Ísland getur ekki fallið úr 2. deild Evrópumóts landsliða Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2015 06:30 Aníta Hinriksdóttir er vitaskuld í íslenska liðinu og er líkleg til gulls og silfurs í 2. deild Evrópukeppni landsliða. vísir/stefán Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum hefur leik á morgun í 2. deild Evrópukeppni landsliða, en keppni í 2. deildinni fer að þessu sinni fram í Stara Zagora í Búlgaríu. Keppt er í 20 greinum í karla- og kvennaflokki og fara tvö stigahæstu liðin upp í 1. deildina sem er sú næstefsta. Ísland var í 3. deild í fyrra en komst upp sem liðið í 2. sæti á eftir Kýpur. Keppnin í ár verður miklu erfiðari þar sem Ísland etur kappi við mun sterkari þjóðir á borð við Búlgara, Króata, Serba og Dani, en engu að síður þarf Ísland ekki að hafa áhyggjur af því að falla niður um deild. „Það verður fjölgað í 2. deildinni fyrir næsta ár, þannig að það koma fjögur lið upp úr 3. deild. Ég var í stjórninni í fyrra og fékk það í gegn að þessu yrði breytt. Stjórnin samþykkti þessa tillögu mína,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. Undanfarin ár hefur keppnisþjóðum verið fjölgað í efstu tveimur deildunum og nú var kominn tími á að fjölga í 2. deild. Íslenska liðið getur því keppt án mikillar pressu og mátað sig við mun betri þjóðir. „Það gerðist fyrir nokkru að breska landsliðið féll og breska ríkisútvarpið var nú ekki nógu ánægt með það. Það nennti ekki að sýna frá keppni þar sem Bretland var ekki með. Þessu var því breytt þannig að karlar og konur kepptu saman og fjölgað var í úrvalsdeildinni úr átta í tólf lið. Það er til þess að tryggja að Þýskaland, Bretland og Frakkland geti ekki fallið. Þetta eru löndin sem borga langstærsta hlutann af sjónvarpsréttinum. Þetta er bara nákvæmlega eins og í Eurovision,“ segir Jónas. Haldi Ísland svo sæti sínu á næsta ári segir Jónas eiginlega bara einn hlut standa í vegi fyrir því að Ísland jafnvel sæki um að halda 2. deildina árið 2017. „Við höfum hótelin og alla umgjörð. Laugardalsvöllur er fínn sem slíkur en tartanið verður orðið hátt í 30 ára gamalt þegar að þessu kemur. Verðum við með keppnisvöll í lagi er ekkert því til fyrirstöðu að við getum haldið svona mót,“ segir Jónas Egilsson Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum hefur leik á morgun í 2. deild Evrópukeppni landsliða, en keppni í 2. deildinni fer að þessu sinni fram í Stara Zagora í Búlgaríu. Keppt er í 20 greinum í karla- og kvennaflokki og fara tvö stigahæstu liðin upp í 1. deildina sem er sú næstefsta. Ísland var í 3. deild í fyrra en komst upp sem liðið í 2. sæti á eftir Kýpur. Keppnin í ár verður miklu erfiðari þar sem Ísland etur kappi við mun sterkari þjóðir á borð við Búlgara, Króata, Serba og Dani, en engu að síður þarf Ísland ekki að hafa áhyggjur af því að falla niður um deild. „Það verður fjölgað í 2. deildinni fyrir næsta ár, þannig að það koma fjögur lið upp úr 3. deild. Ég var í stjórninni í fyrra og fékk það í gegn að þessu yrði breytt. Stjórnin samþykkti þessa tillögu mína,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. Undanfarin ár hefur keppnisþjóðum verið fjölgað í efstu tveimur deildunum og nú var kominn tími á að fjölga í 2. deild. Íslenska liðið getur því keppt án mikillar pressu og mátað sig við mun betri þjóðir. „Það gerðist fyrir nokkru að breska landsliðið féll og breska ríkisútvarpið var nú ekki nógu ánægt með það. Það nennti ekki að sýna frá keppni þar sem Bretland var ekki með. Þessu var því breytt þannig að karlar og konur kepptu saman og fjölgað var í úrvalsdeildinni úr átta í tólf lið. Það er til þess að tryggja að Þýskaland, Bretland og Frakkland geti ekki fallið. Þetta eru löndin sem borga langstærsta hlutann af sjónvarpsréttinum. Þetta er bara nákvæmlega eins og í Eurovision,“ segir Jónas. Haldi Ísland svo sæti sínu á næsta ári segir Jónas eiginlega bara einn hlut standa í vegi fyrir því að Ísland jafnvel sæki um að halda 2. deildina árið 2017. „Við höfum hótelin og alla umgjörð. Laugardalsvöllur er fínn sem slíkur en tartanið verður orðið hátt í 30 ára gamalt þegar að þessu kemur. Verðum við með keppnisvöll í lagi er ekkert því til fyrirstöðu að við getum haldið svona mót,“ segir Jónas Egilsson
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira