Einn sá allra spilltasti snýst gegn Blatter og ætlar að segja frá öllu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2015 08:00 Jack Warner á ekki von á góðu þó hann játi. vísir/getty Jack Warner, fyrrverandi forseti knatspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku og Karíbahafsins, CONCACAF, segist vita hvers vegna Sepp Blatter, forseti FIFA, hafi óvænt sagt af sér í fyrradag. Warner, sem var áður varaforseti FIFA, er sjálfur einn sá allra spilltasti og er einn þeirra sem bandarísk dómsmálayfirvöld hafa kært fyrir mútuþægni. Hann var með fimm mínútna ávarp á sjónvarpstöð í heimalandinu Trínídad og Tóbago í gærkvöldi þar sem hann sagðist óttast um eigi líf og hann hefði sagt lögfræðingum sínum að hafa samband við lögregluyfirvöld í heimalandi sínu og víðar. Warner segist ætla leysa frá skjóðunni og segja frá öllu sem hann veit um spillinguna innan FIFA, en þessi fyrrverandi kennari er metinn á ríflega 100 milljónir dollara eftir setu sína í stjórn FIFA. „Blatter veit af hverju hann féll. Það skiptir svo engu máli þó enginn annar viti það, því ég veit ástæðuna,“ sagði Warner.Sepp Blatter er kominn með bakið uppvið vegg.vísir/gettyHann segist hafa undir höndum sum þeirra skjala sem Bandaríkjamenn hafa safnað að sér í tengslum við rannsóknina sem tengjast fjármálum FIFA. Þá sagðist Warner einnig vera með skjöl sem tengja nokkra yfirmenn FIFA, þar á meðal Sepp Blatter, við vafasamar kosningar til þings í Trínídad og Tóbagó fyrir fimm árum síðan. „Ég biðst afsökunar á að hafa ekki greint frá vitneskju minni um þetta fyrr. Ég get ekki snúið við á þeirri leið sem ég valdi mér,“ sagði Warner. „Ég hef þagað í ótta um að þessi dagur myndi renna upp. Það geri ég ekki lengur. Ég mun ekki lengur varðveita leyndarmál þeirra sem reyna að eyðileggja landið mitt. Ég virkilega óttast um líf mitt,“ sagði Jack Warner. Játning Warners kom aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Chuck Blazer, aðalvitni Bandaríkjamanna, játaði að hafa tekið við mútum í tengslum við val á staðsetningu HM í nokkur skipti. Þetta eru vægast sagt ekki góðar fréttir fyrir Sepp Blatter, en Jack Warner hefur lengi verið einn af hans helstu bandamönnum. FIFA Tengdar fréttir Frábær dagur fyrir fótboltann að Blatter sé farinn | Forsíður ensku blaðanna Sepp Blatter sagði óvænt af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær. 3. júní 2015 07:45 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Sjá meira
Jack Warner, fyrrverandi forseti knatspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku og Karíbahafsins, CONCACAF, segist vita hvers vegna Sepp Blatter, forseti FIFA, hafi óvænt sagt af sér í fyrradag. Warner, sem var áður varaforseti FIFA, er sjálfur einn sá allra spilltasti og er einn þeirra sem bandarísk dómsmálayfirvöld hafa kært fyrir mútuþægni. Hann var með fimm mínútna ávarp á sjónvarpstöð í heimalandinu Trínídad og Tóbago í gærkvöldi þar sem hann sagðist óttast um eigi líf og hann hefði sagt lögfræðingum sínum að hafa samband við lögregluyfirvöld í heimalandi sínu og víðar. Warner segist ætla leysa frá skjóðunni og segja frá öllu sem hann veit um spillinguna innan FIFA, en þessi fyrrverandi kennari er metinn á ríflega 100 milljónir dollara eftir setu sína í stjórn FIFA. „Blatter veit af hverju hann féll. Það skiptir svo engu máli þó enginn annar viti það, því ég veit ástæðuna,“ sagði Warner.Sepp Blatter er kominn með bakið uppvið vegg.vísir/gettyHann segist hafa undir höndum sum þeirra skjala sem Bandaríkjamenn hafa safnað að sér í tengslum við rannsóknina sem tengjast fjármálum FIFA. Þá sagðist Warner einnig vera með skjöl sem tengja nokkra yfirmenn FIFA, þar á meðal Sepp Blatter, við vafasamar kosningar til þings í Trínídad og Tóbagó fyrir fimm árum síðan. „Ég biðst afsökunar á að hafa ekki greint frá vitneskju minni um þetta fyrr. Ég get ekki snúið við á þeirri leið sem ég valdi mér,“ sagði Warner. „Ég hef þagað í ótta um að þessi dagur myndi renna upp. Það geri ég ekki lengur. Ég mun ekki lengur varðveita leyndarmál þeirra sem reyna að eyðileggja landið mitt. Ég virkilega óttast um líf mitt,“ sagði Jack Warner. Játning Warners kom aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Chuck Blazer, aðalvitni Bandaríkjamanna, játaði að hafa tekið við mútum í tengslum við val á staðsetningu HM í nokkur skipti. Þetta eru vægast sagt ekki góðar fréttir fyrir Sepp Blatter, en Jack Warner hefur lengi verið einn af hans helstu bandamönnum.
FIFA Tengdar fréttir Frábær dagur fyrir fótboltann að Blatter sé farinn | Forsíður ensku blaðanna Sepp Blatter sagði óvænt af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær. 3. júní 2015 07:45 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Sjá meira
Frábær dagur fyrir fótboltann að Blatter sé farinn | Forsíður ensku blaðanna Sepp Blatter sagði óvænt af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins í gær. 3. júní 2015 07:45