Vill fimmmenningana í fangelsi vegna lánsins til Exista Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2015 11:12 Sakborningar í málinu í dómssal þegar aðalmeðferð hófst á mánudaginn. Vísir/GVA Munnlegur málflutningur í SPRON-málinu svokallaða hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðmundur Hauksson, fyrrum forstjóri SPRON er ákærður í málinu ásamt fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sjóðsins, þeim Ara Bergmann Einarssyni, Jóhanni Ásgeir Baldurs, Margréti Guðmundsdóttur og Rannveigu Rist. Fimmmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða króna láns sem SPRON veitti Exista þann 30. september 2008. Telur sérstakur saksóknari að ákærðu hafi misnotað aðstöðu sína þegar lánið var veitt, þau hafi farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fé sjóðsins í verulega hættu. Fer ákæruvaldið fram á að sakborningarnir verði allir dæmdir í fangelsi. Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. Þá verði ekki ráðið af samtímagögnum málsins, og vísaði Birgir sérstaklega í fundargerð fundarins þar sem lánið var samþykkt, að önnur gögn en lánsbeiðnin hafi verið lögð fram og hafi stjórnarmennirnir undirritað lánið “athugasemdalaust.”Lánið veitt án nægra athuguna Að mati ákæruvaldsins hafi lánið verið veitt án þess að kanna sérstaklega stöðu og greiðslugetu Exista. Þá hafi lánið verið mjög óvenjulegt þar sem um var að ræða eina lánið sem samþykkt var af stjórn SPRON á árunum 2007 og 2008. Þar að auki sé um mjög stórt lán að ræða miðað við fjárhag sparisjóðsins. Ákærðu hafi því brugðist þeim skyldum sínum sem á þeim hvíldu samkvæmt lánareglum sjóðsins og reglum SPRON um störf stjórnar og forstjóra. Birgir gerði svo einnig að umtalsefni alvarlega stöðu á fjármálamarkaði sem rædd var á stjórnarfundinum þar sem lánið var samþykkt. Segir í fundargerðinni að staðan sé sú “versta sem uppi hefur verið í áratugi.” Degi áður hafði ríkið yfirtekið Glitni og sagði saksóknari mikla óvissu hafa verið á fjármálamörkuðum og lausafjárþurrð hjá fjármálafyrirtækjum. Engu að síður hafi stjórn SPRON veitt Exista jafnhátt lán og raun bar vitni.Segja stöðu Exista hafa verið sterka Sakborningar hafa allir haldið því fram fyrir dómi að staða Exista hafi verið sterk en Birgir sagði það vera álitaefni í málinu sem sé þó grundvallaratriði. Vísaði hann meðal annars í mikið tap Exista á árinu 2008 og lækkun hlutabréfa félagsins. Þá sagði hann það jafnframt vafa undirorpið hvort að eiginfjárstaða Exista hafi verið sterk þegar lánið var veitt þar sem árshlutauppgjör fyrir fyrri hluta ársins 2008 hafi ekki endurspeglað markaðsvirði eigna félagsins. Eins og áður segir fer ákæruvaldið fram á að allir ákærðu verði dæmdir í fangelsi þar sem brot þeirra eru stórfelld. Ekki voru nefndar neinar tímalengdir í því sambandi í málflutningi í morgun en þó kom fram að ákæruvaldið telji styrk og vilja Guðmundar Haukssonar, fyrrverandi forstjóra, til brots stekari en almennra stjórnarmanna. Hámarksrefsing fyrir umboðssvik er sex ára fangelsi. Að lokum sagði aðstoðarsaksóknari að ákærðu hafi ekki aðeins brotið gegn trausti hluthafa SPRON með lánveitingunni heldur einnig gegn trausti íslensk samfélags. Tengdar fréttir SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30 1,3 milljarðar verið greiddir vegna láns SPRON til Exista Dómarar í SPRON-málinu afléttu í dag trúnaði sem lögmaður Klakka, áður Exista, sagði ríkja um samkomulag félagsins við eignasafn Seðlabanka Íslands. 2. júní 2015 20:30 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Munnlegur málflutningur í SPRON-málinu svokallaða hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Guðmundur Hauksson, fyrrum forstjóri SPRON er ákærður í málinu ásamt fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sjóðsins, þeim Ara Bergmann Einarssyni, Jóhanni Ásgeir Baldurs, Margréti Guðmundsdóttur og Rannveigu Rist. Fimmmenningarnir eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða króna láns sem SPRON veitti Exista þann 30. september 2008. Telur sérstakur saksóknari að ákærðu hafi misnotað aðstöðu sína þegar lánið var veitt, þau hafi farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fé sjóðsins í verulega hættu. Fer ákæruvaldið fram á að sakborningarnir verði allir dæmdir í fangelsi. Í málflutningsræðu sinni sagði Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, ákæruvaldið byggja á því að lánareglur SPRON hafi verið brotnar þegar stjórnin samþykkti lánið til Exista. Þá verði ekki ráðið af samtímagögnum málsins, og vísaði Birgir sérstaklega í fundargerð fundarins þar sem lánið var samþykkt, að önnur gögn en lánsbeiðnin hafi verið lögð fram og hafi stjórnarmennirnir undirritað lánið “athugasemdalaust.”Lánið veitt án nægra athuguna Að mati ákæruvaldsins hafi lánið verið veitt án þess að kanna sérstaklega stöðu og greiðslugetu Exista. Þá hafi lánið verið mjög óvenjulegt þar sem um var að ræða eina lánið sem samþykkt var af stjórn SPRON á árunum 2007 og 2008. Þar að auki sé um mjög stórt lán að ræða miðað við fjárhag sparisjóðsins. Ákærðu hafi því brugðist þeim skyldum sínum sem á þeim hvíldu samkvæmt lánareglum sjóðsins og reglum SPRON um störf stjórnar og forstjóra. Birgir gerði svo einnig að umtalsefni alvarlega stöðu á fjármálamarkaði sem rædd var á stjórnarfundinum þar sem lánið var samþykkt. Segir í fundargerðinni að staðan sé sú “versta sem uppi hefur verið í áratugi.” Degi áður hafði ríkið yfirtekið Glitni og sagði saksóknari mikla óvissu hafa verið á fjármálamörkuðum og lausafjárþurrð hjá fjármálafyrirtækjum. Engu að síður hafi stjórn SPRON veitt Exista jafnhátt lán og raun bar vitni.Segja stöðu Exista hafa verið sterka Sakborningar hafa allir haldið því fram fyrir dómi að staða Exista hafi verið sterk en Birgir sagði það vera álitaefni í málinu sem sé þó grundvallaratriði. Vísaði hann meðal annars í mikið tap Exista á árinu 2008 og lækkun hlutabréfa félagsins. Þá sagði hann það jafnframt vafa undirorpið hvort að eiginfjárstaða Exista hafi verið sterk þegar lánið var veitt þar sem árshlutauppgjör fyrir fyrri hluta ársins 2008 hafi ekki endurspeglað markaðsvirði eigna félagsins. Eins og áður segir fer ákæruvaldið fram á að allir ákærðu verði dæmdir í fangelsi þar sem brot þeirra eru stórfelld. Ekki voru nefndar neinar tímalengdir í því sambandi í málflutningi í morgun en þó kom fram að ákæruvaldið telji styrk og vilja Guðmundar Haukssonar, fyrrverandi forstjóra, til brots stekari en almennra stjórnarmanna. Hámarksrefsing fyrir umboðssvik er sex ára fangelsi. Að lokum sagði aðstoðarsaksóknari að ákærðu hafi ekki aðeins brotið gegn trausti hluthafa SPRON með lánveitingunni heldur einnig gegn trausti íslensk samfélags.
Tengdar fréttir SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30 1,3 milljarðar verið greiddir vegna láns SPRON til Exista Dómarar í SPRON-málinu afléttu í dag trúnaði sem lögmaður Klakka, áður Exista, sagði ríkja um samkomulag félagsins við eignasafn Seðlabanka Íslands. 2. júní 2015 20:30 SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
SPRON-málið: Ekkert óvenjulegt við lánveitingu SPRON til Exista Erlendur Hjaltason, sem var stjórnarformaður SPRON og annar tveggja forstjóra Exista, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 2. júní 2015 22:30
1,3 milljarðar verið greiddir vegna láns SPRON til Exista Dómarar í SPRON-málinu afléttu í dag trúnaði sem lögmaður Klakka, áður Exista, sagði ríkja um samkomulag félagsins við eignasafn Seðlabanka Íslands. 2. júní 2015 20:30
SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 2. júní 2015 13:08