Innlent

Ísland hlaut verðlaun fyrir bestan árangur í He for she

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Emma Watson er talskona UN Women.
Emma Watson er talskona UN Women. vísir/getty
Emma Watson tísti í dag grein eftir Gunnar Braga Sveinsson, utanríkisráðherra, og segir íslenska karlmenn standa sig best í He for she átakinu. Watson ýtti átakinu úr vör síðastliðið haust en það miðar að því að bjóða karlmönnum formlega að taka þátt í kvenréttindabaráttunni sem háð er um allan heim með því að skrá sig á sérstaka síðu og vera meðvitaðir um kynjamisrétti í daglegu lífi.

Grein Gunnars Braga má lesa í heild sinni hér.

Á Íslandi hafa um 8600 karlmenn tekið þátt í verkefninu en það er einn af hverjum tuttugu. „Þetta þýðir að hlutfallslega hefðu 1,5 milljón karlmanna í Bretlandi þurft að skrá sig í átakið til þess að ná Íslandi í fjölda miðað við höfðatölu. Eins og staðan er núna hafa 34.331 maður skráð sig,“ segir Gunnar Bragi í greininni sem Watson deildi. Þar kemur einnig fram að utanríkisráðherra vor hafi tekið við verðlaunum frá UN Women í síðustu viku vegna árangurs Íslands.

Gunnar Bragi fjallar um góðan árangur Íslands í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna en tekur fram að þrátt fyrir góðan árangur sé Ísland hvergi nærri komið á áfangastað. „Við erum enn að sjá staðalímyndir af konum og körlum alls staðar. Hins vegar er árangur okkar hvað varðar jafnrétti orðinn hluti af því hver við erum og ein leið sem við notum til þess að mæla velgengni.“

Watson vitnar í orð Gunnars á Twitter eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra boðaði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að Ísland og Súrinam muni leiða saman karlkynsleiðtoga til að ræða kvenréttindi.

Frægir taka þátt í HeForShe

Tom Hiddleston, Kobe Bryant og Páll Óskar eru á meðal þeirra sem taka þátt í herferð UN Women.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×