Lífið

Rosalegt myndband frá Reykjavíkurdætrum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábært myndband komið út frá rappsveitinni.
Frábært myndband komið út frá rappsveitinni. vísir
Nýtt lag er komið út frá Reykjavíkurdætrum og kallast það Ógeðsleg og kemur Kylfan einnig fram í laginu.

Í þetta skiptið komu fjórtán rappettur saman og sömdu þær hver sína texta. Myndbandið við lagið kom út í dag en í dag fagna konur einnig 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna.  

Kolfinna Nikulásdóttir, einnig þekkt sem Kylfan, sendi frá sér myndband fyrr á þessu ári þar sem hún sagði frá því að hún hafi verið rekin úr Reykjavíkurdætrum. Hún er aftur á móti mætt aftur með hljómsveitinni. 

Sjá einnig: Kylfan segist hafa verið rekin úr Reykjavíkurdætrum fyrir ummæli sín

Antonía Lárusdóttir sá um upptöku, klippingu og myndvinnslu myndbandsins. Sólveig Pálsdóttir leikstýrði því og Helgi Sæmundur Guðmundsson gerði taktana í laginu.

Hér má skoða textann við lagið. 

Hljóðupptaka og hljóðvinnsla var í höndum Gnúsi Yones.

Texti og flutningur (í þeirri röð sem þær birtast):

Kolfinna Nikulásdóttir

Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Salka Valsdóttir

Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

Jóhanna Rakel Jónasdóttir

Solveig Pálsdóttir

Vigdís Ósk Howser Harðardóttir

Steinunn Jónsdóttir

Ásthildur Sigurðardóttir

Bergþóra Einarsdóttir

Katrín Helga Andrésdóttir

Anna Tara Andrésdóttir

Steiney Skúladóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×