Lífið

Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli

Samúel Karl Ólason og Stefán Árni Pálsson skrifa
Vísir/Lillý
Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. Þar er nú haldin hátíðardagskrá vegna afmælis kosningaréttar kvenna.

Hátíðardagskrá hefst klukkan fjögur með kórsöng margra kóra. Á vef Alþingis má sjá dagskrána í heild, en Vigdís Finnbogadóttir mun tala frá svölum Alþingishússins. Þar að auki mun léttsveit Reykjavíkur frumflytja lag og ljóð sem samin voru í tilefni afmælisársins.

Mikil umræða hefur verið á samskiptamiðlunum í dag og er stuðst við kassamerkið #19júní á Twitter. Einhverjir eru með mótmælaskilti á Austurvelli, en þó var alger þögn þegar Vigdís Finnbogadóttir hélt ræðu sína.

Konur fengu kosningarétt árið 1915 og er því fagnað í dag. Hér má fylgjast með beinni útsendingu frá Austurvelli.

Birgitta Jónsdóttir vottaði Söngfjelaginu virðingu sína.Vísir/Pjetur
Vísir/Pjetur
Vísir/Pjetur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.