Þingmönnum stillt upp við vegg í óskamáli sumra Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2015 13:45 Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigríður Á. Andersen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, kaus ein gegn þingsályktunartillögun um stofnun Jafnréttissjóðs í dag. Hún er ósátt við hvernig þingmönnum var stillt upp við vegg í málinu - sem hún kallar óskamál sumra. „En í grunninn er þetta bara enn eitt ríkisútgjaldafrumvarpið sem við höfum ekki tök á. Þetta er eyðsla á háum fjármunum langt fram á næsta kjörtímabil“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Sigríður segir að henni þyki margt hafa verið ábótavant í aðdraganda tillögunnar. Þingmenn hafi ekki fengið veður af henni fyrr en um leið og hún var lögð fram og henni hafi síðar verið breytt í grundvallaratriðum eftir gagnrýni Kvenréttindafélags Íslands sem reifuð var hér á Vísi í gær.Félagið gagnrýndi harkalega þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að úr hundrað milljóna króna Jafnréttissjóði ætti allt að helmingur að renna til kvenna í þróunarlöndum. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar, formenn allra flokka á Alþingi, brugðust við gagnrýni Kvenréttindafélagsins með því að breyta þingsályktunartillögunni og gera orðalag hennar almennara. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt að helmingur renni til verkefna sem tengjast konum í þróunarlöndum er nú gert ráð fyrir að verulegur hluti renni til jafnréttismála á alþjóðavísu. Sigríður segist andsnúin þessari stefnubreytingu. „Ég vil heldur að þessum fjármunum sé veitt til þeirra landa eða á þá staði þar sem virkilega er þörf á því og þar sem við eigum eitthvað erindi. Þar sem við höfum einhverju að miðla, sem er í jafnréttis- og mannréttindamálum,“ segir Sigríður. „Ef menn eru sammála um að þessi peningur sé til og þeir séu sammála um að eyða honum á einhvern hátt með jafnrétti í huga – og þá sérstaklega jafnrétti handa konum eða mannréttindum kvenna – þá hefði ég getað sætt mig við það að þessu fé væri eytt í einhvers konar þróunaraðstoð.“ Nú sé orðalag ályktunarinnar á þá leið að hún hafi ekki getað samþykkt það. „Nú er talað ómarkvisst um alþjóðastarf og verkefnin sem þarna eru tíunduð eru öll svo loðin. Þetta er sett í hendur einhverrar þriggja manna stjórnar og í grunninn er þetta bara enn eitt ríkisútgjaldafrumvarpið sem við höfum ekki tök á,“ segir Sigríður og bætir við: „Ég er ósátt við það að svona hátíðsdagar og svona hátíðsfundir á Alþingi, séu notaðir fyrir svona hápólítisk mál. Mönnum var mörgum stillt upp við vegg og ég kann ekki við það að meta svona dag, sem er hátíðisdagur okkar allra, til þess að koma einhverju óskamálum sumra á framfæri.“ Tengdar fréttir Mótmæltu styrkjum til þróunaraðstoðar Kvenréttindafélag Íslands mótmælti ákvæðum þingsályktunartillögu sem kváðu á um að helmingur Jafnréttissjóðs ætti að renna til kvenna í þróunarlöndum. Formenn stjórnarflokkanna breyttu þingsályktunartillögu eftir gagnrýni félagsins. 18. júní 2015 08:00 Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Einn þingmaður greiddi atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. 19. júní 2015 13:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, kaus ein gegn þingsályktunartillögun um stofnun Jafnréttissjóðs í dag. Hún er ósátt við hvernig þingmönnum var stillt upp við vegg í málinu - sem hún kallar óskamál sumra. „En í grunninn er þetta bara enn eitt ríkisútgjaldafrumvarpið sem við höfum ekki tök á. Þetta er eyðsla á háum fjármunum langt fram á næsta kjörtímabil“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Sigríður segir að henni þyki margt hafa verið ábótavant í aðdraganda tillögunnar. Þingmenn hafi ekki fengið veður af henni fyrr en um leið og hún var lögð fram og henni hafi síðar verið breytt í grundvallaratriðum eftir gagnrýni Kvenréttindafélags Íslands sem reifuð var hér á Vísi í gær.Félagið gagnrýndi harkalega þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að úr hundrað milljóna króna Jafnréttissjóði ætti allt að helmingur að renna til kvenna í þróunarlöndum. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar, formenn allra flokka á Alþingi, brugðust við gagnrýni Kvenréttindafélagsins með því að breyta þingsályktunartillögunni og gera orðalag hennar almennara. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt að helmingur renni til verkefna sem tengjast konum í þróunarlöndum er nú gert ráð fyrir að verulegur hluti renni til jafnréttismála á alþjóðavísu. Sigríður segist andsnúin þessari stefnubreytingu. „Ég vil heldur að þessum fjármunum sé veitt til þeirra landa eða á þá staði þar sem virkilega er þörf á því og þar sem við eigum eitthvað erindi. Þar sem við höfum einhverju að miðla, sem er í jafnréttis- og mannréttindamálum,“ segir Sigríður. „Ef menn eru sammála um að þessi peningur sé til og þeir séu sammála um að eyða honum á einhvern hátt með jafnrétti í huga – og þá sérstaklega jafnrétti handa konum eða mannréttindum kvenna – þá hefði ég getað sætt mig við það að þessu fé væri eytt í einhvers konar þróunaraðstoð.“ Nú sé orðalag ályktunarinnar á þá leið að hún hafi ekki getað samþykkt það. „Nú er talað ómarkvisst um alþjóðastarf og verkefnin sem þarna eru tíunduð eru öll svo loðin. Þetta er sett í hendur einhverrar þriggja manna stjórnar og í grunninn er þetta bara enn eitt ríkisútgjaldafrumvarpið sem við höfum ekki tök á,“ segir Sigríður og bætir við: „Ég er ósátt við það að svona hátíðsdagar og svona hátíðsfundir á Alþingi, séu notaðir fyrir svona hápólítisk mál. Mönnum var mörgum stillt upp við vegg og ég kann ekki við það að meta svona dag, sem er hátíðisdagur okkar allra, til þess að koma einhverju óskamálum sumra á framfæri.“
Tengdar fréttir Mótmæltu styrkjum til þróunaraðstoðar Kvenréttindafélag Íslands mótmælti ákvæðum þingsályktunartillögu sem kváðu á um að helmingur Jafnréttissjóðs ætti að renna til kvenna í þróunarlöndum. Formenn stjórnarflokkanna breyttu þingsályktunartillögu eftir gagnrýni félagsins. 18. júní 2015 08:00 Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Einn þingmaður greiddi atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. 19. júní 2015 13:15 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mótmæltu styrkjum til þróunaraðstoðar Kvenréttindafélag Íslands mótmælti ákvæðum þingsályktunartillögu sem kváðu á um að helmingur Jafnréttissjóðs ætti að renna til kvenna í þróunarlöndum. Formenn stjórnarflokkanna breyttu þingsályktunartillögu eftir gagnrýni félagsins. 18. júní 2015 08:00
Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Einn þingmaður greiddi atkvæði gegn þingsályktunartillögunni. 19. júní 2015 13:15