Innlent

Gætu átt yfir höfði sér sex ára fangelsi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað að reyna að kúga fé úr hendi forsætisráðherra.
Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafa játað að reyna að kúga fé úr hendi forsætisráðherra. Vísir
Hlín Einarsdóttir og Malín Brand gætu átt yfir höfði sér sex ára fangelsi, verði þær fundnar sekar um fjárkúgun. Rannsókn málsins er að mestu lokið og verður málinu vísað til ríkissaksóknara á næstunni.



Systurnar hafa játað að hafa sent Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra bréf þar sem þess var krafist að þeim yrðu greiddar milljónir króna ella yrðu upplýsingar sem taldar voru viðkvæmar fyrir ráðherrann gerðar opinberar.



Játningin kom í yfirheyrslu hjá lögreglunni eftir að þær voru handteknar sunnan við Vallahverfi í Hafnarfirði, þar sem þær fóru til að sækja peningana sem þær töldu Sigmund Davíð vera að greiða þeim.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×