Innlent

Sagt sigla með tæp 2.000 tonn af hvalkjöti til Japan

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Winter Bay við bryggju.
Winter Bay við bryggju. vísir/ernir
Flutningaskipið Winter Bay lagði úr Hafnarfjarðarhöfn með tæplega tvöþúsund tonn af langreyðarkjöti og er stefna þess sett á Japan með viðkomu í Ghana. Áður var fyrsti uppgefni áfangastaður skipsins Luanda í Angóla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dýraverndunarsamtökunum IFAW.

Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að útgerð skipsins, sem Hvalur hf. notar til flutninganna, Aquaship, hefur á undanförnum árum tengst ýmiskonar vafasömum flutningum s.s. meintum ölöglegum vopnaflutningum um borð í Arctic Sea frá Rússlandi til Írans árið 2009.

Flest ríki telja milliríkjaverslun með hvalkjöt ólöglega verslun með smyglvarning og fæst ríki vilja setja nafn sitt við slíkt. Winter Bay mun líklega þurfa að taka olíu fjórum sinnum á leið sinni til Japan. 180 þjóðir heimsins hafa ritað undir sáttmála þar sem lagt er bann við því að versla með dýr í útrýmingarhættu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×