10 milljónir á dag en ekki króna í virðisaukaskatt Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2015 10:48 Bláa lónið malar gull þessi dægrin. Vísir/GVA Eins og Vísir greindi frá nú á þriðjudag hagnaðist Bláa lónið um 1.8 milljarða króna á síðasta ári en tekjur lónsins námu um 6.2 milljörðum króna árið 2014. Alls sóttu 766 þúsund gestir Bláa lónið í fyrra og er það aukning um 18 prósent á milli ára, fjölgun sem nemur 119 þúsund manns. Þessir gestir greiddu alls 3.7 milljarða króna í aðgangseyri ofan í lónið eða rúmar tíu milljónir króna á dag. DV greindi frá þessu í morgun. Gestir Bláa lónsins þurfa að greiða 6800 krónur vilji þeir svamla í lóninu á háannatíma á sumrin en ódýrustu miðarnir seljast á 5300 krónur. Bláa lónið greiðir ekki virðisaukaskatt af aðgangseyrinum en stafsemi þess fellur undir starf sundstaða, heilsuræktarstarfsemi og íþróttastarfsemi sem er undanþegin skattinum. Þessi tekjuliður fyrirtækisins hefur tvöfaldast á þremur árum en aðrir tekjuliðir lónsins; svo sem sala á húðvörum, veitingum og öðrum varningi, hafa einnig aukist svo um munar á síðustu árum. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, hefur sagst vera fylgjandi því að undanþágum verði fækkað í virðisaukaskattkerfinu. Verði það gert í tilfelli aðgangseyrisins í lónið verði einfaldlega brugðist við því og miðaverð hækkað sem skattinum nemur. Tekið skal fram að Bláa lónið greiðir nú virðisaukaskatt af annarri starfsemi, meðal annars verslun, veitingum og gistiþjónustu. Á aðalfundi Bláa lónsins sem fór fram á þriðjudag var samþykkt að greiða 1.191 milljón króna í arð sem er aukning um rúmar 260 milljónir á milli ára. Arðgreiðslurnar nema því rúmlega 2 milljörðum króna á síðastliðnum tveimur árum. „Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið í takt við þróun ferðaþjónustunnar sem í dag aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkur önnur atvinnugrein,“ sagði Grímur í tilkynningu á þriðjudag. „Nú er unnið að áframhaldandi uppbyggingu sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa Lónsins og byggingu lúxushótels þar sem áherslan verður áfram á einstaka upplifun gesta og gæði,“ bætti hann við. Tengdar fréttir Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá nú á þriðjudag hagnaðist Bláa lónið um 1.8 milljarða króna á síðasta ári en tekjur lónsins námu um 6.2 milljörðum króna árið 2014. Alls sóttu 766 þúsund gestir Bláa lónið í fyrra og er það aukning um 18 prósent á milli ára, fjölgun sem nemur 119 þúsund manns. Þessir gestir greiddu alls 3.7 milljarða króna í aðgangseyri ofan í lónið eða rúmar tíu milljónir króna á dag. DV greindi frá þessu í morgun. Gestir Bláa lónsins þurfa að greiða 6800 krónur vilji þeir svamla í lóninu á háannatíma á sumrin en ódýrustu miðarnir seljast á 5300 krónur. Bláa lónið greiðir ekki virðisaukaskatt af aðgangseyrinum en stafsemi þess fellur undir starf sundstaða, heilsuræktarstarfsemi og íþróttastarfsemi sem er undanþegin skattinum. Þessi tekjuliður fyrirtækisins hefur tvöfaldast á þremur árum en aðrir tekjuliðir lónsins; svo sem sala á húðvörum, veitingum og öðrum varningi, hafa einnig aukist svo um munar á síðustu árum. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, hefur sagst vera fylgjandi því að undanþágum verði fækkað í virðisaukaskattkerfinu. Verði það gert í tilfelli aðgangseyrisins í lónið verði einfaldlega brugðist við því og miðaverð hækkað sem skattinum nemur. Tekið skal fram að Bláa lónið greiðir nú virðisaukaskatt af annarri starfsemi, meðal annars verslun, veitingum og gistiþjónustu. Á aðalfundi Bláa lónsins sem fór fram á þriðjudag var samþykkt að greiða 1.191 milljón króna í arð sem er aukning um rúmar 260 milljónir á milli ára. Arðgreiðslurnar nema því rúmlega 2 milljörðum króna á síðastliðnum tveimur árum. „Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið í takt við þróun ferðaþjónustunnar sem í dag aflar þjóðinni meiri gjaldeyristekna en nokkur önnur atvinnugrein,“ sagði Grímur í tilkynningu á þriðjudag. „Nú er unnið að áframhaldandi uppbyggingu sem felst í stækkun á upplifunarsvæði Bláa Lónsins og byggingu lúxushótels þar sem áherslan verður áfram á einstaka upplifun gesta og gæði,“ bætti hann við.
Tengdar fréttir Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Skattleggja hvalaskoðun en sleppa Bláa lóninu Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að engar skýringar hafi komið fram á því hvers vegna ekki hafi verið gengið lengra við fækkun undanþáguheimilda í virðisaukaskatti í fjárlögum næsta árs. Ekki sé forsvaranlegt að baðstaðir eins og Bláa Lónið og lax- og silungsveiði sé undanþegið skattinum meðan greiða þurfi skattinn af rútuferðum. 16. september 2014 19:45