Umfjöllun og viðtöl: Fylkir 0 - 4 Breiðablik | Fylkisstelpur komust lítt áleiðis Jóhann Óli Eiðsson á Fylkisvelli skrifar 1. júní 2015 22:30 vísir/valli Fylkir tók á móti Breiðabliki í fjórðu umferð Pepsi-deildar kvenna. Blikar voru í öðru sæti deildarinnar fyrir leik meðan Fylkir var í því sjöunda. Óhætt er að segja að heimastúlkur hafi ekki séð til sólar í leiknum. Gestirnir úr Kópavogi tóku öll völd á vellinum strax í upphafi án þess þó að skapa sér mörg færi. Þær hleyptu Fylkisstelpum ekki fram á völlinn og gerðu sitt besta til að kæfa alla tilburði þeirra í fæðingu. Fyrsta markið skoraði fyrirliðinn Rakel Hönnudóttir með langskoti. Skotið var alls ekki gott en skoppaði yfir Evu Ýr Helgadóttur í markinu. Hún var of snögg niður og leið fyrir það með þvi að fá mark á sig. Annað markið var einnig nokkuð klaufalegt. Fanndís Friðriksdóttir átti fyrirgjöf frá hægri vængnum sem var afar nálægt markinu, sveif yfir Evu í markinu og endaði í stönginni og fór þaðan í netið. Gestirnir fengu færi til að bæta við mörkum, til að mynda fékk Telma Hjaltalín Þrastardóttir tvo mjög góða sénsa, en náðu ekki að nýta sér þá. Staðan því tvö núll í hálfleik. Sú staða var sannarlega verðskulduð því Fylkisstelpur höfðu komist lítt áleiðis í leiknum fram að því. Sendingar þeirra rötuðu ekki alltaf rétta leið og einhverja greddu vantaði í liðið fram á við. Lítið breyting varð á því í síðari hálfleiknum. Gestirnir úr Kópavogi réðu ferðinni og þó færum Fylkis hefði fjölgað fékk maður aldrei á tilfinninguna að sigurinn væri í hættu. Hættulegasta færi Fylkis átti Berglind Björg Þorvaldsdóttir en það kom eftir ríflega klukkustundar leik. Þá fékk hún sendingu á markteiginn frá hægri, tók boltann fast í fyrsta en Sonný í markinu sá við henni á stórglæsilegan hátt. Skömmu áður hafði Telma Hjaltalín Þrastardóttir loksins náð að skora en þá fylgdi hún eftir eigin skoti sem Eva varði en það skot hafði einmitt orðið til úr frákasti eftir að Rakel Hönnudóttir skaut í stöngina. Fjórða mark leiksins var jafnfamt það glæsilegasta. Aldís Kara Lúðvíksdóttir fékk boltann í vítateignum, tók glæsilega gabbhreyfingu og lék á tvo varnarmenn Fylkis og hamraði boltann af öryggi í netið. Lokatölur í Lautinni urðu fjögur núll. Kópavogsstúlkur geta gengið sáttar frá leiknum nema hvað þær hefðu mögulega viljað nýta færin sín betur. Eva í markinu hjá Fylki varði oft á tíðum vel frá þeim og kom í veg fyrir að sigur Breiðabliks yrði stærri. Rakel Hönnudóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir voru fremstar meðal jafningja í sigurliðinu. Leikplan Fylkisstelpna gekk alls ekki upp í kvöld. Liðið átti í basli framan af og eftir að fyrsta markið kom stigmagnaðist það hægt og rólega. Eva Ýr Helgadóttir, markvörður liðsins, átti sök á minnst einu og hálfu marki, mögulega tveimur, en var þrátt fyrir það með betri mönnum liðsins. Hún varði á tíðum stórvel og sigur Blika hefði vafalaust orðið stærri hefði hennar ekki notið við. Það má hins vegar einnig benda á að hann hefði orðið minni ef hún hefði varið fyrstu tvö mörkin líkt og hún hefði átt að gera. Sóknarleik liðsins var ábótavant og illa gekk að skapar færi úr föstum leikatriðum sem liðið fékk en þau voru nokkur. Úrslitin þýða að Breiðablik fer á toppinn, í bili, en liðið er með tíu stig, jafn mörg og Þór/KA en markatala liðsins er betri. Valsstúlkur geta farið yfir liðið með sigri á morgun er liðið heimsækir Stjörnuna á Samsung-völlinn. Sá leikur verður í beinni útsendingu á SportTV og hér á Vísi. Fylkisstelpur voru með þrjú stig fyrir leik í sjöunda sæti og hækka hvorki né lækka við tapið.Rakel Hönnudóttir fór fyrir BlikumRakel Hönnudóttir: Allar fóru eftir skipulagi og skiluðu sínu „Mér fannst við spila vel í dag,“ sagði fyrirliðinn Rakel Hönnudóttir en hún skoraði einnig fyrsta mark leiksins. „Við byrjuðum leikinn af krafti en við höfum ekki gert það í undanförnum leikjum. Leikplanið var eins og í öllum öðrum leikjum en það gekk fullkomlega upp hjá okkur í kvöld. Þær fengu held ég bara eitt færi sem Sonný varði mjög vel. Það fóru allar eftir skipulagi og skiluðu sínu til liðsins.“ Breiðablik er eftir leikinn með tíu stig á toppi deildarinnar en liðið gerði nokkuð óvænt jafntefli við KR í síðustu umferð. Margir höfðu talið þann leik vera skyldusigur. „Við vorum eiginlega allt annað lið. Í síðasta leik vantaði gleðina og viljann en í dag spiluðum við frábærlega. Það hefur aðeins vantað upp á hjá okkur að byrja leikina og yfirleitt höfum við komið sterkari inn í síðari hálfleikinn og klárað dæmið þá en í dag unnum við báða hálfleiki örugglega,“ sagði sigurreifur fyrirliði.Ólína í baráttu í leik gegn Stjörnunni.Ólína G. Viðars: Deildin er orðin jafnari „Við ætluðum að mæta þeim neðarlega á vellinum og þétta pakkann á miðjunni,“ sagði niðurlút Ólína G. Viðarsdóttir í leikslok. „Þeirra styrkleikar eru að þær hafa marga menn sem geta hlaupið hratt í gegnum miðjuna og sóknarmennirnir eru snöggir líka.“ „Okkur gekk ágætlega í upphafi leiks með þetta verkefni en eftir að fyrsta markið kom á okkur þá byrjuðum við að hlaupa út úr skipulagi og fengum snögga leikmenn í bakið á okkur. Um leið og einhver gleymir sér er auðvelt að fá refsingu í andlitið.“ Samkvæmt Ólínu vantaði áræðni og trú liðsins á verkefnið. Nauðsynlegt er að leggja meira af mörkum en í kvöld ef vel á að vera. „Mér finnst deildin jafnari og sterkari en áður. Það hafa nokkur óvænt úrslit litið dagsins ljós. Þær gerðu til dæmis jafntefli við KR, við unnum KR og Blikar unnu okkur. Úrslitin eru ekki jafn augljós fyrirfram og allt getur gerst.“ Eva Ýr, markvörður Fylkis, átti að gera betur í fyrstu tveimur mörkunum sem liðið fékk á sig en varði þó vel á öðrum stundum leiksins. „Við höfum eitt mesta efni deildarinnar á milli stanganna en hún er ung og á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Það má alltaf búast við einhverjum mistökum þegar leikmenn stíga sín fyrstu skref en hún var frábær í öðru atvikum í leiknum og bjargaði okkur oft. Við verðum að þétta vörnina, standa betur, setja nokkur mörk og vinna leiki. Það er lausnin,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Fylkir tók á móti Breiðabliki í fjórðu umferð Pepsi-deildar kvenna. Blikar voru í öðru sæti deildarinnar fyrir leik meðan Fylkir var í því sjöunda. Óhætt er að segja að heimastúlkur hafi ekki séð til sólar í leiknum. Gestirnir úr Kópavogi tóku öll völd á vellinum strax í upphafi án þess þó að skapa sér mörg færi. Þær hleyptu Fylkisstelpum ekki fram á völlinn og gerðu sitt besta til að kæfa alla tilburði þeirra í fæðingu. Fyrsta markið skoraði fyrirliðinn Rakel Hönnudóttir með langskoti. Skotið var alls ekki gott en skoppaði yfir Evu Ýr Helgadóttur í markinu. Hún var of snögg niður og leið fyrir það með þvi að fá mark á sig. Annað markið var einnig nokkuð klaufalegt. Fanndís Friðriksdóttir átti fyrirgjöf frá hægri vængnum sem var afar nálægt markinu, sveif yfir Evu í markinu og endaði í stönginni og fór þaðan í netið. Gestirnir fengu færi til að bæta við mörkum, til að mynda fékk Telma Hjaltalín Þrastardóttir tvo mjög góða sénsa, en náðu ekki að nýta sér þá. Staðan því tvö núll í hálfleik. Sú staða var sannarlega verðskulduð því Fylkisstelpur höfðu komist lítt áleiðis í leiknum fram að því. Sendingar þeirra rötuðu ekki alltaf rétta leið og einhverja greddu vantaði í liðið fram á við. Lítið breyting varð á því í síðari hálfleiknum. Gestirnir úr Kópavogi réðu ferðinni og þó færum Fylkis hefði fjölgað fékk maður aldrei á tilfinninguna að sigurinn væri í hættu. Hættulegasta færi Fylkis átti Berglind Björg Þorvaldsdóttir en það kom eftir ríflega klukkustundar leik. Þá fékk hún sendingu á markteiginn frá hægri, tók boltann fast í fyrsta en Sonný í markinu sá við henni á stórglæsilegan hátt. Skömmu áður hafði Telma Hjaltalín Þrastardóttir loksins náð að skora en þá fylgdi hún eftir eigin skoti sem Eva varði en það skot hafði einmitt orðið til úr frákasti eftir að Rakel Hönnudóttir skaut í stöngina. Fjórða mark leiksins var jafnfamt það glæsilegasta. Aldís Kara Lúðvíksdóttir fékk boltann í vítateignum, tók glæsilega gabbhreyfingu og lék á tvo varnarmenn Fylkis og hamraði boltann af öryggi í netið. Lokatölur í Lautinni urðu fjögur núll. Kópavogsstúlkur geta gengið sáttar frá leiknum nema hvað þær hefðu mögulega viljað nýta færin sín betur. Eva í markinu hjá Fylki varði oft á tíðum vel frá þeim og kom í veg fyrir að sigur Breiðabliks yrði stærri. Rakel Hönnudóttir og Aldís Kara Lúðvíksdóttir voru fremstar meðal jafningja í sigurliðinu. Leikplan Fylkisstelpna gekk alls ekki upp í kvöld. Liðið átti í basli framan af og eftir að fyrsta markið kom stigmagnaðist það hægt og rólega. Eva Ýr Helgadóttir, markvörður liðsins, átti sök á minnst einu og hálfu marki, mögulega tveimur, en var þrátt fyrir það með betri mönnum liðsins. Hún varði á tíðum stórvel og sigur Blika hefði vafalaust orðið stærri hefði hennar ekki notið við. Það má hins vegar einnig benda á að hann hefði orðið minni ef hún hefði varið fyrstu tvö mörkin líkt og hún hefði átt að gera. Sóknarleik liðsins var ábótavant og illa gekk að skapar færi úr föstum leikatriðum sem liðið fékk en þau voru nokkur. Úrslitin þýða að Breiðablik fer á toppinn, í bili, en liðið er með tíu stig, jafn mörg og Þór/KA en markatala liðsins er betri. Valsstúlkur geta farið yfir liðið með sigri á morgun er liðið heimsækir Stjörnuna á Samsung-völlinn. Sá leikur verður í beinni útsendingu á SportTV og hér á Vísi. Fylkisstelpur voru með þrjú stig fyrir leik í sjöunda sæti og hækka hvorki né lækka við tapið.Rakel Hönnudóttir fór fyrir BlikumRakel Hönnudóttir: Allar fóru eftir skipulagi og skiluðu sínu „Mér fannst við spila vel í dag,“ sagði fyrirliðinn Rakel Hönnudóttir en hún skoraði einnig fyrsta mark leiksins. „Við byrjuðum leikinn af krafti en við höfum ekki gert það í undanförnum leikjum. Leikplanið var eins og í öllum öðrum leikjum en það gekk fullkomlega upp hjá okkur í kvöld. Þær fengu held ég bara eitt færi sem Sonný varði mjög vel. Það fóru allar eftir skipulagi og skiluðu sínu til liðsins.“ Breiðablik er eftir leikinn með tíu stig á toppi deildarinnar en liðið gerði nokkuð óvænt jafntefli við KR í síðustu umferð. Margir höfðu talið þann leik vera skyldusigur. „Við vorum eiginlega allt annað lið. Í síðasta leik vantaði gleðina og viljann en í dag spiluðum við frábærlega. Það hefur aðeins vantað upp á hjá okkur að byrja leikina og yfirleitt höfum við komið sterkari inn í síðari hálfleikinn og klárað dæmið þá en í dag unnum við báða hálfleiki örugglega,“ sagði sigurreifur fyrirliði.Ólína í baráttu í leik gegn Stjörnunni.Ólína G. Viðars: Deildin er orðin jafnari „Við ætluðum að mæta þeim neðarlega á vellinum og þétta pakkann á miðjunni,“ sagði niðurlút Ólína G. Viðarsdóttir í leikslok. „Þeirra styrkleikar eru að þær hafa marga menn sem geta hlaupið hratt í gegnum miðjuna og sóknarmennirnir eru snöggir líka.“ „Okkur gekk ágætlega í upphafi leiks með þetta verkefni en eftir að fyrsta markið kom á okkur þá byrjuðum við að hlaupa út úr skipulagi og fengum snögga leikmenn í bakið á okkur. Um leið og einhver gleymir sér er auðvelt að fá refsingu í andlitið.“ Samkvæmt Ólínu vantaði áræðni og trú liðsins á verkefnið. Nauðsynlegt er að leggja meira af mörkum en í kvöld ef vel á að vera. „Mér finnst deildin jafnari og sterkari en áður. Það hafa nokkur óvænt úrslit litið dagsins ljós. Þær gerðu til dæmis jafntefli við KR, við unnum KR og Blikar unnu okkur. Úrslitin eru ekki jafn augljós fyrirfram og allt getur gerst.“ Eva Ýr, markvörður Fylkis, átti að gera betur í fyrstu tveimur mörkunum sem liðið fékk á sig en varði þó vel á öðrum stundum leiksins. „Við höfum eitt mesta efni deildarinnar á milli stanganna en hún er ung og á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Það má alltaf búast við einhverjum mistökum þegar leikmenn stíga sín fyrstu skref en hún var frábær í öðru atvikum í leiknum og bjargaði okkur oft. Við verðum að þétta vörnina, standa betur, setja nokkur mörk og vinna leiki. Það er lausnin,“ sagði fyrirliðinn að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira