Sport

Íslendingar með langflest verðlaun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dominiqua Belanyi hefur nú þegar unnið gull í fjölþraut og í keppni á tvíslá, sem og í liðakeppni á áhaldafimleikum.
Dominiqua Belanyi hefur nú þegar unnið gull í fjölþraut og í keppni á tvíslá, sem og í liðakeppni á áhaldafimleikum. Vísir/Vilhelm
Íslenska keppnisliðið á Smáþjóðaleikunum hefur unnið flest verðlaun allra þjóða að loknum fyrstu tveimur keppnisdögunum.

Ísland hefur unnið til samtals fimmtán gullverðlauna en Lúxemborg kemur næst með fjórtán. Kýpur er svo með ellefu en engin önnur þjóð hefur unnið meira en þrenn gullverðlaun.

Ísland hefur þar að auki unnið 21 silfur og átján brons. Heildarfjöldi verðlauna er því 54 eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Þar hefur Ísland væna forystu því Lúxemborg kemur næst með 32 verðlaun.

Ísland og Kýpur eru nú jöfn í efsta sæti heildarfjölda verðlauna í sögu leikanna. Bæði lönd hafa unnið 429 gullverðlaun. Kýpverjar hafa þó enn nauma forystu í heildarfjölda verðlauna en það gæti breyst ef gott gengi Íslands heldur áfram hér í Reykjavík.

Keppni heldur áfram í dag en leikunum lýkur á sunnudag.

Verðlaunataflan á leikunum 2015:

1. Ísland 15 gull (samtals 54)

2. Lúxemborg 14 (32)

3. Kýpur 11 (23)

4. Liechtenstein 3 (10)

5. Malta 2 (12)

6. Mónakó 2 (8)

7. Andorra 0 (1)

8. San Marínó 0 (2)

Heildarfjöldi verðlauna á Smáþjóðaleikum:

1. Kýpur 429 gull (1107 samtals)

2. Ísland 429 (1083)

3. Lúxemborg 311 (940)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×