Að setja sér markmið eða ekki? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur skrifar 2. júní 2015 16:00 Vísir/Getty Að setja sér markmið eða ekki?Það er fátt sem mér leiðist jafn mikið og nýársheit um að grenna sig. Alltaf þegar ég heyri einhvern strengja slíkt heit langar mig að hósta í hnefann á mér og segja: ,,bullshit”.Hversu oft hefur þú sett þér markmið og ekki staðið við það?Ég er samt ekki að skrifa þennan pistil til þess að drulla yfir markmiðssetningu. En næst þegar þú ætlar að setjast niður og setja þér markmið þá langar mig að skora á þig að byrja á því að setjast niður og velta fyrir þér gildum þínum. Gildi (e. values) snúast um að ákveða hvað skiptir þig máli í lífinu. Þegar þú ert á dánarbeðinu og ferð yfir það í hvað tími þinni fór, hvað viltu að svarið verði? Gildi geta snúist um náttúruvernd eða garðyrkju, að eyða tíma með fjölskyldu, vera listamaður, hugsa vel um heimili sitt og hluti, hreyfingu, þekkingu, útlit, tísku, foreldrahlutverkið, ferðalög, tungumál o.s.frv. Gildi geta verið afmörkuð eða mjög almenn. Meðal minna gilda eru: lestur bóka, samvera með vinum og fjölskyldu, spilamennska, að kynnast öðrum löndum, góður matur og móðurhlutverkið. Svo hef ég neyðst til þess að setja líkamlega heilsu inn í myndina til þess að hafa orku og þrek til að sinna hinum gildunum mínum J. Þegar við setjum okkur markmið án þess að velta fyrir okkur gildum erum við líklegri til þess að byggja þau á glansmyndum af lífi annarra, sótt á pinterest eða fésbók. Ég væri til dæmis til í að vera ofurkroppur í útliti, vera alltaf með allt fínt og skipulagt heima hjá mér og eiga vel bónaðan bíl. En tíminn og fórnirnar sem það kræfist væri í andstöðu við lífsgildi mín um að borða góðan mat, eyða (ég meina nota) frítíma í lestur, spilamennsku og samveru með vinum, fjölskyldu og börnum. Þannig að þegar ég sé myndir af flottum stelpum eða fer í heimsóknir á fullkomlega uppsett heimili þá get ég minnt mig á að ég hef val um það að vera svona líka en þá væri ég að setja mér markmið sem byggðu ekki á gildum mínum og það sem verra er tíminn og fórnirnar sem þau kræfust myndu beinlínis hindra mig í að lifa í samræmi við gildi mín. Auðvitað væri best að geta gert bæði, en ég er enn að bíða eftir makrílkvótaúthlutun svo ég þarf því miður að velja hvað ég á að gera við þann litla frítíma og pening sem ég hef.Vísir/GettyEf markmið eru í samræmi við gildi skiptir ekki öllu máli þó þú náir ekki alla leið Lífsgildi og markmið eiga sér það sameiginlegt að krefjast þess að við ákveðum hvað við viljum gera í lífinu og hvert við viljum stefna. En markmið fela í sér að horfa framávið að einhverju marki sem næst eða ekki. Gildi snúast frekar um að lifa lífinu í dag á þann hátt sem skiptir þig máli. Með því að tvinna markmið saman við gildi má læra að taka stefnu eitthvert en njóta ferðalagsins um leið. Ef ég set mér markmið um að hlaupa maraþon eða grennast um 15 kíló á einu ári, tekur það því að ganga upp stigann? Eða fara út í fótbolta með stelpunum mínum? Ekki grennist ég við það og varla hjálpar það til við að hlaupa maraþonið. Ef ég næ ekki settu markmiði hefur mér þá mistekist? En ef lífsgildi mitt er hreyfing og eitt af mínum markmiðum er að hlaupa maraþon? Nú þá er ég að lifa eftir gildum mínum þegar geng upp stigann eða hef bara tíma fyrir stuttan göngutúr, en ekki bara þegar ég hef tvær klukkustundir í stífu hlaupaprógrammi. Ef ég er í skóla ekki bara fyrir einkunnir heldur til þess að öðlast þekkingu þá mælist árangurinn og ánægjan með sjálfa mig ekki bara í lokaeinkunn.Vísir/GettyAldrei hætta við að setja þér markmið eða eiga þér stóran draum bara af því að það er ólíklegt að þú náir því eða möguleiki á að þú skiptir um skoðun Leyfðu þér að dreyma stórt og settu þér markmið til að koma þér í gang. Ef þú passar að hafa hafa draumana og markmiðin í samræmi við gildi þín þá muntu aldrei tapa á því, hvort sem þú nærð því eða ekki. Einu sinni ætlaði ég mér í háskólanám til Bandaríkjanna til að læra náttúrulækningar á mastersstigi. Til þess þurfti ég að ná mér í B.A. eða B.S. gráðu hér heima fyrst og þess vegna fór ég í sálfræðinám við H.Í. Ég náð aldrei því markmiði að fara út, bæði vegna þess að ég missti áhugann á því að læra náttúrulækningar og vegna þess að ég eignaðist barn á meðan ég var í náminu. En ég hefði aldrei farið í B.S. nám í sálfræði ef ég hefði ekki átt mér þann draum að fara í háskólanám í útlöndum og verða náttúrulæknir. Ég á mér enn stóra og smáa drauma. Mig langar í jógaferð til Indlands. Mig langar að verða næsta J.K. Rowling. Mig langar að komast í betra form. Mig langar að fara með dætur mínar til Parísar þegar þær verða fullorðnar. Mig langar að verða amma. Mig langar í pall með heita potti, hengirúmi og garðskála. Mig langar til Ítalíu með manninum mínum. Mig langar í mynd eftir Línu Rut og mig langar að lesa allar bækurnar hans Halldórs Laxness. Draumar mínir og gildi eru ekki þeir sömu og þegar ég var tvítug. Það er líka allt í lagi. Aðalatriðið er að velja einhvern áfangastað og leggja af stað og muna að njóta ferðarinnar. Svo kemur í ljós hvort þú breytir um áfangastað eða hvað langt þú nærð. Steinunn Anna er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni Heilsa Tengdar fréttir Stöðvar fullkomnunaráráttan þig? Hér fjallar Steinunn Anna sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni um hversu hamlandi fullkomnunarárátta getur verið 13. apríl 2015 16:00 Depurð er eðlileg tilfinning Þrátt fyrir að við íslendingar erum ein hamingjusamasta þjóðin í heiminum í dag eigum við á sama tíma þann heiður að nota þunglyndislyf mest allra þjóða. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni ræðir við okkur á Heilsuvísi um muninn á þunglyndi og depurð og gefur okkur ráð um hvernig sé best að vinna með þessar tilfinningar. 20. maí 2015 14:00 Vanlíðan Steinunn sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni lýsir kvíðatengdum vanlíðan og hvernig hann birtist sálfræðingum 18. maí 2015 16:00 Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Að setja sér markmið eða ekki?Það er fátt sem mér leiðist jafn mikið og nýársheit um að grenna sig. Alltaf þegar ég heyri einhvern strengja slíkt heit langar mig að hósta í hnefann á mér og segja: ,,bullshit”.Hversu oft hefur þú sett þér markmið og ekki staðið við það?Ég er samt ekki að skrifa þennan pistil til þess að drulla yfir markmiðssetningu. En næst þegar þú ætlar að setjast niður og setja þér markmið þá langar mig að skora á þig að byrja á því að setjast niður og velta fyrir þér gildum þínum. Gildi (e. values) snúast um að ákveða hvað skiptir þig máli í lífinu. Þegar þú ert á dánarbeðinu og ferð yfir það í hvað tími þinni fór, hvað viltu að svarið verði? Gildi geta snúist um náttúruvernd eða garðyrkju, að eyða tíma með fjölskyldu, vera listamaður, hugsa vel um heimili sitt og hluti, hreyfingu, þekkingu, útlit, tísku, foreldrahlutverkið, ferðalög, tungumál o.s.frv. Gildi geta verið afmörkuð eða mjög almenn. Meðal minna gilda eru: lestur bóka, samvera með vinum og fjölskyldu, spilamennska, að kynnast öðrum löndum, góður matur og móðurhlutverkið. Svo hef ég neyðst til þess að setja líkamlega heilsu inn í myndina til þess að hafa orku og þrek til að sinna hinum gildunum mínum J. Þegar við setjum okkur markmið án þess að velta fyrir okkur gildum erum við líklegri til þess að byggja þau á glansmyndum af lífi annarra, sótt á pinterest eða fésbók. Ég væri til dæmis til í að vera ofurkroppur í útliti, vera alltaf með allt fínt og skipulagt heima hjá mér og eiga vel bónaðan bíl. En tíminn og fórnirnar sem það kræfist væri í andstöðu við lífsgildi mín um að borða góðan mat, eyða (ég meina nota) frítíma í lestur, spilamennsku og samveru með vinum, fjölskyldu og börnum. Þannig að þegar ég sé myndir af flottum stelpum eða fer í heimsóknir á fullkomlega uppsett heimili þá get ég minnt mig á að ég hef val um það að vera svona líka en þá væri ég að setja mér markmið sem byggðu ekki á gildum mínum og það sem verra er tíminn og fórnirnar sem þau kræfust myndu beinlínis hindra mig í að lifa í samræmi við gildi mín. Auðvitað væri best að geta gert bæði, en ég er enn að bíða eftir makrílkvótaúthlutun svo ég þarf því miður að velja hvað ég á að gera við þann litla frítíma og pening sem ég hef.Vísir/GettyEf markmið eru í samræmi við gildi skiptir ekki öllu máli þó þú náir ekki alla leið Lífsgildi og markmið eiga sér það sameiginlegt að krefjast þess að við ákveðum hvað við viljum gera í lífinu og hvert við viljum stefna. En markmið fela í sér að horfa framávið að einhverju marki sem næst eða ekki. Gildi snúast frekar um að lifa lífinu í dag á þann hátt sem skiptir þig máli. Með því að tvinna markmið saman við gildi má læra að taka stefnu eitthvert en njóta ferðalagsins um leið. Ef ég set mér markmið um að hlaupa maraþon eða grennast um 15 kíló á einu ári, tekur það því að ganga upp stigann? Eða fara út í fótbolta með stelpunum mínum? Ekki grennist ég við það og varla hjálpar það til við að hlaupa maraþonið. Ef ég næ ekki settu markmiði hefur mér þá mistekist? En ef lífsgildi mitt er hreyfing og eitt af mínum markmiðum er að hlaupa maraþon? Nú þá er ég að lifa eftir gildum mínum þegar geng upp stigann eða hef bara tíma fyrir stuttan göngutúr, en ekki bara þegar ég hef tvær klukkustundir í stífu hlaupaprógrammi. Ef ég er í skóla ekki bara fyrir einkunnir heldur til þess að öðlast þekkingu þá mælist árangurinn og ánægjan með sjálfa mig ekki bara í lokaeinkunn.Vísir/GettyAldrei hætta við að setja þér markmið eða eiga þér stóran draum bara af því að það er ólíklegt að þú náir því eða möguleiki á að þú skiptir um skoðun Leyfðu þér að dreyma stórt og settu þér markmið til að koma þér í gang. Ef þú passar að hafa hafa draumana og markmiðin í samræmi við gildi þín þá muntu aldrei tapa á því, hvort sem þú nærð því eða ekki. Einu sinni ætlaði ég mér í háskólanám til Bandaríkjanna til að læra náttúrulækningar á mastersstigi. Til þess þurfti ég að ná mér í B.A. eða B.S. gráðu hér heima fyrst og þess vegna fór ég í sálfræðinám við H.Í. Ég náð aldrei því markmiði að fara út, bæði vegna þess að ég missti áhugann á því að læra náttúrulækningar og vegna þess að ég eignaðist barn á meðan ég var í náminu. En ég hefði aldrei farið í B.S. nám í sálfræði ef ég hefði ekki átt mér þann draum að fara í háskólanám í útlöndum og verða náttúrulæknir. Ég á mér enn stóra og smáa drauma. Mig langar í jógaferð til Indlands. Mig langar að verða næsta J.K. Rowling. Mig langar að komast í betra form. Mig langar að fara með dætur mínar til Parísar þegar þær verða fullorðnar. Mig langar að verða amma. Mig langar í pall með heita potti, hengirúmi og garðskála. Mig langar til Ítalíu með manninum mínum. Mig langar í mynd eftir Línu Rut og mig langar að lesa allar bækurnar hans Halldórs Laxness. Draumar mínir og gildi eru ekki þeir sömu og þegar ég var tvítug. Það er líka allt í lagi. Aðalatriðið er að velja einhvern áfangastað og leggja af stað og muna að njóta ferðarinnar. Svo kemur í ljós hvort þú breytir um áfangastað eða hvað langt þú nærð. Steinunn Anna er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni
Heilsa Tengdar fréttir Stöðvar fullkomnunaráráttan þig? Hér fjallar Steinunn Anna sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni um hversu hamlandi fullkomnunarárátta getur verið 13. apríl 2015 16:00 Depurð er eðlileg tilfinning Þrátt fyrir að við íslendingar erum ein hamingjusamasta þjóðin í heiminum í dag eigum við á sama tíma þann heiður að nota þunglyndislyf mest allra þjóða. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni ræðir við okkur á Heilsuvísi um muninn á þunglyndi og depurð og gefur okkur ráð um hvernig sé best að vinna með þessar tilfinningar. 20. maí 2015 14:00 Vanlíðan Steinunn sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni lýsir kvíðatengdum vanlíðan og hvernig hann birtist sálfræðingum 18. maí 2015 16:00 Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Stöðvar fullkomnunaráráttan þig? Hér fjallar Steinunn Anna sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni um hversu hamlandi fullkomnunarárátta getur verið 13. apríl 2015 16:00
Depurð er eðlileg tilfinning Þrátt fyrir að við íslendingar erum ein hamingjusamasta þjóðin í heiminum í dag eigum við á sama tíma þann heiður að nota þunglyndislyf mest allra þjóða. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni ræðir við okkur á Heilsuvísi um muninn á þunglyndi og depurð og gefur okkur ráð um hvernig sé best að vinna með þessar tilfinningar. 20. maí 2015 14:00
Vanlíðan Steinunn sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni lýsir kvíðatengdum vanlíðan og hvernig hann birtist sálfræðingum 18. maí 2015 16:00