Það er náttúrulega ákveðin hvíld í því enda er sumarið komið vona ég,“ segir Andrés. Hljómburðurinn í göngunum þykir víða góður og var landþekkti tenórinn Gissur Páll Gissurarson fenginn til að kanna hann í gær. Vakti flutningur hans á Hamraborginni mikla lukku meðal gesta eins og sjá má í fréttinni hér að ofan. Tengdar fréttir Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30 Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Gangagerðarmaður sem tók þátt í að grafa ísgöngin í Langjökli er sannfærður um að þau eigi eftir að slá í geng og verða lyftistöng fyrir héraðið. Vont veður hrelldi oft vinnumenn á svæðinu í vetur og vonast þeir til að sumarið sé nú loksins komið. Hátt í eitt hundrað manns voru viðstaddir þegar ísgöngin voru vígð í gær. Það var Rangheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála sem sá um vígsluna en göngin eru stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu. Fyrir marga var þetta stór stund. Þeirra á meðal nokkra menn úr sveitinni sem grófu göngin en vinnan tók sinn tíma. „Við byrjuðum hérna 11. mars í fyrra þannig að þetta er hérna rétt rúmt ár sem að þetta hefur tekið,“ segir Andrés Eyjólfsson einn þeirra sem unnið hefur að gerð ganganna. Hann segir fjóra til átta menn að jafnaði hafa verið að störfum við að grafa gögnin. Verkið hafi að mestu gengið vel en veðrið hafi þó stundum gert mönnum erfitt fyrir. „Það er eina sem hefur tafið okkur og hrellt okkur,“ segir Andrés.Opnunarpartýið var veglegt enda mikið lagt í göngin.Mynd/VísirÁtta þúsund ferðir seldar Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. Búist er við því að flestir gestirnir komi til með að nýta sér snjóbíla eða jeppa til að komast að göngunum. Fyrir þá sem vilja fara hraðar yfir er boðið upp á þyrluferðir úr Reykjavík upp á jökulinn sjálfan. „Þetta á eftir að slá í gegn ég er alveg klár á því,“ segir Andrés. Hann segir þá sem þegar hafa komið í göngin hafa heillast. „Það er bara á einn veg. Það eru bara allir stórhrifnir,“ segir Andrés. Hann er sannfærður um að göngin komi til með að fjölga ferðamönnum á svæðinu verulega. „Þá náttúrulega er þetta ákaflega mikil lyftistöng fyrir héraðið,“ segir Andrés.Tenór prófaði hljómburð ganganna Hann er ánægður með árangurinn og sáttur við að þessi fimm hundrað metra löngu ísgöng séu nú orðin að veruleika. Þó hann sé á sama tíma feginn að verkefninu sé lokið. „Það er náttúrulega ákveðin hvíld í því enda er sumarið komið vona ég,“ segir Andrés. Hljómburðurinn í göngunum þykir víða góður og var landþekkti tenórinn Gissur Páll Gissurarson fenginn til að kanna hann í gær. Vakti flutningur hans á Hamraborginni mikla lukku meðal gesta eins og sjá má í fréttinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30 Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30
Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00
Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24