Vonar að stjórnvöld taki við sér eftir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2015 12:00 "Það er algjörlega óviðunandi að þetta lýðræðiskerfi sem við búum í sé ekki í stakk búið að taka á svona alvarlegum mannréttindabrotum,“ segir Guðrún. vísir/daníel Fjöldi kvenna hefur leitað til Stígamóta, eftir umræðu sem hefur átt sér stað um kynferðisofbeldi undanfarna daga. Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, fagnar aukinni umræðu og vonar að hún verði til þess fallin að stjórnvöld taki við sér. Halda þurfi áfram að þrýsta á stjórnvöld því aðgerðarleysi þeirra sé óásættanlegt.Nauðsynlegt að taka málum sem þessum alvarlega „Ég held að þetta sé merki sem yfirvöld, lögregla, dómarar og saksóknari, og við öll sem komum að þessum málum verðum að taka alvarlega. Það er algjörlega óviðunandi að þetta lýðræðiskerfi sem við búum í sé ekki í stakk búið að taka á svona alvarlegum mannréttindabrotum,“ segir Guðrún. Hún segir kynferðisbrotamál felld niður í of miklum mæli, sem verði þess valdandi að konur hræðist að segja frá og kæra. „Konur treysta sér ekki til að kæra af ótal ástæðum og ef þær gera það þá eru málin í alltof miklum mæli felld niður á öllum stigum og það er algjörlega óásættanlegt. Þessi umræða núna eru viðbrögð við þessu ástandi og það verður að taka alvarlega á því."Á von á að fleiri konur leiti sér aðstoðar Hundruð kvenna hafa síðustu daga stigið fram og sagt sögu sína af kynferðisofbeldi á lokuðum Facebook-hóp og öðrum samskiptamiðlum. Um byltingu er að ræða því stór hluti þessara kvenna eru í fyrsta sinn að segja frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Guðrún segist eiga von á að fleiri konur eigi eftir að leita til samtakanna. „Það eru að bresta stórar stíflur sem stafa af því að konur sætta sig ekki lengur við að vera skilgreindar af klámvæðingu, til dæmis sem olli því að Free the nipple byltingin átti sérs tað. Það var algjörlega sjálfsprottin aðgerð og hún er það líka sú sem er að eiga sér stað á Facebook. Hún markast af því að konur neita nú að undirgangast það að það séu engar leiðir til og hafna því valdaleysi sem þær finna fyrir," segir hún og bætir við að hún geri ráð fyrir að fleiri stíflur bresti. Tengdar fréttir Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Fannst hún ekki eiga rétt á að kvarta Þöggunin í kjölfar þriðja kynferðisafbrotsins endaði með innlögn á geðdeild þar sem grímunni var kastað. 1. júní 2015 11:07 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Fjöldi kvenna hefur leitað til Stígamóta, eftir umræðu sem hefur átt sér stað um kynferðisofbeldi undanfarna daga. Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, fagnar aukinni umræðu og vonar að hún verði til þess fallin að stjórnvöld taki við sér. Halda þurfi áfram að þrýsta á stjórnvöld því aðgerðarleysi þeirra sé óásættanlegt.Nauðsynlegt að taka málum sem þessum alvarlega „Ég held að þetta sé merki sem yfirvöld, lögregla, dómarar og saksóknari, og við öll sem komum að þessum málum verðum að taka alvarlega. Það er algjörlega óviðunandi að þetta lýðræðiskerfi sem við búum í sé ekki í stakk búið að taka á svona alvarlegum mannréttindabrotum,“ segir Guðrún. Hún segir kynferðisbrotamál felld niður í of miklum mæli, sem verði þess valdandi að konur hræðist að segja frá og kæra. „Konur treysta sér ekki til að kæra af ótal ástæðum og ef þær gera það þá eru málin í alltof miklum mæli felld niður á öllum stigum og það er algjörlega óásættanlegt. Þessi umræða núna eru viðbrögð við þessu ástandi og það verður að taka alvarlega á því."Á von á að fleiri konur leiti sér aðstoðar Hundruð kvenna hafa síðustu daga stigið fram og sagt sögu sína af kynferðisofbeldi á lokuðum Facebook-hóp og öðrum samskiptamiðlum. Um byltingu er að ræða því stór hluti þessara kvenna eru í fyrsta sinn að segja frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Guðrún segist eiga von á að fleiri konur eigi eftir að leita til samtakanna. „Það eru að bresta stórar stíflur sem stafa af því að konur sætta sig ekki lengur við að vera skilgreindar af klámvæðingu, til dæmis sem olli því að Free the nipple byltingin átti sérs tað. Það var algjörlega sjálfsprottin aðgerð og hún er það líka sú sem er að eiga sér stað á Facebook. Hún markast af því að konur neita nú að undirgangast það að það séu engar leiðir til og hafna því valdaleysi sem þær finna fyrir," segir hún og bætir við að hún geri ráð fyrir að fleiri stíflur bresti.
Tengdar fréttir Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Fannst hún ekki eiga rétt á að kvarta Þöggunin í kjölfar þriðja kynferðisafbrotsins endaði með innlögn á geðdeild þar sem grímunni var kastað. 1. júní 2015 11:07 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49
Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00
Fannst hún ekki eiga rétt á að kvarta Þöggunin í kjölfar þriðja kynferðisafbrotsins endaði með innlögn á geðdeild þar sem grímunni var kastað. 1. júní 2015 11:07