SPRON-málið: Þurfti að brýna fyrir vitni að það væri refsivert að greina rangt frá fyrir dómi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júní 2015 13:08 Rannveig Rist er ein þeirra sem ákærð eru í málinu. Vísir/GVA Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vitnaleiðslur hófust eftir hádegi í gær og halda áfram í dag. Fimmmenningarnir eru ákærðir fyrir tveggja milljarða króna lánveitingu SPRON til Exista þann 30. september 2008. Vill saksóknari meina að þeir hafi farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu en lánið fékkst aldrei greitt til baka. Fyrsta vitnið sem kom fyrir dóminn í dag var Hersir Sigurgeirsson, doktor í stærðfræði og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Óttar Pálsson, verjandi Rannveigar Rist, kallaði Hersi fyrir dóminn sem vann matsgerð fyrir verjandann um hvaða líkur hefðu verið á greiðslufalli Exista í september 2008.Exista væri öruggur lántaki Dómsformaður, Pétur Guðgeirsson, gerði þó athugasemd við að verjandi skyldi tiltaka að hér væri um matsgerð að ræða þar sem ekki væri í raun um matsgerð að ræða í skilningi sakamálalaga. Sagði Óttar þá að um sérfræðiálit væri að ræða. Hersir mat hvaða líkur hefðu verið á greiðslufalli á lánveitingu SPRON til Exista og byggði á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir um fjárhag Exista. Niðurstaða mats Hersis var sú að Exista væri öruggur lántaki og litlar sem engar líkur hafi verið á því að félagið gæti ekki borgað upp lánið. Hallgrímur Björnsson, sem var starfsmaður fjárstýringar Exista, settist næst í vitnastúkuna. Hann tilkynnti dómnum að einn sakborninga í málinu, Margrét Guðmundsdóttir, væri móðursystir hans. Dómsformaður sagði að hann þyrfti þá ekki að bera vitni en Hallgrímur kvaðst vilja það. Hann vissi þó lítið um lán SPRON til Exista. Hann mundi ekki eftir að hafa komið að lánsbeiðninni sem lögð var fyrir stjórnarfundinn þar sem lánið var samþykkt og þá mundi hann ekkert sérstaklega eftir því af hverju lánið var framlengt fjórum sinnum. Hallgrímur sagði það þó ekki óalgengt að framlengt væri í lánum af þessu tagi.„Snúningur“ og „spegla þetta“ Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, spilaði nokkur símtöl fyrir dómnum í dag sem Hallgrímur var aðili að. Í þeim öllum ræðir hann við starfsmann fjárstýringar í SPRON um framlengingu á láninu. Ræða þeir meðal annars um „snúning”, „spegla þetta bara í einn mánuð“ og „VÍS dæmið“ en fyrir liggur í málinu að VÍS lagði tvo milljarða inn í SPRON sama dag og Exista fékk lánið. Hallgrímur gat ekki gert grein fyrir þessum símtölum og mundi lítið eftir þeim en sagði vissulega rétt að hann væri aðili að þeim. Dómsformaður, Pétur Guðgeirsson, spurði hann þá hvaða skilning hann legði í orðalagið “VÍS dæmið.” Kvaðst Hallgrímur eiga erfitt með að segja til um það. Pétur spurði þá hvað ætt væri við með “spegla þetta” og sagðist Hallgrímur ekki átta sig á því. Þó teldi hann að í einhverju símtalinu kæmi fram að hann þyrfit að skoða það betur. Hér sá dómsformaðurinn ástæðu til þess að brýna fyrir vitninu að honum væri skylt að segja satt og rétt frá að viðurlagðri refsingu. Hallgrímur sagðist vita það og hélt vitnaleiðslan svo áfram. Tengdar fréttir SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32 SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04 „Lúppan” í SPRON-málinu: Milljarðar frá VÍS til SPRON og þaðan til Exista Valgeir Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 1. júní 2015 21:17 SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
Annar dagur aðalmeðferðar í máli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn fyrrverandi forstjóra og fyrrum fjórum stjórnarmönnum í SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vitnaleiðslur hófust eftir hádegi í gær og halda áfram í dag. Fimmmenningarnir eru ákærðir fyrir tveggja milljarða króna lánveitingu SPRON til Exista þann 30. september 2008. Vill saksóknari meina að þeir hafi farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu en lánið fékkst aldrei greitt til baka. Fyrsta vitnið sem kom fyrir dóminn í dag var Hersir Sigurgeirsson, doktor í stærðfræði og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Óttar Pálsson, verjandi Rannveigar Rist, kallaði Hersi fyrir dóminn sem vann matsgerð fyrir verjandann um hvaða líkur hefðu verið á greiðslufalli Exista í september 2008.Exista væri öruggur lántaki Dómsformaður, Pétur Guðgeirsson, gerði þó athugasemd við að verjandi skyldi tiltaka að hér væri um matsgerð að ræða þar sem ekki væri í raun um matsgerð að ræða í skilningi sakamálalaga. Sagði Óttar þá að um sérfræðiálit væri að ræða. Hersir mat hvaða líkur hefðu verið á greiðslufalli á lánveitingu SPRON til Exista og byggði á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir um fjárhag Exista. Niðurstaða mats Hersis var sú að Exista væri öruggur lántaki og litlar sem engar líkur hafi verið á því að félagið gæti ekki borgað upp lánið. Hallgrímur Björnsson, sem var starfsmaður fjárstýringar Exista, settist næst í vitnastúkuna. Hann tilkynnti dómnum að einn sakborninga í málinu, Margrét Guðmundsdóttir, væri móðursystir hans. Dómsformaður sagði að hann þyrfti þá ekki að bera vitni en Hallgrímur kvaðst vilja það. Hann vissi þó lítið um lán SPRON til Exista. Hann mundi ekki eftir að hafa komið að lánsbeiðninni sem lögð var fyrir stjórnarfundinn þar sem lánið var samþykkt og þá mundi hann ekkert sérstaklega eftir því af hverju lánið var framlengt fjórum sinnum. Hallgrímur sagði það þó ekki óalgengt að framlengt væri í lánum af þessu tagi.„Snúningur“ og „spegla þetta“ Birgir Jónasson, aðstoðarsaksóknari, spilaði nokkur símtöl fyrir dómnum í dag sem Hallgrímur var aðili að. Í þeim öllum ræðir hann við starfsmann fjárstýringar í SPRON um framlengingu á láninu. Ræða þeir meðal annars um „snúning”, „spegla þetta bara í einn mánuð“ og „VÍS dæmið“ en fyrir liggur í málinu að VÍS lagði tvo milljarða inn í SPRON sama dag og Exista fékk lánið. Hallgrímur gat ekki gert grein fyrir þessum símtölum og mundi lítið eftir þeim en sagði vissulega rétt að hann væri aðili að þeim. Dómsformaður, Pétur Guðgeirsson, spurði hann þá hvaða skilning hann legði í orðalagið “VÍS dæmið.” Kvaðst Hallgrímur eiga erfitt með að segja til um það. Pétur spurði þá hvað ætt væri við með “spegla þetta” og sagðist Hallgrímur ekki átta sig á því. Þó teldi hann að í einhverju símtalinu kæmi fram að hann þyrfit að skoða það betur. Hér sá dómsformaðurinn ástæðu til þess að brýna fyrir vitninu að honum væri skylt að segja satt og rétt frá að viðurlagðri refsingu. Hallgrímur sagðist vita það og hélt vitnaleiðslan svo áfram.
Tengdar fréttir SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32 SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04 „Lúppan” í SPRON-málinu: Milljarðar frá VÍS til SPRON og þaðan til Exista Valgeir Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 1. júní 2015 21:17 SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
SPRON-Málið: „Maður hélt að botninum væri náð“ „Ég er bara venjulegur maður og treysti orðum starfsmanna sjóðsins, sem voru mjög færir, um að lánið væri hagstætt,“ segir Ari Bergmann Einarsson, einn fyrrverandi stjórnarmanna SPRON. 1. júní 2015 15:32
SPRON-málið: Allrar varúðar gætt við lánveitinguna til Exista Guðmundur Hauksson, fyrrverandi forstjóri SPRON, kom fyrstur í vitnastúkuna í morgun þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn honum og fjórum fyrrverandi stjórnarmönnum sparisjóðsins hófst. 1. júní 2015 13:04
„Lúppan” í SPRON-málinu: Milljarðar frá VÍS til SPRON og þaðan til Exista Valgeir Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs SPRON, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 1. júní 2015 21:17
SPRON-málið:„Þetta virkaði allt saman gríðarlega sterkt og öflugt” Engin gögn bentu til annars en að Exista væri öruggur lántaki þegar stjórn SPRON samþykkti að veita félaginu tveggja milljarða króna lán skömmu fyrir hrunið 2008. 1. júní 2015 20:45