Hæstiréttur sýknar Síldarvinnsluna af kröfu Vestmannaeyjabæjar Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2015 17:36 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir niðurstöðuna hæstaréttar vera þá að forkaupsréttur sveitarfélaga sé ekki virkur. Hæstiréttur sýknaði í dag Síldarvinnsluna og Berg/Hugin af kröfum Vestmannaeyjabæjar um að ógilda skyldi samning Síldarvinnslunnar um kaup á öllum eignarhlutum í útgerðarfélaginu Bergi/Hugin frá árinu 2012. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir niðurstöðu Hæstaréttar vera þá að forkaupsréttur sveitarfélaga sé ekki virkur. Vestmannaeyjabær hafði krafist þess að samningurinn yrði ógiltur á grundvelli laga um stjórnun fiskveiða, þar sem vísað var í 12. grein laganna um að sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda eigi forkaupsrétt að skipi ef selja á skipið til útgerðar í öðru sveitarfélagi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Vestmannaeyjarbæ í vil.Krafa Vestmannaeyjabæjar brastÍ dómi Hæstaréttar er meðal annars vísað til þess að textaskýring á orðinu fiskiskip í 12. grein laganna gæti engum vafa valdið og að kaupsamningurinn hefði ekki verið gerður um fiskiskip heldur hlutabréf í Bergi/Hugin. „Þar sem forkaupsréttur samkvæmt lagaákvæðinu horfði til takmörkunar á stjórnarskrárvörðum eignarrétti girti það þegar fyrir að því yrði gefin rýmri merking með skýringu, svo og til verulegra takmarkana á því að efnisregla ákvæðisins yrði með lögjöfnun færð yfir á önnur atvik en þau sem beinlínis ættu undir það. Þá leit rétturinn til þess að ekki væri í lögum nr. 116/2006 mælt fyrir um forkaupsrétt sveitarfélaga að aflahlutdeild skips, þrátt fyrir að þar væri í 12. gr. að finna reglur um frelsi til að framselja slík verðmæti, sem stæði lögjöfnun í vegi að því er aflahlutdeild varðaði. Loks var skírskotað til þess að bókfært verðmæti skipa BH ehf. væri aðeins rúmur fimmtungur heildareigna félagsins, samkvæmt síðasta ársreikningi sem gerður var fyrir kaupin, en andvirði varanlegra fiskveiðiheimilda næmi meira en 2/3 af verðmæti heildareigna þess.“ Hæstiréttur taldi að ekki hefðu verið leiddar nokkrar líkur að því að kaupsamningur Síldarvinnslunnar og Bergs/Hugins hefði í reynd miðað að því sem meginatriði að koma fram yfirfærslu eignarréttar að fiskiskipum Bergs/Hugins, en klæða þau viðskipti í annan búning. Því hafi lagastoð til að verða við kröfu Vestmannaeyjarbæjar brostið.Forsaga málsinsFyrir tæpum þremur árum undirritaði Síldarvinnslan hf., í Neskaupstað, kaupsamning á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Seljandinn var hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Með kaupunum á félaginu eignaðist Síldarvinnslan togarana Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444 en Bergur-Huginn hafði yfir að ráða 5.200 þorskígildistonnum. Samkvæmt 12. grein laga um stjórnun fiskveiða á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipi ef selja á skipið til útgerðar í öðru sveitarfélagi. Farið var fram hjá þessu ákvæði lagana við söluna á hlutafé í Berg-Huginn og sætti sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar sig ekki við og höfðaði mál fyrir héraðsdómi og hafði betur. Málinu var í kjölfarið áfrýjað af Síldarvinnslunni og Q-44 ehf., þeim sem seldu.„Forkaupsréttur sveitarfélaga ekki virkur“Elliði sendi frá sér fréttatilkynningu eftir að dómur féll í Hæstarétti nú síðdegis. Hann segir niðurstöðuna vera þá að forkaupsréttur sveitarfélaga sé í raun ekki virkur.„Lykilatriði þessa máls er að nú er komin niðurstaða og hún er sú að forkaupsréttur sveitarfélaga samkvæmt 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða er ekki virkur. Þar með er sú litla vörn sem löggjafinn byggði inn í lögin að engu hafður. Vörn íbúa gegn skyndilegum og miklum breytingum í atvinnuumhverfi sveitarfélagsins er engin.Ekki dugði minna til 1 héraðsdómara og 5 hæstaréttardómara til að komast að niðurstöðu og var sú niðurstaða misvísandi milli dómsstiga. Þegar þannig hagar til er eðlilegt að sveitarstjórnir og útgerðir um allt land eigi erfitt með að fóta sig og lendi upp á kant vegna formgalla á lögunum. Þá verkur það sérstaka athygli vekur að málskostnaður er felldur niður sem bendir til þess að hæstiréttur hafi talið málefnalegar ástæður fyrir málarekstri Vestmannaeyjabæjar burt sé frá niðurstöðunni. Krafa sjávarbyggða nú hlýtur því að vera að skerpt verði á ákvæðinu forkaupsrétt og trygg verði að útgerðir geti ekki á markvissan máta farið fram hjá vilja löggjafans með lagatæknilegum æfingum.Ég vil þó að það komi skýrt fram að samningur milli Bergs-Hugins og Síldarvinnslunnar er ekki með neinum hætti ólíkur því sem gengur og gerist í kaupum og sölum á útgerðunum. Það sem gerir þetta mál sérstakt eru viðbrögð Vestmannaeyjabæjar og ákvörðun bæjarstjórnar um að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort íbúar ættu vörn í lögum um stjórn fiskveiðar eða ekki.Íslendingar búa við eitt hagkvæmasta fiskveiðistjórnunarkerfi sem þekkist meðal fiskveiðiþjóða. Kerfi sem tryggt hefur þjóðinni verulegan arð og hagsæld í gegnum tíðina. Frjálst framsal aflaheimilda er ein af grunnforsendum þessarar hagkvæmni. Galli þess er þó að herkostnaður hagræðingarinnar hefur eingöngu bitnað á íbúum sjávarbyggða. Þannig hefur til að mynda íbúum í Vestmannaeyjum fækkað um 20% frá því að hið frjálsa framsal var tekið upp. Víða hefur byggðaröskunin orðið enn meiri. Krafa Vestmannaeyjabæjar nú sem fyrr er að sú litla byggðarvörn sem þó er í lögum um stjórn fiskveiða sé virt og á henni verði skerpt. Forkaupsrétturinn dregur enda ekki úr hagræði enda ljóst að kaupverðið ræðst af hagkvæmni og til að nýta forkaupsréttinn þarf útgerð á viðkomandi stað að vera amk. jafn hagkvæm og á þeim stað sem til stendur að flytja aflaheimildirnar og veiðiskipin.Vestmannaeyjabær mun í framhaldi af þessum dómi óska eftir fundi með Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra til að ræða þessi mál með það að leiðarljósi að treysta enn frekar hagsmuni sjávarbyggða og þar með sjávarútvegs á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.Uppfært 17:59: Tilkynning hefur borist frá Síldarvinnslunni vegna dóms Hæstaréttar.„Hæstiréttur sýknaði í dag Síldarvinnsluna hf. af kröfu Vestmannaeyjarbæjar um að ógilda kaup félagsins á öllum hlutabréfum í Bergur-Huginn ehf. Í dómnum er tekið undir sjónarmið Síldarvinnslunnar að forkaupsréttur sveitarfélagsins náði ekki til þessara viðskipta.„Niðurstaða Hæstaréttar er mjög skýr og í fullu samræmi við afstöðu okkar frá fyrsta degi. Eftir þrjú ár er staðfest að þeir sem komu að þessum viðskiptum störfuðu innan ramma laganna. Kveðið er mjög skýrt á um það að forkaupsréttarákvæði sveitarfélaga snýr eingöngu að fiskiskipum en hvorki aflaheimildum né hlutabréfum. Þessi niðurstaða er góð fyrir Síldarvinnsluna,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.Hér má lesa dóm Hæstaréttar. Tengdar fréttir Vestmannaeyjabær fagnar áfrýjun Síldarvinnslunnar Fyrirtækið hefur áfrýjað úrskurði héraðsdóms, sem ógildi kaup á félaginu Bergi-Hugin. 16. júlí 2014 15:50 „Ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum“ Forkaupsréttur Vestmannaeyjabæjar fyrir Hæstarétti. 27. maí 2015 16:46 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í dag Síldarvinnsluna og Berg/Hugin af kröfum Vestmannaeyjabæjar um að ógilda skyldi samning Síldarvinnslunnar um kaup á öllum eignarhlutum í útgerðarfélaginu Bergi/Hugin frá árinu 2012. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir niðurstöðu Hæstaréttar vera þá að forkaupsréttur sveitarfélaga sé ekki virkur. Vestmannaeyjabær hafði krafist þess að samningurinn yrði ógiltur á grundvelli laga um stjórnun fiskveiða, þar sem vísað var í 12. grein laganna um að sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda eigi forkaupsrétt að skipi ef selja á skipið til útgerðar í öðru sveitarfélagi. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Vestmannaeyjarbæ í vil.Krafa Vestmannaeyjabæjar brastÍ dómi Hæstaréttar er meðal annars vísað til þess að textaskýring á orðinu fiskiskip í 12. grein laganna gæti engum vafa valdið og að kaupsamningurinn hefði ekki verið gerður um fiskiskip heldur hlutabréf í Bergi/Hugin. „Þar sem forkaupsréttur samkvæmt lagaákvæðinu horfði til takmörkunar á stjórnarskrárvörðum eignarrétti girti það þegar fyrir að því yrði gefin rýmri merking með skýringu, svo og til verulegra takmarkana á því að efnisregla ákvæðisins yrði með lögjöfnun færð yfir á önnur atvik en þau sem beinlínis ættu undir það. Þá leit rétturinn til þess að ekki væri í lögum nr. 116/2006 mælt fyrir um forkaupsrétt sveitarfélaga að aflahlutdeild skips, þrátt fyrir að þar væri í 12. gr. að finna reglur um frelsi til að framselja slík verðmæti, sem stæði lögjöfnun í vegi að því er aflahlutdeild varðaði. Loks var skírskotað til þess að bókfært verðmæti skipa BH ehf. væri aðeins rúmur fimmtungur heildareigna félagsins, samkvæmt síðasta ársreikningi sem gerður var fyrir kaupin, en andvirði varanlegra fiskveiðiheimilda næmi meira en 2/3 af verðmæti heildareigna þess.“ Hæstiréttur taldi að ekki hefðu verið leiddar nokkrar líkur að því að kaupsamningur Síldarvinnslunnar og Bergs/Hugins hefði í reynd miðað að því sem meginatriði að koma fram yfirfærslu eignarréttar að fiskiskipum Bergs/Hugins, en klæða þau viðskipti í annan búning. Því hafi lagastoð til að verða við kröfu Vestmannaeyjarbæjar brostið.Forsaga málsinsFyrir tæpum þremur árum undirritaði Síldarvinnslan hf., í Neskaupstað, kaupsamning á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Seljandinn var hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Með kaupunum á félaginu eignaðist Síldarvinnslan togarana Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444 en Bergur-Huginn hafði yfir að ráða 5.200 þorskígildistonnum. Samkvæmt 12. grein laga um stjórnun fiskveiða á sveitarstjórn í sveitarfélagi seljanda forkaupsrétt að skipi ef selja á skipið til útgerðar í öðru sveitarfélagi. Farið var fram hjá þessu ákvæði lagana við söluna á hlutafé í Berg-Huginn og sætti sveitarstjórn Vestmannaeyjabæjar sig ekki við og höfðaði mál fyrir héraðsdómi og hafði betur. Málinu var í kjölfarið áfrýjað af Síldarvinnslunni og Q-44 ehf., þeim sem seldu.„Forkaupsréttur sveitarfélaga ekki virkur“Elliði sendi frá sér fréttatilkynningu eftir að dómur féll í Hæstarétti nú síðdegis. Hann segir niðurstöðuna vera þá að forkaupsréttur sveitarfélaga sé í raun ekki virkur.„Lykilatriði þessa máls er að nú er komin niðurstaða og hún er sú að forkaupsréttur sveitarfélaga samkvæmt 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða er ekki virkur. Þar með er sú litla vörn sem löggjafinn byggði inn í lögin að engu hafður. Vörn íbúa gegn skyndilegum og miklum breytingum í atvinnuumhverfi sveitarfélagsins er engin.Ekki dugði minna til 1 héraðsdómara og 5 hæstaréttardómara til að komast að niðurstöðu og var sú niðurstaða misvísandi milli dómsstiga. Þegar þannig hagar til er eðlilegt að sveitarstjórnir og útgerðir um allt land eigi erfitt með að fóta sig og lendi upp á kant vegna formgalla á lögunum. Þá verkur það sérstaka athygli vekur að málskostnaður er felldur niður sem bendir til þess að hæstiréttur hafi talið málefnalegar ástæður fyrir málarekstri Vestmannaeyjabæjar burt sé frá niðurstöðunni. Krafa sjávarbyggða nú hlýtur því að vera að skerpt verði á ákvæðinu forkaupsrétt og trygg verði að útgerðir geti ekki á markvissan máta farið fram hjá vilja löggjafans með lagatæknilegum æfingum.Ég vil þó að það komi skýrt fram að samningur milli Bergs-Hugins og Síldarvinnslunnar er ekki með neinum hætti ólíkur því sem gengur og gerist í kaupum og sölum á útgerðunum. Það sem gerir þetta mál sérstakt eru viðbrögð Vestmannaeyjabæjar og ákvörðun bæjarstjórnar um að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort íbúar ættu vörn í lögum um stjórn fiskveiðar eða ekki.Íslendingar búa við eitt hagkvæmasta fiskveiðistjórnunarkerfi sem þekkist meðal fiskveiðiþjóða. Kerfi sem tryggt hefur þjóðinni verulegan arð og hagsæld í gegnum tíðina. Frjálst framsal aflaheimilda er ein af grunnforsendum þessarar hagkvæmni. Galli þess er þó að herkostnaður hagræðingarinnar hefur eingöngu bitnað á íbúum sjávarbyggða. Þannig hefur til að mynda íbúum í Vestmannaeyjum fækkað um 20% frá því að hið frjálsa framsal var tekið upp. Víða hefur byggðaröskunin orðið enn meiri. Krafa Vestmannaeyjabæjar nú sem fyrr er að sú litla byggðarvörn sem þó er í lögum um stjórn fiskveiða sé virt og á henni verði skerpt. Forkaupsrétturinn dregur enda ekki úr hagræði enda ljóst að kaupverðið ræðst af hagkvæmni og til að nýta forkaupsréttinn þarf útgerð á viðkomandi stað að vera amk. jafn hagkvæm og á þeim stað sem til stendur að flytja aflaheimildirnar og veiðiskipin.Vestmannaeyjabær mun í framhaldi af þessum dómi óska eftir fundi með Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra til að ræða þessi mál með það að leiðarljósi að treysta enn frekar hagsmuni sjávarbyggða og þar með sjávarútvegs á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.Uppfært 17:59: Tilkynning hefur borist frá Síldarvinnslunni vegna dóms Hæstaréttar.„Hæstiréttur sýknaði í dag Síldarvinnsluna hf. af kröfu Vestmannaeyjarbæjar um að ógilda kaup félagsins á öllum hlutabréfum í Bergur-Huginn ehf. Í dómnum er tekið undir sjónarmið Síldarvinnslunnar að forkaupsréttur sveitarfélagsins náði ekki til þessara viðskipta.„Niðurstaða Hæstaréttar er mjög skýr og í fullu samræmi við afstöðu okkar frá fyrsta degi. Eftir þrjú ár er staðfest að þeir sem komu að þessum viðskiptum störfuðu innan ramma laganna. Kveðið er mjög skýrt á um það að forkaupsréttarákvæði sveitarfélaga snýr eingöngu að fiskiskipum en hvorki aflaheimildum né hlutabréfum. Þessi niðurstaða er góð fyrir Síldarvinnsluna,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.Hér má lesa dóm Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Vestmannaeyjabær fagnar áfrýjun Síldarvinnslunnar Fyrirtækið hefur áfrýjað úrskurði héraðsdóms, sem ógildi kaup á félaginu Bergi-Hugin. 16. júlí 2014 15:50 „Ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum“ Forkaupsréttur Vestmannaeyjabæjar fyrir Hæstarétti. 27. maí 2015 16:46 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Vestmannaeyjabær fagnar áfrýjun Síldarvinnslunnar Fyrirtækið hefur áfrýjað úrskurði héraðsdóms, sem ógildi kaup á félaginu Bergi-Hugin. 16. júlí 2014 15:50
„Ekki hægt að svipta íbúa lífsviðurværinu og svipta byggðirnar byggðaforsendum“ Forkaupsréttur Vestmannaeyjabæjar fyrir Hæstarétti. 27. maí 2015 16:46