Lífið

Stjörnuspá Siggu Kling - Sporðdreki: Láttu það eftir þér

Sigga Kling skrifar
Hjartans yfirnáttúrulegi sporðdreki. Það er vart hægt að segja að það sé nokkur manneskja í þessu merki sem er alveg venjuleg. Að vera venjulegur getur stundum verið dálítið „dull“ en ekki er hægt að segja það um þig, elsku sporðdrekinn minn.

Þú ert búinn að ganga í gegnum töluverðar sveiflur núna undanfarið. Þú ert svo spenntur og allt er dásamlegt. Svo allt í einu í smá stund finnst þér það óyfirstíganlegt, en taktu eftir, það er bara í smá stund. Það eru engar tilviljanir í gangi. Það er verið að berja þig áfram og stundum ertu alveg að gefast upp af þreytu, en það er samt ekkert vont í stöðunni.

Það er hugrekki í þér og þú átt eftir að standa með þér alla leið, þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum ýmsa lífsreynslu. Láttu ekki drauga úr fortíðinni gera þér bilt við því þú ert að fara inn í tímabil þar sem þú átt eftir að hafa svo góða stjórn. Og hvað er betra en sporðdreki sem sér að hann er með þessa miklu leiðtogahæfni? Steinhættu að láta annarra orð meiða þig, aðrir halda nefnilega að þú sért svo sterkur að ekkert komi þér úr jafnvægi. Að sjálfsögðu ertu sterkur, elsku sporðdreki, en í þér er lítið fuglshjarta.

Þú þarft að gera allt til að halda gleðinni. Ef súkkulaði gerir þig glaðan, láttu það þá eftir þér. Gerðu það sem gerir þig glaðan því grámi yfir huganum getur hindrað þennan ótrúlega kraft sem Plútó er að senda inn í líf þitt. Það liggur mikil gredda í loftinu sem er um að gera fyrir hinn kynorkumikla sporðdreka að nýta sér til góðs.

Mottó:

Einbeittu þér að því sem skiptir máli.



Frægir sporðdrekar: Dísa dásemd í World Class, Helga Braga leikkona, Björk Guðmundsdótitr söngkona, Scarlett Johansson, Whoopie Goldberg, Kári Viðarsson alt mulig mand. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×