Menning

DNA Yrsu glæpasaga ársins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur.
Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur. vísir/daníel
Hið íslenska glæpafélag velur árlega glæpasögu ársins sem hlýtur Blóðdropann. Glæpasaga ársins 2014 er DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur sem jafnframt verður framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna, Glerlykilsins, á næsta ári.

Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars:

„Einn helsti styrkur Yrsu hefur verið að skapa spennu og eftirvæntingu í bókum sínum og vekja grun um óhugnað og hér tekst henni mjög vel upp. Lesandinn fylgist með framvindu rannsóknarinnar og feilsporum lögreglunnar. Fleiri persónur dragast óvænt inn í atburðarásina og morðunum fjölgar. Yrsu tekst að halda lesandanum í heljargreipum spennu og eftirvæntingar alveg fram á síðustu blaðsíðu og sögulok eru sannarlega óvænt og ófyrirséð.“

Í dómefnd sátu Inga Magnea Skúladóttir, Kristján Jóhann Jónsson og Úlfar Snær Arnarson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.