Aldrei fleiri á vergangi Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2015 13:15 Fjöldi flóttamanna frá Afganistan á grísku eyjunni Lesbos. Vísir/AFP Við enda síðasta árs voru 59,5 milljónir einstaklinga á vergangi í heiminum. Fólkið hefur þurft að flýja ofsóknir, átök, ofbeldi og mannréttindabrot og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á einu ári hafði þeim fjölgað um 8,3 milljónir og bæði heildartalan og fjölgunin hafa aldrei verið hærri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf í gær út skýrslu þar sem farið er yfir ástand flóttafólks um heim allan. Skýrslan gefur nokkuð dökka mynd af ástandinu í heiminum. Stofnunin áætlar að 13,9 milljónir manna hafi gerst flóttamenn í fyrra og að 42.500 manns hafi þurft að flýja heimili sín á degi hverjum vegna átaka eða ofsókna. Þau lönd sem hafa tekið á móti flestum flóttamönnum eru Tyrkland (1,59 milljón), Pakistan (1,51 milljón), Líbanon (1,15 milljón), Íran (982 þúsund), Eþíópía (659 þúsund) og Jórdan (654.100). Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Tyrkland situr í efsta sæti listans, en þar hefur verið tekið á móta fjölda flóttafólks frá Sýrlandi sem flúið hafa vegna borgarastyrjaldarinnar þar.Vísir/GraphicNewsAf þessum 59,9 milljónum segja UNHCR að 38,2 milljónir séu enn í heimalandi sínu eftir að hafa yfirgefið heimili sín. 19,5 milljónir hafa stöðu flóttafólks og 1,8 milljón þeirra eru með stöðu hælisleitenda. 86 prósent flóttafólks halda nú til í svokölluðum þróunarlöndum, eða 12,4 milljónir. Yfir heildina litið þýða þessar tölur að einn af hverjum 122 íbúum jarðarinnar sé á vergangi eftir að hafa þurft að flýja ofbeldi. Rúmlega helmingur þeirra eru börn og ef þau væru sett saman í eina þjóð yrði hún sú 24 fjölmennasta í heiminum. „Maður fær þá tilfinningu að heimurinn sé í stríði,“ sagði Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannastofnunarinnar. „Í raun eru mörg svæði jarðarinnar í upplausn og afleiðingar þessa er gífurleg fjölgun flóttafólks.“ Hann benti á að hver og einn einasti flóttamaður hefði sorgarsögu að segja.Lögreglumaður reynir að stöðva flóttamenn sem ætluðu að fela sig í vörubílum á leið frá Calais í Frakklandi til Bretlands.Vísir/AFPUm 126.800 flóttamenn sneru aftur til heimalands síns í fyrra. Þar af var rúmlega helmingurinn frá Kongó. Fjöldi þeirra hefur ekki verið lægri frá árinu 1983. Sé litið til hælisleitenda hafa flestir sótt um hæli í Rússlandi. Af 1,7 milljón hafa 274.700 sótt um hæli þar. 173 þúsund hafa sótt um hæli í Þýskalandi, 121 þúsund í Bandaríkjunum og 88 þúsund í Tyrklandi. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Við enda síðasta árs voru 59,5 milljónir einstaklinga á vergangi í heiminum. Fólkið hefur þurft að flýja ofsóknir, átök, ofbeldi og mannréttindabrot og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á einu ári hafði þeim fjölgað um 8,3 milljónir og bæði heildartalan og fjölgunin hafa aldrei verið hærri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf í gær út skýrslu þar sem farið er yfir ástand flóttafólks um heim allan. Skýrslan gefur nokkuð dökka mynd af ástandinu í heiminum. Stofnunin áætlar að 13,9 milljónir manna hafi gerst flóttamenn í fyrra og að 42.500 manns hafi þurft að flýja heimili sín á degi hverjum vegna átaka eða ofsókna. Þau lönd sem hafa tekið á móti flestum flóttamönnum eru Tyrkland (1,59 milljón), Pakistan (1,51 milljón), Líbanon (1,15 milljón), Íran (982 þúsund), Eþíópía (659 þúsund) og Jórdan (654.100). Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Tyrkland situr í efsta sæti listans, en þar hefur verið tekið á móta fjölda flóttafólks frá Sýrlandi sem flúið hafa vegna borgarastyrjaldarinnar þar.Vísir/GraphicNewsAf þessum 59,9 milljónum segja UNHCR að 38,2 milljónir séu enn í heimalandi sínu eftir að hafa yfirgefið heimili sín. 19,5 milljónir hafa stöðu flóttafólks og 1,8 milljón þeirra eru með stöðu hælisleitenda. 86 prósent flóttafólks halda nú til í svokölluðum þróunarlöndum, eða 12,4 milljónir. Yfir heildina litið þýða þessar tölur að einn af hverjum 122 íbúum jarðarinnar sé á vergangi eftir að hafa þurft að flýja ofbeldi. Rúmlega helmingur þeirra eru börn og ef þau væru sett saman í eina þjóð yrði hún sú 24 fjölmennasta í heiminum. „Maður fær þá tilfinningu að heimurinn sé í stríði,“ sagði Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannastofnunarinnar. „Í raun eru mörg svæði jarðarinnar í upplausn og afleiðingar þessa er gífurleg fjölgun flóttafólks.“ Hann benti á að hver og einn einasti flóttamaður hefði sorgarsögu að segja.Lögreglumaður reynir að stöðva flóttamenn sem ætluðu að fela sig í vörubílum á leið frá Calais í Frakklandi til Bretlands.Vísir/AFPUm 126.800 flóttamenn sneru aftur til heimalands síns í fyrra. Þar af var rúmlega helmingurinn frá Kongó. Fjöldi þeirra hefur ekki verið lægri frá árinu 1983. Sé litið til hælisleitenda hafa flestir sótt um hæli í Rússlandi. Af 1,7 milljón hafa 274.700 sótt um hæli þar. 173 þúsund hafa sótt um hæli í Þýskalandi, 121 þúsund í Bandaríkjunum og 88 þúsund í Tyrklandi.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira