Nýtt fangelsi léttir á neyðarástandi í fangelsismálum Heimir Már Pétursson skrifar 5. júní 2015 19:20 Neyðarástand ríkir í fangelsismálum á Íslandi vegna skorts á fangelsum og rekstrarfé til Fangelsismálastofnunar sem skorið hefur verið niður um fjórðung frá hruni. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður mesta bylting í fangelsismálum landsins frá árinu 1874 að sögn fangelsismálastjóra. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er nú óðum að taka á sig sína endanlegu mynd en þar verður aðstaða fyrir 56 fanga. Það hefur verið beðið eftir nýju fangelsi á Íslandi áratugum saman en ef fjárveitingarvaldið stendur við sitt fer að styttast í að fangelsið á Hólmsheiði verði fullbúið.Verður þetta fangelsi í anda Bastians bæjarfógeta eða Alcatraz Íslands?„Nei, þetta verður fangelsi þar sem betrun er höfð í fyrirrúmi. Steinsteypa er ekki betrun en hún er nauðsynlegur partur af henni. Meðal annars vegna þess er hér heimsóknaríbúð. Þannig að börn fanga geta dvalið hér í lengri tíma með mömmu eða pabba,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Þörfin á úrbótum í fangelsismálum er mikil og hefur ágerst með árunum. Þannig hefur lélegu kvennafangelsi í Kópavogi nýlega verið lokað vegna fjárskorts. „Nú erum við í kvennaálmunni, þeirri álmu sem fyrst verður tekin í notkun. Væntanlega í byrjun næsta árs,“ segir Páll en hann hlakkar greinilega til að geta nýtt hana.En þar er hálfgert neyðarástand í þeim efnum núna?„Já, það er neyðarástand. Það er ekki hægt að neita því. Við þurftum að loka kvennafangelsinu fyrr vegna niðurskurðar en þetta er bara raunveruleikinn í dag.“ Á Hólmsheiði verður fullkomin aðstaða fyrir bæði kvenfanga, almenna fanga og gæsluvarðhaldsfanga með góðri aðstöðu fyrir lögreglu og fangaverði sem og þá sem heimsækja fangana. En þörfin er mikil, bæði rekstrarlega og varðandi fjölda fangarýma í landinu.Eruð þið ekki að fá það rekstrarfé sem þarf og hefur þurft á undanförnum árum?„Nei ég treysti mér til að fullyrða það,“ segir Páll. „Við erum búin að skera niður um 25 prósent frá hruni og þetta fangelsi leysir af 25 manna fangelsi og hér verða 56 fangar. Þannig að það segir sig sjálft að það kostar meira.“ Og það eru margir sem bíða refsivistar á Íslandi. Það er kannski ekki hægt að orða það örðuvísi á mannamáli en að biðlistinn sé okkur sem þjóð eiginlega til skammar, er það ekki?„Jú,“ svarar Páll og bætir við að nú séu 450 manns að bíða refsivistar. Þá segir hann að fjölga þurfi öðrum refsiúrræðum en nýja fangelsið verði alger bylting. „Þetta er alger bylting og í rauninni eitt stærsta skref fram á við í íslensku fangelsiskerfi síðan árið 1874,“ segir Páll. Tengdar fréttir Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00 Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00 Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Neyðarástand ríkir í fangelsismálum á Íslandi vegna skorts á fangelsum og rekstrarfé til Fangelsismálastofnunar sem skorið hefur verið niður um fjórðung frá hruni. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður mesta bylting í fangelsismálum landsins frá árinu 1874 að sögn fangelsismálastjóra. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er nú óðum að taka á sig sína endanlegu mynd en þar verður aðstaða fyrir 56 fanga. Það hefur verið beðið eftir nýju fangelsi á Íslandi áratugum saman en ef fjárveitingarvaldið stendur við sitt fer að styttast í að fangelsið á Hólmsheiði verði fullbúið.Verður þetta fangelsi í anda Bastians bæjarfógeta eða Alcatraz Íslands?„Nei, þetta verður fangelsi þar sem betrun er höfð í fyrirrúmi. Steinsteypa er ekki betrun en hún er nauðsynlegur partur af henni. Meðal annars vegna þess er hér heimsóknaríbúð. Þannig að börn fanga geta dvalið hér í lengri tíma með mömmu eða pabba,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Þörfin á úrbótum í fangelsismálum er mikil og hefur ágerst með árunum. Þannig hefur lélegu kvennafangelsi í Kópavogi nýlega verið lokað vegna fjárskorts. „Nú erum við í kvennaálmunni, þeirri álmu sem fyrst verður tekin í notkun. Væntanlega í byrjun næsta árs,“ segir Páll en hann hlakkar greinilega til að geta nýtt hana.En þar er hálfgert neyðarástand í þeim efnum núna?„Já, það er neyðarástand. Það er ekki hægt að neita því. Við þurftum að loka kvennafangelsinu fyrr vegna niðurskurðar en þetta er bara raunveruleikinn í dag.“ Á Hólmsheiði verður fullkomin aðstaða fyrir bæði kvenfanga, almenna fanga og gæsluvarðhaldsfanga með góðri aðstöðu fyrir lögreglu og fangaverði sem og þá sem heimsækja fangana. En þörfin er mikil, bæði rekstrarlega og varðandi fjölda fangarýma í landinu.Eruð þið ekki að fá það rekstrarfé sem þarf og hefur þurft á undanförnum árum?„Nei ég treysti mér til að fullyrða það,“ segir Páll. „Við erum búin að skera niður um 25 prósent frá hruni og þetta fangelsi leysir af 25 manna fangelsi og hér verða 56 fangar. Þannig að það segir sig sjálft að það kostar meira.“ Og það eru margir sem bíða refsivistar á Íslandi. Það er kannski ekki hægt að orða það örðuvísi á mannamáli en að biðlistinn sé okkur sem þjóð eiginlega til skammar, er það ekki?„Jú,“ svarar Páll og bætir við að nú séu 450 manns að bíða refsivistar. Þá segir hann að fjölga þurfi öðrum refsiúrræðum en nýja fangelsið verði alger bylting. „Þetta er alger bylting og í rauninni eitt stærsta skref fram á við í íslensku fangelsiskerfi síðan árið 1874,“ segir Páll.
Tengdar fréttir Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00 Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00 Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum „Til skammar," segir forstjóri Fangelsismálastofnunar 22. apríl 2015 20:00
Ófremdarástand í fangelsismálum Stjórnmálamenn bera ábyrgð á ástandinu í fangelsismálum. 28. maí 2015 07:00
Ung kona í einangrun í hegningarhúsinu vegna plássleysis Kópavogsfangelsinu hefur nú verið lokað og var síðasti fanginn var fluttur þaðan út í dag. 22. maí 2015 20:20