Innlent

Enn haldið sofandi eftir bílslys við Hellissand

Bjarki Ármannsson skrifar
Þrír voru fluttir á Landspítalann með þyrlu eftir slysið.
Þrír voru fluttir á Landspítalann með þyrlu eftir slysið. Vísir/Stefán
Konu sem slasaðist alvarlega í bílslysi við Hellissand í síðustu viku er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún er enn sögð mjög þungt haldin eftir slysið og samkvæmt upplýsingum frá spítalanum gæti henni verið haldið sofandi í einhvern tíma enn.

Konan er ein tveggja erlendra ferðamanna sem flutt voru á Landspítalann alvarlega slösuð eftir bílveltu á þjóðveginum við Hellissand síðasta fimmtudag. Hinn ferðamaðurinn, kínverskur karlmaður á fertugsaldri, var úrskurðaður látinn daginn eftir.

Sjá einnig: Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna

Alls voru sex ferðamenn í bílnum þegar hann valt en aðeins tveir slösuðust alvarlega. Einn til viðbótar var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar en hinir þrír voru fluttir á Heilsugæslustöðina í Ólafsvík til að byrja með.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×