Nýtt fangelsi léttir á neyðarástandi í fangelsismálum Heimir Már Pétursson skrifar 5. júní 2015 19:20 Neyðarástand ríkir í fangelsismálum á Íslandi vegna skorts á fangelsum og rekstrarfé til Fangelsismálastofnunar sem skorið hefur verið niður um fjórðung frá hruni. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður mesta bylting í fangelsismálum landsins frá árinu 1874 að sögn fangelsismálastjóra. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er nú óðum að taka á sig sína endanlegu mynd en þar verður aðstaða fyrir 56 fanga. Það hefur verið beðið eftir nýju fangelsi á Íslandi áratugum saman en ef fjárveitingarvaldið stendur við sitt fer að styttast í að fangelsið á Hólmsheiði verði fullbúið.Verður þetta fangelsi í anda Bastians bæjarfógeta eða Alcatraz Íslands?„Nei, þetta verður fangelsi þar sem betrun er höfð í fyrirrúmi. Steinsteypa er ekki betrun en hún er nauðsynlegur partur af henni. Meðal annars vegna þess er hér heimsóknaríbúð. Þannig að börn fanga geta dvalið hér í lengri tíma með mömmu eða pabba,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Þörfin á úrbótum í fangelsismálum er mikil og hefur ágerst með árunum. Þannig hefur lélegu kvennafangelsi í Kópavogi nýlega verið lokað vegna fjárskorts. „Nú erum við í kvennaálmunni, þeirri álmu sem fyrst verður tekin í notkun. Væntanlega í byrjun næsta árs,“ segir Páll en hann hlakkar greinilega til að geta nýtt hana.En þar er hálfgert neyðarástand í þeim efnum núna?„Já, það er neyðarástand. Það er ekki hægt að neita því. Við þurftum að loka kvennafangelsinu fyrr vegna niðurskurðar en þetta er bara raunveruleikinn í dag.“ Á Hólmsheiði verður fullkomin aðstaða fyrir bæði kvenfanga, almenna fanga og gæsluvarðhaldsfanga með góðri aðstöðu fyrir lögreglu og fangaverði sem og þá sem heimsækja fangana. En þörfin er mikil, bæði rekstrarlega og varðandi fjölda fangarýma í landinu.Eruð þið ekki að fá það rekstrarfé sem þarf og hefur þurft á undanförnum árum?„Nei ég treysti mér til að fullyrða það,“ segir Páll. „Við erum búin að skera niður um 25 prósent frá hruni og þetta fangelsi leysir af 25 manna fangelsi og hér verða 56 fangar. Þannig að það segir sig sjálft að það kostar meira.“ Og það eru margir sem bíða refsivistar á Íslandi. Það er kannski ekki hægt að orða það örðuvísi á mannamáli en að biðlistinn sé okkur sem þjóð eiginlega til skammar, er það ekki?„Jú,“ svarar Páll og bætir við að nú séu 450 manns að bíða refsivistar. Þá segir hann að fjölga þurfi öðrum refsiúrræðum en nýja fangelsið verði alger bylting. „Þetta er alger bylting og í rauninni eitt stærsta skref fram á við í íslensku fangelsiskerfi síðan árið 1874,“ segir Páll. Tengdar fréttir Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00 Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00 Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Neyðarástand ríkir í fangelsismálum á Íslandi vegna skorts á fangelsum og rekstrarfé til Fangelsismálastofnunar sem skorið hefur verið niður um fjórðung frá hruni. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður mesta bylting í fangelsismálum landsins frá árinu 1874 að sögn fangelsismálastjóra. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er nú óðum að taka á sig sína endanlegu mynd en þar verður aðstaða fyrir 56 fanga. Það hefur verið beðið eftir nýju fangelsi á Íslandi áratugum saman en ef fjárveitingarvaldið stendur við sitt fer að styttast í að fangelsið á Hólmsheiði verði fullbúið.Verður þetta fangelsi í anda Bastians bæjarfógeta eða Alcatraz Íslands?„Nei, þetta verður fangelsi þar sem betrun er höfð í fyrirrúmi. Steinsteypa er ekki betrun en hún er nauðsynlegur partur af henni. Meðal annars vegna þess er hér heimsóknaríbúð. Þannig að börn fanga geta dvalið hér í lengri tíma með mömmu eða pabba,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Þörfin á úrbótum í fangelsismálum er mikil og hefur ágerst með árunum. Þannig hefur lélegu kvennafangelsi í Kópavogi nýlega verið lokað vegna fjárskorts. „Nú erum við í kvennaálmunni, þeirri álmu sem fyrst verður tekin í notkun. Væntanlega í byrjun næsta árs,“ segir Páll en hann hlakkar greinilega til að geta nýtt hana.En þar er hálfgert neyðarástand í þeim efnum núna?„Já, það er neyðarástand. Það er ekki hægt að neita því. Við þurftum að loka kvennafangelsinu fyrr vegna niðurskurðar en þetta er bara raunveruleikinn í dag.“ Á Hólmsheiði verður fullkomin aðstaða fyrir bæði kvenfanga, almenna fanga og gæsluvarðhaldsfanga með góðri aðstöðu fyrir lögreglu og fangaverði sem og þá sem heimsækja fangana. En þörfin er mikil, bæði rekstrarlega og varðandi fjölda fangarýma í landinu.Eruð þið ekki að fá það rekstrarfé sem þarf og hefur þurft á undanförnum árum?„Nei ég treysti mér til að fullyrða það,“ segir Páll. „Við erum búin að skera niður um 25 prósent frá hruni og þetta fangelsi leysir af 25 manna fangelsi og hér verða 56 fangar. Þannig að það segir sig sjálft að það kostar meira.“ Og það eru margir sem bíða refsivistar á Íslandi. Það er kannski ekki hægt að orða það örðuvísi á mannamáli en að biðlistinn sé okkur sem þjóð eiginlega til skammar, er það ekki?„Jú,“ svarar Páll og bætir við að nú séu 450 manns að bíða refsivistar. Þá segir hann að fjölga þurfi öðrum refsiúrræðum en nýja fangelsið verði alger bylting. „Þetta er alger bylting og í rauninni eitt stærsta skref fram á við í íslensku fangelsiskerfi síðan árið 1874,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00 Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00 Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00
Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00
Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20