Erlent

Játaði að hafa myrt níu manns

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá kirkjunni.
Frá kirkjunni. Vísir/EPA
Dylann Roof er sagður hafa viðurkennt fyrir yfirvöldum í Bandaríkjunum að hann hafi skotið níu manns til bana í gær. Einn rannsakanda sagði CNN að Roof hafi viljað koma af stað stríði á milli kynþátta í Bandaríkjunum með árás sinni. Hann skaut þeldökkt fólk í frægri kirkju í Charleston.

Hann keypti skammbyssuna sem hann notaði til árásarinnar sjálfur, fyrir peninga sem hann hafði fengið í afmælisgjöf. Áður hafði því verið haldið fram að hann hefði fengið byssuna sjálfa í gjöf. Komið hefur fram að Roof sagði í kirkjunni að hann „yrði að gera þetta“ og að svart fólk ætti að fara aftur til síns heima. Æskuvinur hans segir að hann hafi óttast að svartir „myndu taka yfir heiminn“.

Sjá einnig: Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn

Fjöldamorðið hefur verið rannsakað sem hatursglæpur. Kirkjan þar sem Roof skaut fólkið á sér mikla og ríka sögu. Hún á rætur að rekja til frjálsra þeldökkra manna auk þræla árið 1971. Roof gekk þar inn þar sem fólk sat og las biblíuna. Honum var vel tekið og hélt fólkið að hann vildi setjast hjá þeim.

Átta létust á staðnum og einn lést á sjúkrahúsi. Þrír lifðu árásina af. Ein konan sem lifði af segir hann hafa sagt að hún fengi að lifa svo hún gæti sagt heiminum hvað hefði gerst.

Uppfært 14:05

AP fréttaveitan segir að Roof hafi verið ákærður fyrir níu morð og ólögega vopnaeign.


Tengdar fréttir

Fékk skotvopnið í afmælisgjöf

Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×